Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   13.7 -  19.7

Mánudagur:
Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á mánudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 16:30 til 18:30 á þriðjudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Æfingar í vikunni hjá krakkahópnum:

Æfingarnar eru á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 17:00 til 18:00.

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.

Meistaramót GSE 2020:

Meistaramót GSE 2020 var leikið í síðustu viku og tókst það mjög vel.

Klúbbmeistari karla varð Hrafn Guðlaugsson.

Klúbbmeistari kvenna varð Valgerður Bjarnadóttir.

Úrslit:

Meistaraflokkur karla:
1. Hrafn Guðlaugsson 287 högg.
2. Hjörtur Brynjarsson 300 högg.
3. Þorsteinn Erik Geirsson 303 högg.

Kvennaflokkur – höggleikur:
1. Valgerður Bjarnadóttir 359 högg.
2. Ásta Edda Stefánsdóttir 385 högg.
3. Heiðrún Harpa Gestsdóttir 386 högg.

Kvennaflokkur – punktakeppni:
1. Guðný Ósk Hauksdóttir 159 punktar.
2. Hafdís Jóna Karlsdóttir 143 punktar.
3. Kristín Inga Sigvaldadóttir 139 punktar.

Kvennaflokkur – punktakeppni – 3 dagar:
1. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir 103 punktar.
2. Margrét Ósk Guðjónsdóttir Sívertsen 92 punktar.
3. Guðrún Harðardóttir 90 punktar.

Fyrsti flokkur karla:
1. Sigurður Óli Guðnason 325 högg.
2. Þórður Einarsson 328 högg.
3. Ragnar Böðvarsson 337 högg.

Annar flokkur karla:
1. Guðmundur Stefán Jónsson 342 högg.
2. Arnar Björnsson 345 högg.
3. Þórður Dagsson 348 högg.

Þriðji flokkur karla:
1. Einar Pétur Eiríksson 347 högg.
2. Guðmundur Jóhannsson 348 högg.
3. Dagbjartur Harðarson 362 högg.

Fjórði flokkur karla:
1. Arnar Svansson 146 punktar.
2. Daníel Kristinsson 142 punktar.
3. Ólafur Helgi Árnason 142 punktar.

Öldungaflokkur karla:
1. Jónas Ágústsson 112 punktar.
2. Guðmundur Kristján Harðarson 111 punktar.
3. Gissur Ísleifsson 108 punktar.

Bikarmeistarar GSE 2020:

Bikarmeistari kvenna varð Herdís Sigurjónsdóttir.
Bikarmeistari karla varð Daníel Kristinsson.

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Við þökkum öllum þátttakendum og þeim sem komu að framkvæmd mótsins kærlega fyrir þeirra framlag.