Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   9.9. -  22.9

Föstudagur:

Bangsamótið

Vegna veðurspár hefur verið ákveðið að færa bangsamótið og verður það haldið á morgun, FÖSTUDAGINN 13. september.

Um innanfélagsmót er að ræða. Karlar á móti konum. Punktakeppni með fullri forgjöf. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 17:30. Skráning á www.golf.is og í golfskálanum í síma 773 7993.

9 holu punktakeppni með fullri forgjöf.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 56.

Bestu punktaskorin telja hjá hvoru kyni.

Allir ættu að hafa tekið eftir bláklæddum bangsa í skálanum. Hann er bláklæddur af því að karlarnir unnu í fyrra. Ef karlarnir vinna þá verður bangsinn í bláum fötum næsta árið en ef konurnar vinna þá verður hann í rauðum fötum.

Þátttökugjald er 3.000 kr. og er hamborgari með meðlæti innifalinn í þátttökugjaldinu.

Hrútamótið.

Suðurnesjamenn koma í heimsókn í Setbergið sunnudaginn 22. september n.k. og leika gegn körlunum í klúbbnum seinni hlutann í hrútamótinu. 10 bestu punktaskorin gilda hjá hvoru liði. Þeir eru ákveðnir í að taka verðlaunagripinn með sér heim, enda sigurvissir með rúmlega 30 punkta forystu eftir fyrri hlutann. Setbergsmenn ætla ekki að láta þá komast upp með að taka með sér hornið. Endilega takið daginn frá. Skráning hefst í næstu viku.

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 13. Matur og bjór/gos 3.000 kr.

Veitt verða aukaverðlaun fyrir þrjú bestu punktaskorin ásamt því að það verða nándarverðlaun á par 3 holunum.

Annað:

Það er nóg eftir af sumrinu og eru félagar hvattir til þess að mæta á völlinn.

Bændaglíman verður haldin laugardaginn 5. október.


Ef þú vilt ekki fá þennan vikulega póst, vinsamlegast sendu til baka póst með skilaboðunum "Nei takk" og við tökum þig út af listanum. Þú getur ennfremur farið inn á þitt svæði á www.golf.is og hakað við að þú viljir ekki rafrænt fréttabréf.