Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   27.7 -  3.8.

Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 16:30 til 18:30 á þriðjudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Miðvikudagur:

Hópur með félagsmönnum og styrktaraðila ætla að mæta klukkan 15:00 og spila 18 holur. Samtals eru þetta 5 holl. Allt vanir golfarar. Þeir fara út á seinni níu upp úr klukkan 17:00. Þeir eiga ekki forgang á að komast út á teig en við vildum láta vita af þessu.

Laugardagur:

Uppi er hugmynd um að hafa innanfélagsmót/skemmtimót um kvöldið með skemmtun á eftir. Hattaþema. Verður auglýst nánar á Allir í GSE fyrir helgina ef af verður.

Mánudagur 3. ágúst

Opna Setbergsmótið. Sjá nánar í auglýsingu á GSE.is og Golf.is (mótaskrá).

Æfing hjá krakkahópnum:

Það er æfing á fimmtudaginn frá klukkan 17- 18.

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.