Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   3.8. -  9.8.

Covid-19 – áminning – rástímaskráning á öllum tímum:

Nú hafa tekið gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí og að þær reglur verði í gildi þangað til annað verður tekið fram (sjá nánar á www.golf.is).

Þær breytingar sem hafa tekið gildi á vellinum eru: 

  • Rástímaskráning á öllum tímum. Vegna framangreindra reglna og annarra reglna sem eru í gildi þá þarf að skrá sig á rástíma. Þeir sem ætla að fara 18 holur geta skráð sig á seinni níu, tveimur klukkustundum og tuttugu mínútum eftir fyrri rástíma. Rástímaskráning fer fram í gegnum golfbox. Ef félagar eru í vandræðum með golfbox skulu viðkomandi senda tölvupóst á gse@gse.is. Félagar geta skráð sig á rástíma með allt að þriggja daga fyrirvara. Aðrir geta skráð sig á rástíma sama dag og daginn áður.
  • Við leik er bannað að taka/snerta stöngina. Svamphólkurinn frá því í vor er kominn aftur í holurnar.
  • Hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompum. Skv. núgildandi staðarreglur má færa bolta í glompu um sem nemur griplengd á kylfu (ekki pútter) en þó ekki nær holu. Óheimilt er að slétta svæðið áður en bolti er hreyfður. Þegar búið er að slá höggið má jafna sandinn aftur, t.d. með fótunum.
  • Sambýlisfólk má vera saman í golfbíl. Aðrir verða að vera einir í golfbíl.
  • Við hvetjum kylfinga til að skrá skor með rafrænum hætti. Ef skorkort er notað eiga kylfingar ekki að skiptast á skorkortum. 

Við biðjum félaga að fara varlega, virða tveggja metra regluna og aðrar reglur vegna Covid-19. 

Reglur vegna rástímaskráningar: 

Við viljum biðja félaga að láta vita tímanlega ef þeir ætla ekki að mæta á skráðan rástíma. Í mörgum klúbbum eru reglurnar þannig að ef félagar í viðkomandi klúbbi mæta ekki tvisvar sinnum á skráðan rástíma þá geta þeir ekki skráð rástíma í einhvern tíma. Við vonumst til þess að þurfa ekki að setja slíkar reglur en eitthvað hefur verið um það að þeir sem eiga skráðan rástíma mæti ekki.

Föstudagur

Innanfélagsmót – strákamót – fótboltamótið. 

Tveggja manna Texas schramble. Spilað er í nafni einhvers liðs úr enska boltanum. 

Verð 6.000 kr. Innifalið í mótsgjaldinu er hamborgari að leik loknum. 

Vegna Covid-19 reglna er ekki hægt að ræsa alla út á sama tíma og ekki hægt að hafa veislu á eftir. Ræst verður út með hefðbundnum hætti frá 15:10 til 17:20. Skráning fer fram á golfbox. 

Sjá nánar inn á Allir í GSE og á facebook síðu strákanna þar sem m.a. er vettvangur til þess að finna sér spilafélaga í mótinu.

Æfing hjá krakkahópnum:

Það er æfing á morgun fimmtudag frá klukkan 17- 18. Arna verður með æfinguna.

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni. 

Ákveðið var að fresta fyrirhuguðu kvennamóti á laugardaginn vegna Covid-19. Vonast er til þess að geta haldið það síðar í sumar.

Opna Setbergsmótið – úrslit:

108 þátttakendur og komust færri að en vildu.

Punktar:

      1. Kristinn Þorsteinsson    48 punktar
  2. Siggeir Vilhjálmsson    44 punktar
  3. Hafþór Sigmundsson    42 punktar
  4. Eiríkur Sigurðsson    42 punktar

 

Lægsta skor án forgjafar:

    1. Siggeir Vilhjálmsson    67 högg
  2. Styrmir Guðmundsson    70 högg


Næst holu á 2./11:    
Hafþór Sigmundsson 0,51 m.

Næst holu á 5./14:    Gunnhildur Magnúsdóttir 1,57 m.

Næst holu á 8:           Þorvaldur Freyr Friðriksson 4,81 m.

Þar sem ekki var hægt að hafa verðlaunaafhendingu að móti loknu þá þurfa verðlaunahafar að nálgast verðlaunin í golfskálanum.

Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að aðstoða okkur við að fylgja settum reglum.

Stjórnin.