Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   1.6. -  7.6.
FORKEPPNI BIKARS
Á morgun, miðvikudaginn 3. júní verður forkeppni bikars leikin. Í forkeppninni er leikin 9 holu punktakeppni með forgjöf. 16 efstu komast áfram í karla og kvennaflokki og leika útsláttarkeppni. Sá sem lendir í fyrsta sæti í forkeppninni leikur við þann sem lendir í 16. sæti o.s.frv.
Fyrirkomulagið á morgun er þannig að þeir sem vilja vera með í forkeppninni láta vita áður en leikur hefst og greiða þátttökugjald að fjárhæð 1.000 kr. Þeir sem taka þátt í mótinu verða að spila með einhverjum sem ritar skor keppanda. Það er ekki hægt að taka frá rástíma. Kúlustandurinn ræður för kylfinga á teig, þ.e. ekki þarf að skrá sig sérstaklega á fastan rástíma. Skráning og nánar um mótið á golf.is.

Völlurinn er opinn öllum á morgun, þ.e. það er ekki skylda að taka þátt í mótinu. Einungis að láta vita áður en leikur hefst hvort viðkomandi ætlar að vera með í mótinu.

Föstudagur:
Á föstudaginn verður rástímaskráning á golfbox.  Félagar geta skráð sig með þriggja daga fyrirvara. Aðrir geta skráð sig með eins dags fyrirvara.
Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá á vellinum í þessari viku.  
Fréttir:
Á föstudaginn fóru strákarnir og léku við kylfinga úr Golfklúbbi Suðurnesja. Um fyrri umferðina var að ræða í árlegri hrútakeppni á milli klúbbanna. Strákarnir stóðu sig virkilega vel við erfiðar aðstæður á útivelli og leiða með 14 punktum fyrir síðari umferðina sem verður leikin síðar í sumar á okkar heimavelli.

Úrslit í opnu móti þann 1. júní:

Punktakeppni:

Davíð Kristján Hreiðarsson 45 punktar.
Sævar Guðmundsson 40 punktar.
Guðni Bergur Einarsson 40 punktar.

Höggleikur:
Ólafur Hreinn Jóhannesson 74 högg.

Næst holu:
2./11. Sveinn Gunnar Björnsson
5./14. Agla Hreiðarsdóttir
8. Hermundur Rósinkranz

Alli R í GSE:
Við minnum félaga á að ganga í hópinn Allir í GSE á Facebook. Á síðunni birta félagar fréttir og myndir úr starfinu. 

Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
Pokamerki þeirra sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds eru tilbúin til afhendingar í golfskálanum. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.

Nýir félagar velkomnir.
Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að sækja um á heimasíðu klúbbsins. Vakni upp spurningar um umsókn má senda póst á felagaskra@gse.is eða hringja í Davíð Kristján Hreiðarsson í síma 5653360.