Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   17.8 -  23.8

Covid-19 – áminning – rástímaskráning á öllum tímum:

Nú hafa tekið gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí og að þær reglur verði í gildi þangað til annað verður tekið fram (sjá nánar á www.golf.is).

 Þær breytingar sem hafa tekið gildi á vellinum eru: 

  • Rástímaskráning á öllum tímum. Vegna framangreindra reglna og annarra reglna sem eru í gildi þá þarf að skrá sig á rástíma. Þeir sem ætla að fara 18 holur geta skráð sig á seinni níu, tveimur klukkustundum og tuttugu mínútum eftir fyrri rástíma. Rástímaskráning fer fram í gegnum golfbox. Ef félagar eru í vandræðum með golfbox skulu viðkomandi senda tölvupóst á gse@gse.is. Félagar geta skráð sig á rástíma með allt að þriggja daga fyrirvara. Aðrir geta skráð sig á rástíma sama dag og daginn áður.
  • Við leik er bannað að taka/snerta stöngina. Svamphólkurinn frá því í vor er kominn aftur í holurnar.
  • Hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompum. Skv. núgildandi staðarreglur má færa bolta í glompu um sem nemur griplengd á kylfu (ekki pútter) en þó ekki nær holu. Óheimilt er að slétta svæðið áður en bolti er hreyfður. Þegar búið er að slá höggið má jafna sandinn aftur, t.d. með fótunum.
  • Sambýlisfólk má vera saman í golfbíl. Aðrir verða að vera einir í golfbíl.
  • Við hvetjum kylfinga til að skrá skor með rafrænum hætti. Ef skorkort er notað eiga kylfingar ekki að skiptast á skorkortum. 

Við biðjum félaga að fara varlega, virða tveggja metra regluna og aðrar reglur vegna Covid-19. 

Reglur vegna rástímaskráningar: 

Við viljum biðja félaga að láta vita tímanlega ef þeir ætla ekki að mæta á skráðan rástíma. 

Mánudagur og þriðjudagur. Kvenna- og karlatímar: 

Vegna rástímaskráningarinnar þá verða félagar að skrá sig í kvenna- og karlatímana. 

Laugardagur: 

Á laugardaginn verður mót í áskorendamótaröð Golfsambands Íslands leikið á Setbergsvelli. Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Hér á að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin. 

Þegar þátttaka í mótinu liggur fyrir þá munum við opna fyrir skráningu á rástíma seinnipartinn á laugardaginn. 

Æfingar hjá krakkahópnum: 

Það eru æfingar hjá krakkahópnum í dag og á fimmtudaginn frá klukkan 17 - 18. 

Litla meistaramótið 

Á miðvikudag og fimmtudag verður litla meistaramótið haldið á par-3 vellinum. Mótið er fyrir krakka 15 ára og yngri. Leiknar eru 18 holur báða dagana. Leikin er punktakeppni. Ræst er út frá klukkan 9:00. Þeir krakkar sem vilja vera með þurfa bara að mæta fyrir klukkan 9:00 á miðvikudaginn. 

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni. 

Úrslit í fótboltamótinu sem var haldið þann 7. ágúst s.l: 

1;  Jón Karl Björnsson og Ívar Smári  Leeds                   -8
2;  uðmundur Stefán og Hlynur  GH  -8
2;  Gunnar Þór og Magnús  Glerfínir  -7