Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   24.5 -  30.5

FORKEPPNI BIKARS Í DAG.

Í dag, miðvikudaginn 26. maí, verður forkeppni bikars leikin. Í forkeppninni er leikin 9 holu punktakeppni með forgjöf. 16 efstu komast áfram í karla og kvennaflokki og leika útsláttarkeppni. Sá sem lendir í fyrsta sæti í forkeppninni leikur við þann sem lendir í 16. sæti o.s.frv.

Skráning í mótið fer fram í mótaskrá á golf.is/golfbox. 

Ekkert þátttökugjald. Það er líka hægt að skrá sig í mótið og sleppa því að skila inn skori ef félagar vilja alls ekki vera með í keppninni. Annars hvetjum við alla til þess að vera með. Nóg af lausum rástímum.  

 Leiðbeiningar um það hvernig á að skrá sig í mót má sjá á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.

 GOLFNÁMSKEIÐ OG ÆFINGAR Í SUMAR 

Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8 – 14 ára. 

 Golfnámskeiðið verður frá klukkan 9:00 til 11:30 þann 14., 15., 16., 19. og 21. júní. 

 Markmiðið er að vekja áhuga krakkanna á golfíþróttinni og býðst þeim sem mæta á golfnámskeiðið að mæta á skipulagðar æfingar hjá Golfklúbbnum Setbergi sem verða tvisvar sinnum í viku í sumar. Æfingarnar verða á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 17:00 til 18:00 og byrja mánudaginn 31. maí n.k. Með þessu vonumst við til að viðhalda þeim áhuga sem oft myndast hjá krökkum á golfnámskeiðum. Þeim sem taka þátt í námskeiðinu og/eða æfingunum mega spila á æfingavellinum í sumar.   

 Dagskrá námskeiðsins: 

  • Farið er yfir helstu golfsiði og reglur. 
  • Farið er yfir helstu undirstöðuatriði golfíþróttarinnar, s.s. grip, sveiflu, vipp og pútt. 
  • Leikið golf á æfingavelli Golfklúbbsins Setbergs. 
  • Allir eiga að taka með sér hollt og gott nesti. 
  • Síðasta morguninn verður boðið upp á pylsur ásamt því að allir fá afhent viðurkenningarskjal. 

 Verðið fyrir allt framangreint er 15.000 kr. 

 Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is eða með því að hringja í síma 773 7993. 

Umsjón með golfnámskeiðinu og æfingunum hafa þau Ari Magnússon og Guðjón G. Daníelsson PGA golfkennarar, Arna Rún Oddsdóttir og Hrafn Guðlaugsson. Þeim til aðstoðar verða starfsmenn Golfklúbbsins Setbergs. 

 Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is eða hringja í síma 844 3589. 

 SKRÁNING Á RÁSTÍMA

Við viljum minna á reglurnar um skráningu á rástíma í gegnum Golfbox. 

Við ætlum að hafa reglurnar þannig að félagar í klúbbnum hafi forgang að rástímum. 

  • Félagar í GSE geta skráð sig á rástíma með þriggja daga fyrirvara. Skráning opnar klukkan 20:00.
  • Aðrir geta skráð sig á rástíma daginn fyrir viðkomandi leikdag. Skráning opnar klukkan 20:00. 
  • Einungis konur í GSE geta skráð sig á rástíma í kvennatímana á mánudögum. 
  • Einungis karlar í GSE geta skráð sig á rástíma í karlatímana á þriðjudögum. 
  • Einungis félagar í GSE geta skráð sig á rástíma á miðvikudögum frá 16:00 til 19:00. 
  • Einungis félagar í GSE geta skráð sig á rástíma á laugardögum frá 10:00 til 12:00.

Við ætlum að halda því í algjöru lágmarki að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa. Með þessu vonumst við til þess að aðgengi félaga í klúbbnum að rástímum verði viðunandi.

NÝLIÐANÁMSKEIÐ

Miðvikudaginn 2. júní n.k. verður haldið nýliðanámskeið.

 Námskeiðið byrjar í golfskálanum klukkan 20:00. 

 Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Golfbox og golf.is. 
  • Helstu golfreglur. 
  • Helstu siðareglur.

Undir lokin verða golfkennarar með stutta golfkennslu fyrir þá sem vilja.