Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   5.10 -  11.1

Aðgengi að vellinum:

Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í Golfklúbbnum Setbergi. Öðrum er óheimilt að leika á vellinum.

Golfskálinn verður lokaður til 19. október n.k. Jafnframt hefur salerninu við sjötta teiginn verið lokað.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar munu hafa eftirlit með vellinum. Vinsamlegast sýnið eftirlitsaðilum pokamerki eða gefið upp félagsnúmer ef eftir því er leitað.

Við minnum á að félagar eiga að mæta stuttu fyrir skráðan rástíma og staldra ekki lengi við eftir að leik er lokið.

Við biðjum félaga um að:

  • ganga vel um völlinn; og
  • skilja ekki eftir rusl á vellinum

Við hvetjum félaga til þess að halda áfram að spila. Völlurinn er í frábæru ástandi.

Búið er að færa fyrstu rástímana á daginn til klukkan 9:40 á morgnana. Þetta er gert til þess að vernda flatirnar vegna kulda á nóttunni. Ef það frýs um nóttina einhvern næstu daga þá kann vellinum að verða lokað lengur viðkomandi dag. Við munum reyna að senda tilkynningu á golfbox til þeirra sem eiga skráðan rástíma um slíka lokun. Við munum ennfremur setja inn tilkynningu á Allir í GSE. Ef það hefur frosið um nóttina þá hvetjum við þá sem eiga skráðan rástíma að kanna hvort einhver slík tilkynning hafi verið send áður en haldið er á völlinn.

Texas scramble s.l. laugardag:

Úrslit:

A-Flokkur:

  1. Boltarnir (Sigurður Óskar Sigurðsson og Þórður Dagsson. 61 högg. 53 nettó.
  2. Arnarssynir (Sigurjón Sigmundsson og Hafþór Smári Sigmundsson. 57 högg. 53 nettó.
  3. Víkarar (Arnar Smári Ragnarsson og Daði Arnarsson). 59 högg. 54 nettó.

B-Flokkur:

  1. HelGun (Helga Birkisdóttir og Gunnar Þór Ármannsson). 65 högg. 55 nettó.
  2. Mosfeld (Áslaug Auður Guðmundsdóttir og Nökkvi Sveinsson). 75 högg. 57 nettó.
  3. Rakel (Jakob Skafti og Rafn Þór Rafnsson). 70 högg. 57 nettó. 92 þátttakendur voru í mótinu. Við þökkum öllum fyrir skemmtilegan dag.

92 þátttakendur voru í mótinu. Við þökkum öllum fyrir skemmtilegan dag.