Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   13.5 -  19.5

Mánudagur:

Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á mánudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Þriðjudagur:

Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 16:30 til 17:30 á þriðjudögum (flýtt á morgun vegna söngvakeppninnar). Þeir sem vilja geta tekið þátt í verðlaunapotti (500 kr. þátttökugjald).

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Miðvikudagur:

Kynning á golfreglum.

Sigrún Eir Héðinsdóttir og Karl Brune munu fara yfir breytingar á golfreglunum ásamt því að fara yfir þær reglur sem helst reynir á við leik á vellinum.

Kynningin hefst klukkan 20:00 í golfskálanum.

Fréttir af starfinu síðustu viku:

S.l. föstudag þá hittust um 50 konur í golfskálanum og störtuðu starfinu í sumar.

Önnur mál:

Alli R í GSE:

Við minnum félaga á að ganga í hópinn Alli R í GSE á Facebook. Á síðunni birta félagar fréttir og myndir úr starfinu.

Landsdómarar í klúbbnum:

Félagar okkar í klúbbnum, Sigrún Eir Héðinsdóttir og Karl Brune, hafa lokið landsdómaraprófi í golfreglunum. Við óskum Sigrúnu og Karli innilega til hamingju.

Heimsókn strákanna til GS 31. maí n.k.:

Strákarnir ætla að kíkja í heimsókn til Golfklúbbs Suðurnesja þann 31. maí n.k. Nánari upplýsingar inn á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega takið daginn frá.

Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
Pokamerki þeirra sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds eru tilbúin til afhendingar í golfskálanum. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).

Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.

Nýir félagar velkomnir.

Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).