Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

  Aðalfundur 2023

  Næstu mót

  Skráning í klúbbinn
Skráning í mót
Leiðbeiningar
Fréttabréf
  19.03.2024

Ágætu félagar.

Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.

Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.

Félagar eiga að skrá sig á rástíma í Golfbox. Það einfaldar allt eftirlit með spili á vellinum.

Við verðum ekki með starfsmann í ræsishúsinu fyrr en í byrjun maí. Vallarstarfsmenn munu því sinna eftirliti á vellinum þangað til og því mjög mikilvægt að þeir geti séð hverjir eru skráðir á rástíma hverju sinni.

Ástand vallarins:

Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar. Það ræðst af veðrinu næstu vikur hvenær opnað verður inn á sumarflatir. Við munum auglýsa opnun sumarflata um leið og nákvæm tímasetning liggur fyrir.

Við biðjum þá sem spila í vor að ganga varlega um völlinn og færa bolta af brautum áður en slegið er. Völlurinn er sérstaklega viðkvæmur næstu tvær vikurnar (klaki í jörðu o.s.frv.).

Mótaskrá 2024:

29. maí – Forkeppni bikars.
22. júní – Jónsmessa.
29. júní – Opna Vera Design kvennamótið.
7. til 13. júlí – Meistaramót.
3. ágúst – Innanfélagsmót. Texas Scramble.
7. ágúst – Opna Setbergsmótið.
16. ágúst – Innanfélagsmót – fótboltamótið.
31. ágúst – Bangsamótið.
5. október – Bændaglíma.

Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).

Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).

Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.

Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.
Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.

Skráning í klúbbinn og greiðsla árgjalds:

Ný útfærsla við innheimtu árgjalda í gegnum Sportabler hefur gengið vel. Við þökkum öllum kærlega fyrir það. Við minnum á að greiðsluseðlar vegna árgjalda birtast í netbanka sem: Æfingagjöld – Greiðslumiðlun Íslands.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í klúbbinn á þessu ári. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár á heimasíðu klúbbsins.

Fjölgun félaga og aðgengi að vellinum:

Félögum hefur aðeins fjölgað frá því í fyrra. Til þess að vega á móti þeirri fjölgun ætlum við að sleppa öllum samningum við fyrirtæki.

Við munum enn fremur, líkt og gert var í fyrra, hafna öllum beiðnum um að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa.

Kvittanir fyrir árgjöldum:

Þeir sem vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds geta nálgast kvittunina í Sportabler. Enn fremur er hægt að senda beiðni á gse@gse.is.

Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:

Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:

  • Undir liðnum fréttir/mikilvæg skilaboð á Golfbox.
  • Á Facebook-síðunni Allir í GSE. Við hvetjum alla félaga að gerast aðilar að þeim hópi.
  • Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.

Ekki verður sendur tölvupóstur en hægt er að breyta stillingum á Golfbox og velja þar að fá tilkynningar sem birtar eru á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu (Hlekkur á leiðbeiningar).

Afmælisferð GSE í haust:

Í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbsins Setbergs verður farið í afmælisferð næsta haust. Upplýsingar um ferðina má sjá hér. Enn eru nokkur sæti laus í ferðina. Ef félagar vilja skrá sig í ferðina eða fá frekari upplýsingar skulu viðkomandi senda tölvupóst á travel@golfskalinn.is.

Stjórnin.

Félagsgjöld 2024
  19.01.2024

Kæru félagar.

Við viljum byrja á því að óska félögum gleðilegs árs.

Á aðalfundi fyrir árið 2023 sem haldinn var þann 6. desember sl. voru ákveðin félagsgjöld (árgjald) fyrir árið 2024 sem verða svohljóðandi:

18 ára og yngri: 28.000 kr.
19-25 ára: 56.000 kr.
Aðrir aldurshópar: 84.000 kr.

Innifalið í félagsgjaldi er inneign að fjárhæð 3.000 kr. í veitingasölu í golfskála.

Ársskýrslu fyrir árið 2023 má sjá inn á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.

Stjórn klúbbsins tók þá ákvörðun að semja við Sportabler vegna innheimtu á félagsgjöldum þetta árið. Nokkrir klúbbar sem hafa farið þessa leið eru ánægðir með reynslu sína af kerfinu. Auðvelt er að nálgast gögn í kerfinu, svo sem kvittanir og fleira, ásamt því að notast er við rafræn skilríki. Það er t.d. sérstaklega mikilvægt þegar gefa þarf upp kortaupplýsingar.

Mælst er til þess að félagar í klúbbnum skrái sjálfir sínar greiðslur fyrir árið í gegnum kerfið.

Klikkið hér til að fá leiðbeiningar um skráningu og greiðslu félagsgjalda:

Aðalfundur GSE
  22.11.2023

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2023 verður haldinn miðvikudaginn 6. desember n.k.

Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Dagskrá:

Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.

  1. Skýrsla formanns.
  2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
  3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
  4. Lagabreytingar.
  5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
  6. Stjórnarkosning.
    6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
    6.2. Kosning formanns.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
  8. Önnur málefni ef einhver eru.

    Þeir félagar sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna um framboð sitt með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins gse@gse.is fyrir lok dags þann 26. nóvember 2023.

Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.

Bændaglíman á laugardaginn
  03.10.2023

Bændaglíman verður haldin á laugardaginn

Ræst út af öllum teigum klukkan 13:30. Mæting eigi síðar en klukkan 13:00.

Hefðbundið keppnisfyrirkomulag, Setbergsscramble, þ.e. 4 saman í liði, allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir sem eiga ekki þann bolta slá frá þeim stað sem boltinn er.

Leiknar eru 9 holur á stóra vellinum og 9 holur á litla vellinum skv. venju. Dregið saman í lið.

Skráning á www.golf.is.

Þátttökugjald er 3.500 kr. Innifalið í þátttökugjaldinu er matur að leik loknum.

 

Opna Setbergsmótið
  26.07.2023

  Styrktaraðilar