Skráning í mót
Leiðbeiningar
  Næstu mót

  Skráning í klúbbinn
  Fréttabréf vikunnar
  Ársskýrsla 2020
Hætt við mótið á morgun, laugardag
  08.10.2021

Vegna slæmrar veðurspár og lítillar þátttöku hefur verið ákveðið að hætta við mótið á morgun.

Við reynum aftur síðar.

Styrktarmót fyrir barna- og unglingastarfið
  07.10.2021

9 holu punktamót með forgjöf.

Þátttökugjald kr. 3.500. Það má að sjálfsögðu borga meira 😊 og alveg sjálfsagt að gefa út kvittun t.d. ef fyrirtæki vill styrkja málefnið.

Allur afrakstur mótsins verður nýttur til þess að greiða niður að hluta þjálfarakostnað fyrir krakkana sem eru að æfa hjá klúbbnum.

Eins og margir hafa tekið eftir eru nokkrir áhugasamir krakkar að æfa hjá klúbbnum. Þau eru metnaðarfull og ætla að vera dugleg að æfa í vetur. Til þess að tryggja að grunnurinn verði réttur þá ætla þau að fara reglulega til golfkennara og styrktarþjálfara.

Mót framundan
  28.09.2021

Föstudagurinn 1. október.

N.k. föstudag verða strákarnir með lokamótið sitt. Ræst út af öllum teigum klukkan 16:00. Nánar um mótið inn á facebook-síðu karlaklúbbsins.

Laugardagurinn 2. október.

Bændaglíman verður haldin á laugardaginn.

Ræst út af öllum teigum klukkan 13:30. Mæting eigi síðar en klukkan 13:00.

Hefðbundið keppnisfyrirkomulag, Setbergsscramble, þ.e. 4 saman í liði, allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir sem eiga ekki þann bolta slá frá þeim stað sem boltinn er.

Leiknar eru 9 holur á stóra vellinum og 9 holur á litla vellinum skv. venju. Dregið saman í lið.

Skráning á www.golf.is. Skráning hefst í dag, þriðjudag klukkan 20:00.

Þátttökugjald er 2.500 kr. Innifalið í þátttökugjaldinu er matur að leik loknum (súpa, kjúklingavængir og fleira).

Laugardagurinn 9. október

Fjáröflunarmót til styrktar unglinga- og barnastarfinu í klúbbnum.

Krakkarnir sem eru að æfa hjá klúbbnum ætla að halda styrktarmót til þess að safna upp í kostnað vegna aðstöðu og þjálfara í vetur.

Keppnisfyrirkomulag: Texas scramble. Tveir saman í liði.

Einn hringur á stóra vellinum og einn hringur á litla vellinum.

Þátttökugjald a.m.k. 3.500 kr. en öllum er heimilt að greiða meira. Heitt súkkulaði og skúffukaka til sölu á 6. teig.

Verðlaun verða alls konar.

 

Opna Setbergsmótið í samstarfi við Apótekarann
  28.07.2021

Meistaramót GSE
  30.06.2021

Meistaramót GSE fer fram dagana 6./7. júlí 2021.

Allar upplýsingar um mótið eru í PDF skjalinu. Smellið á það til að sjá alla auglýsinguna.

  Styrktaraðilar