Aðalfundur 2021

Skráning í mót
Leiðbeiningar
  Næstu mót
25
maí
Forkeppni bikars
16
júní
Opið mót – ræst út af öllum teigum klukkan 18:00
25
júní
Jónsmessan
05
júlí
Meistaramót
06
júlí
Meistaramót

  Skráning í klúbbinn
  Fréttabréf vikunnar
Aðalfundur 2021 og árgjöld
  15.12.2021

Aðalfundur GSE var haldinn þann 7. desember s.l.

Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá ársskýrslu fyrir 2021.

Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2022 sem eru svohljóðandi:

  • 18 ára og yngri: kr. 26.000.
  • 19 - 25 ára: kr. 52.000.
  •  Aðrir: kr. 78.000.

Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.

Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:

1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.

2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.

3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 15. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.

Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360. Það er talsvert um umsóknir í klúbbinn og því mikilvægt að vita sem fyrst hvort félagar ætla að hætta í klúbbnum. Við ætlum ekki að fjölga félögum umfram þann fjölda sem núna er í klúbbnum.

Mótskrá fyrir árið 2022 er komin inn á heimasíðuna.

Aðalfundurinn á morgun.
  06.12.2021

EKKI ER GERÐ KRAFA UM NEIKVÆÐA NIÐURSTÖÐU ÚR HRAÐPRÓFI.

Við afsökum hringlandaháttinn á þessu en við höfum ákveðið að fara ekki fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi á aðalfundinum.

Salnum verður skipt upp í tvö 50 manna hólf.

Þetta er sama leið og aðrir klúbbar á höfuðborgarsvæðinu, sem halda sinn aðalfund á sama tíma, hafa ákveðið að fara.

Minnum á aðalfund 7. des. n.k.
  01.12.2021

Ágætu félagar.

Við minnum á aðalfund Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2021 sem verður haldinn þriðjudaginn 7. desember n.k.

Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Eftirtalin framboð bárust vegna þeirra embætta sem kosið verður um á aðalfundinum:

Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára:

• Fríða Björg Leifsdóttir
• Pétur Einarsson
• Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir
• Steinar Birgisson
• Þórarinn Sófusson

Kosning formanns til eins árs:

• Högni Friðþjófsson

Vegna núgildandi reglna um samkomutakmarkanir þurfa þeir sem sækja fundinn að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) eða PCR prófi sem má ekki vera eldri en 48 klst. Athugið að heimapróf eru ekki tekin gild.

Sýnt verður frá fundinum í gegnum rafrænan miðil en til þess að kjósa þarf að mæta á aðalfundinn.

Æfingar hjá krökkunum
  26.11.2021

Formlegar æfingar hjá krökkunum sem eru að æfa hjá klúbbnum byrja aftur n.k. laugardag.

Við erum búin að leigja inniaðstöðuna hjá Golfklúbbnum Keili á laugardögum frá klukkan 13:00 til 14:00. Við verðum því með eina fasta æfingu í viku á þeim tíma í vetur.

Ef þú/þið eruð með krakka sem hefur/hafa verið að æfa hjá okkur og sem vill/vilja vera með í vetur þá mátt þú/megið þið endilega senda tölvupóst á gse@gse.is og við bætum þér/ykkur á póstlista vegna æfinganna.

Ef það eru einhverjar spurningar vegna æfinganna má hafa samband í síma 844 3589 (Högni).

Aðalfundur GSE 2021
  22.11.2021

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2021 verður haldinn þriðjudaginn 7. desember n.k.

Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Dagskrá:

Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.

1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Lagabreytingar.
5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
6. Stjórnarkosning.
6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
6.2. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur málefni ef einhver eru.

Þeir félagar sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna um framboð sitt með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins gse@gse.is fyrir lok dags þann 26. nóvember 2021.

Við munum fylgjast vel með þróun takmarkana á samkomum vegna kórónuveirunnar og gæta að sóttvörnum. Hægt er að skipta salnum í tvö 50 manna rými ef tilefni verður til. Þess er vinsamlega óskað að þeir einstaklingar sem finna fyrir einkennum sæki ekki fundinn í persónu heldur láti nægja að sækja fundinn rafrænt, sbr. að aftan. Þeir sem hafa fundið fyrir einkennum en geta framvísað neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi eða PCR prófi, sem er ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt, geta þó sótt fundinn. Einstaklingar eru beðnir um að beita góðri dómgreind og skynsemi við þá ákvörðun.

Í ljósi framangreinds og til að tryggja að allir félagsmenn geti fylgst með fundinum þá verður fundurinn sendur út á Facebook.

Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.

  Styrktaraðilar