Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   10.6 -  16.6

Þriðjudagur:

Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 í dag.

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.

Vökvun á flötum:

Flatir verða áfram vökvaðar á tveggja til þriggja daga fresti á meðan að svona þurrt er í veðri.

Sett verður inn tilkynning á Alli R í GSE ef fyrirhugað er að vökva um kvöldið og morguninn eftir.

Vökvun á teigum:

Reynt verður að vökva eitthvað af teigum yfir daginn í vikunni. Ef verið er að vökva teig þá biðjum við þá sem eru að spila að:

  • skrúfa fyrir vatnið á meðan slegið er; eða
  • færa sig á stað sem vökvunin nær ekki til.

Fréttir af starfinu í síðustu viku:

Opið mót í samstarfi við Under Armour:

Í gær var opið mót á vellinum. 102 þátttakendur spiluðu í mótinu við frábærar aðstæður.

Úrslit:

Punktakeppnin:

1. Högni Friðþjófsson GSE 42 p.
2. Guðmundur Lúðvíksson GSE 41 p.
3. Ársæll Steinmóðsson GSE 39 p.

Næst holu:

2/11: Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir GR 70 cm.
5/14: Heiðrún Harpa Gestsdóttir GSE 29 cm.
8: Guðmundur Lúðvíksson GSE 1,69 m.

Salernisaðstaðan:

Vinnan við salernisaðstöðuna við 6. teig mjakast áfram. Þetta klárast vonandi sem fyrst.

Mót framundan:

Jónsmessumót - laugardaginn 22. júní. Mæting klukkan 18:00 og ræst út af öllum teigum klukkan 18:30. Skráning hefst n.k. mánudag á golf.is.

Meistaramót - 3. - 6. júlí.

Auglýsingar fyrir mótin verða birtar á heimasíðunni og Alli R í GSE í vikunni og hengdar upp í skálanum.