Skráning í mót
Leiðbeiningar
  Næstu mót
05
júlí
Meistaramót
06
júlí
Meistaramót
07
júlí
Meistaramót
08
júlí
Meistaramót
09
júlí
Meistaramót

  Skráning í klúbbinn
Meistaramót GSE 2022
  27.06.2022

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 5./6. - 9. júlí.

Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.

Skráningu lýkur föstudaginn 1. júlí klukkan 23:59.

Mótið hefur hingað til verið leikið frá miðvikudegi til laugardags en við ætlum að halda því opnu að bæta þriðjudeginum 5. júlí við ef skráning í mótið verður meiri en áður.

Þegar skráningarfrestur er runninn út verður ákveðið hvenær flokkarnir spila og hversu marga daga. Lagt er upp með að flestir flokkarnir leiki fjóra daga. Fyrir liggur að öldungaflokkur karla, kvennaflokkur 4 (þriggja daga punktakeppni) og 5. flokkur karla leika þrjá daga.

Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.

Leikið verður í eftirtöldum flokkum:

Meistaraflokkur karla: 0 –4,4 – höggleikur.

1. flokkur karla: 4,5 - 10,4 – höggleikur.

2. flokkur karla: 10,5 – 15,0 – höggleikur.

3. flokkur karla: 15,1 - 20,5 – höggleikur.

4. flokkur karla: 20,6 - 28,4 – punktakeppni.

5. flokkur karla: 28,5 og hærri – punktakeppni með forgjöf.

Öldungaflokkur karla: 55 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf.

Kvennaflokkur 1: höggleikur.

Kvennaflokkur 2: Punktakeppni í fjóra daga.

Kvennaflokkur 3: Punktakeppni í þrjá daga.

Athugið að þeir karlar sem eru 55 ára og eldri geta valið hvort þeir taki þátt í öldungaflokki eða sínum flokki samkvæmt forgjöf.

Þátttökugjald:
Kr. 5.500 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.500 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.

Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu og leikdögum flokka verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu ef skráning gefur tilefni til.

Jónsmessumót GSE 2022
  20.06.2022

Laugardaginn 25. júní n.k.

Mæting fyrir klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.

Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einna á litla vellinum.

Þátttökugjald er 4.000 kr.

Innifalið í þátttökugjaldinu er súpa fyrir leik og hamborgari að leik loknum.

Búið er að opna fyrir skráningu í mótaskrá á golf.is.

Ef einhver er í vandræðum með að skrá sig í mótið getur viðkomandi hringt í 773-7993 og fengið aðstoð.

Golfnámskeið fyrir krakka
  07.06.2022

Golfklúbburinn Setberg stendur fyrir golfnámskeiði fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára í súmar.

Smellið á mynd til að opna pdf skjal með auglýsingunni.

Dagskrá framundan
  23.05.2022

FORKEPPNI BIKARS Á FIMMTUDAGINN.

Næstkomandi fimmtudag (26. maí) verður forkeppni bikars leikin. Í forkeppninni er leikin 9 holu punktakeppni með forgjöf. 16 efstu komast áfram í karla og kvennaflokki og leika útsláttarkeppni. Sá sem lendir í fyrsta sæti í forkeppninni leikur við þann sem lendir í 16. sæti o.s.frv.

Skráning í mótið fer fram í mótaskrá á golf.is/golfbox.

Ræst er út á eftirtöldum tímum:

10:30-10:50
13:30-14:20
15:30-16:20
17:30-18:20

Þeir sem vilja ekki vera með í mótinu skrá sig á rástíma á öðrum tímum þennan dag.

Ekkert þátttökugjald. Það er líka hægt að skrá sig í mótið og sleppa því að skila inn skori ef félagar vilja alls ekki vera með í keppninni. Annars hvetjum við alla til þess að vera með.

GOLFNÁMSKEIÐ OG ÆFINGAR Í SUMAR

Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8 – 14 ára.

Golfnámskeiðið verður frá klukkan 9:00 til 11:30 þann 13., 14., 15. og 16. júní.

Markmiðið er að vekja áhuga krakkanna á golfíþróttinni og býðst þeim sem mæta á golfnámskeiðið að mæta á skipulagðar æfingar hjá Golfklúbbnum Setbergi sem verða tvisvar sinnum í viku í sumar. Æfingarnar verða á miðvikudögum frá klukkan 17:00 til 18:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 til 11:00. Með þessu vonumst við til að viðhalda þeim áhuga sem oft myndast hjá krökkum á golfnámskeiðum. Þeir sem taka þátt í námskeiðinu og/eða æfingunum mega spila á æfingavellinum í sumar.

Dagskrá námskeiðsins:

Farið er yfir helstu golfsiði og reglur.

Farið er yfir helstu undirstöðuatriði golfíþróttarinnar, s.s. grip, sveiflu, vipp og pútt.

Leikið golf á æfingavelli Golfklúbbsins Setbergs.

Allir eiga að taka með sér hollt og gott nesti.

Síðasta morguninn verður boðið upp á pylsur ásamt því að allir fá afhent viðurkenningarskjal.

Verðið fyrir allt framangreint er 15.000 kr.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is eða með því að hringja í síma 773 7993.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is eða hringja í síma 844 3589.

SKRÁNING Á RÁSTÍMA

Við viljum minna á reglurnar um skráningu á rástíma í gegnum Golfbox.

Við ætlum að hafa reglurnar þannig að félagar í klúbbnum hafi forgang að rástímum.

Félagar í GSE geta skráð sig á rástíma með þriggja daga fyrirvara.

Skráning opnar klukkan 20:00. Aðrir geta skráð sig á rástíma daginn fyrir viðkomandi leikdag. Skráning opnar klukkan 22:00.

Einungis konur í GSE geta skráð sig á rástíma í kvennatímana á mánudögum. Endilega skráið ykkur í Kvennaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.

Einungis karlar í GSE geta skráð sig á rástíma í karlatímana á þriðjudögum. Endilega skráið ykkur í Karlaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.

Við ætlum að halda því í algjöru lágmarki að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa. Með þessu vonumst við til þess að aðgengi félaga í klúbbnum að rástímum verði viðunandi.

NÝLIÐANÁMSKEIÐ

Miðvikudaginn 1. júní n.k. verður haldið nýliðanámskeið.

Námskeiðið byrjar í golfskálanum klukkan 20:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Golfbox og golf.is.
  • Helstu golfreglur.
  • Helstu siðareglur.

Golfkennararnir í klúbbnum kynna sig og það sem þeir hafa upp á að bjóða

ÆFINGASVÆÐIÐ

Kúluvélin verður tekin fram og æfingasvæðið formlega opnað um leið og svæðið verður þurrt. Verður vonandi í næstu viku.

stjórnin.

Hreinsunardagur og opnun sumarflata
  28.04.2022

Laugardaginn 30. apríl verður hreinsunardagur á vellinum. Vinnan hefst klukkan 10:00 og verður unnið til klukkan 13:00. Þeir sem taka þátt í vinnunni geta spilað völlinn að vinnu lokinni inn á sumarflatir. Ræst verður út af öllum teigum samtímis.

Helstu verkefni eru:

  • Tína rusl
  • Smíða nýjar brýr á níundu braut
  • Klæða vélageymslu
  • Tína grjót
  • Mála og fleira

Smiðir og aðrir áhugamenn um brúarsmíði mega því taka með sér viðeigandi verkfæri.

Boðið verður upp á pylsur að vinnu lokinni.

Nokkrir félagar sem ekki komast á laugardaginn, en vilja leggja sitt af mörkum, ætla að mæta á föstudaginn klukkan 16:00 og byrja á framangreindum verkefnum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir á þeim tíma. Þeir sem mæta á föstudeginum eru að sjálfsögðu gjaldgengir í að spila á laugardeginum. Við reiknum með að byrja að spila um klukkan 13:30.

Vegna vinnunnar verður völlurinn lokaður frá klukkan 14:00 á föstudaginn og á laugardaginn. Rástímabókun fyrir sunnudaginn opnar fyrir félaga í dag klukkan 20:00.

Völlurinn verður einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum fyrstu dagana.

 

 

  Styrktaraðilar