Skráning í mót
Leiðbeiningar
  Næstu mót
02
október
Bændaglíman

  Skráning í klúbbinn
  Fréttabréf vikunnar
  Ársskýrsla 2020
Opna Setbergsmótið í samstarfi við Apótekarann
  28.07.2021

Meistaramót GSE
  30.06.2021

Meistaramót GSE fer fram dagana 6./7. júlí 2021.

Allar upplýsingar um mótið eru í PDF skjalinu. Smellið á það til að sjá alla auglýsinguna.

Jónsmessumót GSE 2021
  26.06.2021

Mæting klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.

Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einna á litla vellinum.

Þátttökugjald 2.000 kr.

Skráning hefst á golfbox n.k. sunnudag klukkan 19:00. Ef einhver er í vandræðum með að skrá sig í mótið getur viðkomandi hringt í 773-7993, eftir að skráning hefst og fengið aðstoð.

Sigga mun birta upplýsingar um hvaða veitingar verða til sölu á Allir í GSE fyrir mótið.

Nýliðanámskeið
  02.06.2021

Við viljum minna á nýliðanámskeiðið sem verður haldið í golfskálanum í kvöld og byrjar klukkan 20:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Starfið í klúbbnum. 
  • Golfbox og golf.is.
  • Forgjöf og útreikning á punktum.
  • Helstu golfreglur.
  • Helstu siðareglur.

Undir lokin ætla golfkennararnir okkar, þeir Guðjón G. Daníelsson og Ari Magnússon PGA golfkennarar, að bjóða upp á stutta golfkennslu fyrir þá sem vilja.

 

Fyrsta fréttabréf ársins 2021
  26.04.2021

Fyrsta fréttabréf ársins lítur dagsins ljós.

Þar ber helst á góma:

Ástand vallar,
Peysur og bolir,
Mótaskrá sumarsins,
Upplýsingar fyrir börn og unglinga,
Vinavellir,
Golfkennsla,
Rástímaskráning

Hægt er að opna það hér.

  Styrktaraðilar