Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   16.7 -  22.7

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur:

Kvennatíminn var í gær frá 17:00 til 18:00.

Þriðjudagur:

Strákarnir ætla að hittast klukkan 17:00. Í dag er ætlunin að hafa 9 holu mót og er þátttökugjald 500 kr. Eftir spilamennskuna á að ræða hugmyndir fyrir næstu þriðjudaga, heimsóknir til vinaklúbba og fleira.

Miðvikudagur:

9 holu innanfélagsmót. Punktakeppni með fullri forgjöf. Þeir sem ætla að vera með í mótinu láta vita áður en leikur hefst og greiða 1.000 kr. þátttökugjald.

Verðlaun:

Nammi frá Góu og bíómiðar með gildistíma til 31. júlí n.k. :-)

Athugið að það er ekki kvöð á þeim sem spila á morgun að taka þátt í mótinu. Miðvikudagsmótin eru hugsuð þannig að bjóða upp á mót fyrir þá sem það vilja en ekki loka vellinum fyrir öðrum félagsmönnum sem ekki vilja taka þátt í mótum.

Fréttir af starfinu síðustu daga:

Engin mót voru í síðustu viku.