Næstu mót
24
júní
Jónsmessa
01
júlí
Opna Vera Design Kvennamótið
04
júlí
Meistaramót
05
júlí
Meistaramót
06
júlí
Meistaramót

  Skráning í klúbbinn
Skráning í mót
Leiðbeiningar
  Aðalfundur 2022

SKRÁNING Á RÁSTÍMA
  29.05.2023

SKRÁNING Á RÁSTÍMA
Völlurinn er núna opinn fyrir aðra en meðlimi í klúbbnum.
Við viljum minna á reglurnar um skráningu á rástíma í gegnum Golfbox.
Við ætlum að hafa reglurnar þannig að félagar í klúbbnum hafi forgang að rástímum. Félagar í GSE geta skráð sig á rástíma með þriggja daga fyrirvara. Skráning opnar klukkan 20:00 þremur dögum fyrir leikdag.
Aðrir geta skráð sig á rástíma daginn fyrir viðkomandi leikdag.
Skráning opnar klukkan 22:00.
Einungis konur í GSE geta skráð sig á rástíma í kvennatímana á mánudögum. Endilega skráið ykkur í Kvennaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.
Einungis karlar í GSE geta skráð sig á rástíma í karlatímana á þriðjudögum. Endilega skráið ykkur í Karlaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.
Við ætlum ekki að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki eða hópa. Með þessu vonumst við til þess að tryggja gott aðgengi félaga í klúbbnum að rástímum.

Golfnámskeið fyrir krakka
  27.05.2023

Golfklúbburinn Setberg stendur fyrir golfnámskeiði fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára í súmar.

Smellið á mynd til að opna pdf skjal með auglýsingunni.

Hreinsunardagur og opnun sumarflata
  11.05.2023

Laugardaginn 13. maí verður hreinsunardagur á vellinum.
Vinnan hefst klukkan 9:00 og verður unnið til klukkan 12:00. Þeir sem taka þátt í vinnunni geta spilað völlinn að vinnu lokinni inn á sumarflatir. Ræst verður út af öllum teigum samtímis. Þeir sem geta mega taka með sér verkfæri (garðhrífur og skóflur).
Boðið verður upp á pylsur að vinnu lokinni.
Rástímabókun fyrir sunnudaginn opnar fyrir félaga í á morgun.
Völlurinn verður einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum fyrstu dagana.

Upplýsingar til félaga
  16.04.2023

Ágætu félagar.

Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.

Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.

Við biðjum félaga að skrá sig alltaf á rástíma í Golfbox svo starfsmenn eigi auðveldara með að hafa eftirlit með spili á vellinum.

Við verðum ekki með starfsmann í ræsishúsinu fyrr en í byrjun maí. Vallarstarfsmenn munu því sinna eftirliti á vellinum þangað til og því mjög mikilvægt að þeir geti séð hverjir eru skráðir á rástíma hverju sinni.

Ástand vallarins:

Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar. Það ræðst af veðrinu næstu vikur hvenær opnað verður inn á sumarflatir. Við munum auglýsa opnun sumarflata um leið og tímasetning liggur fyrir.

Við biðjum þá sem spila í vor að ganga varlega um völlinn og færa bolta af brautum áður en slegið er. Völlurinn er sérstaklega viðkvæmur næstu tvær vikurnar (klaki í jörðu o.s.frv.).

Rannsóknarboranir á vellinum:

Vegagerðin vinnur nú að rannsóknarborunum við Setbergshamar vegna verkefnisins Reykjanesbraut - Álftanesvegur - Lækjargata. Til stóð að framkvæma boranirnar í febrúar/mars sl. til þess að lágmarka áhrif á starfsemi golfklúbbsins. Vegna kuldans í vetur þá hefur þetta dregist. Framkvæmdin ætti að klárast á næstu dögum/vikum.

Vegagerðin leggur áherslu á að frágangur í verklok verði með sama hætti og aðkoma við upphaf framkvæmda. Við vonumst til þess að framkvæmdum ljúki sem fyrst og væntum þess að verktaki skilji við svæðið með ásættanlegum hætti.

Mótaskrá 2023:

31. maí – Forkeppni bikars.
24. júní – Jónsmessa.
1. júlí – Opna Vera Design kvennamótið.
4. til 8. júlí – Meistaramót.
5. ágúst – Innanfélagsmót. Texas Scramble.
7. ágúst – Opna Setbergsmótið.
11. ágúst – Innanfélagsmót – fótboltamótið.
2. september – Bangsamótið.
30. september – Bændaglíma.

Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).
Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).
Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.
Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.
Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.

Vinavellir:

Félagar í klúbbnum fá 50% afslátt af flatargjaldi hjá eftirtöldum golfklúbbum (á ekki við ef um fyrirtækjamót/hópabókanir er að ræða):

1. Golfklúbbur Hellu.
2. Golfklúbbur Suðurnesja.
3. Golfklúbbur Borgarness.
4. Golfklúbbur Sandgerðis.

Skráning í klúbbinn og greiðsla árgjalds.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í klúbbinn á þessu ári. Nokkrir eru núna skráðir á biðlista.

Enn eru örfáir sem hafa ekki gengið frá greiðslu árgjalds eða sagt sig úr klúbbnum. Viðkomandi eru beðnir um að ganga frá greiðslu árgjalds, eða segja sig úr klúbbnum kjósi þeir svo, fyrir lok dags þann 20. apríl næstkomandi. Eftir það verða viðkomandi teknir af skrá og aðilum á biðlista boðin aðild að klúbbnum.

Ekki er heimilt að hefja leik á vellinum fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu árgjalds.

Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum:

Pokamerki verða reiðubúin til afhendingar í golfskálanum frá fimmtudeginum 20. apríl nk.

Þeir sem vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).

Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:

Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:

1. Undir liðnum fréttir/mikilvæg skilaboð á Golfbox.

1. Á Facebook-síðunni Allir í GSE. Við hvetjum alla félaga að gerast aðilar að þeim hópi.

1. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.

Ekki verður sendur tölvupóstur en félagar geta breytt stillingum á Golfbox og valið að fá tilkynningar sem eru birtar á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu. Þessar stillingar eru undir Valmyndin mín/Stillingar þegar búið er að skrá sig inn á Golfbox.

Stjórnin.

Mótaskrá 2023
  25.03.2023

Mótaskrá sumarsins er komin inn á vefinn. Hægt er að sjá öll mót hér: Öll mót

Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).

Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).

Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.

Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.

Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.

  Styrktaraðilar