Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Covid-19 – áminning – rástímaskráning á öllum tímum:
Nú hafa tekið gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí og að þær reglur verði í gildi þangað til annað verður tekið fram (sjá nánar á www.golf.is).
Þær breytingar sem hafa tekið gildi á vellinum eru:
Við biðjum félaga að fara varlega, virða tveggja metra regluna og aðrar reglur vegna Covid-19.
Reglur vegna rástímaskráningar:
Við viljum biðja félaga að láta vita tímanlega ef þeir ætla ekki að mæta á skráðan rástíma.
Mánudagur og þriðjudagur. Kvenna- og karlatímar:
Vegna rástímaskráningarinnar þá verða félagar að skrá sig í kvenna- og karlatímana.
Laugardagur:
Á laugardaginn verður mót í áskorendamótaröð Golfsambands Íslands leikið á Setbergsvelli. Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Hér á að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.
Þegar þátttaka í mótinu liggur fyrir þá munum við opna fyrir skráningu á rástíma seinnipartinn á laugardaginn.
Æfingar hjá krakkahópnum:
Það eru æfingar hjá krakkahópnum í dag og á fimmtudaginn frá klukkan 17 - 18.
Litla meistaramótið
Á miðvikudag og fimmtudag verður litla meistaramótið haldið á par-3 vellinum. Mótið er fyrir krakka 15 ára og yngri. Leiknar eru 18 holur báða dagana. Leikin er punktakeppni. Ræst er út frá klukkan 9:00. Þeir krakkar sem vilja vera með þurfa bara að mæta fyrir klukkan 9:00 á miðvikudaginn.
Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.
Úrslit í fótboltamótinu sem var haldið þann 7. ágúst s.l:
1; | Jón Karl Björnsson og Ívar Smári | Leeds | -8 |
2; | uðmundur Stefán og Hlynur | GH | -8 |
2; | Gunnar Þór og Magnús | Glerfínir | -7 |