Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   1.7. -  7.7.

Miðvikudagur til laugardags:

Meistaramót klúbbsins hefst í dag og lýkur á laugardag.

Þeir sem ekki taka þátt í meistaramótinu geta farið út að spila á vellinum þegar síðasta hollið hvern dag er farið út á seinni níu.

Á miðvikudag og fimmtudag ætti síðasta hollið að fara út um klukkan 19:15.

Á föstudaginn ætti síðasta hollið að fara út um klukkan 18:30.

Á laugardaginn ætti síðasta hollið að fara út um klukkan 17:30.

Áætlaða rástíma fyrir leikdaga 2 - 4 í meistaramótinu verða birtir á heimasíðunni www.gse.is og Alli R í GSE (facebook) síðar í dag.

Þegar búið er að slá inn öll skor dagsins verða endanlegir rástímar fyrir næsta dag birtir á golf.is (mótaskrá/Meistaramót GSE).