Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Mánudagur:
Konurnar eru að fara í heimsókn til Golfklúbbs Suðurnesja í dag. Kvennatíminn fellur því niður.
Þriðjudagur:
Strákarnir ætla að hittast klukkan 17:00.
Miðvikudagur:
Á miðvikudaginn geta þeir sem vilja tekið þátt í 9 holu móti (Góu mót). Þeir sem ætla að vera með þurfa að láta vita í golfskálanum áður en farið er út og borga 500 kr. þátttökugjald. Þeir sem vilja geta spilað 2 x 9 holur og borga þá 1.000 kr. þátttökugjald.
Ekki er hægt að taka frá rástíma. Bara mæta og spila og láta vita áður ef félagar ætla að taka þátt í mótinu.
Öldungaráð karla hefur ákveðið að árangur í miðvikudagsmótum og meistaramóti verði hafður til hliðsjónar við val á sveit klúbbsins í sveitakeppni öldunga.
Laugardagur - JÓNSMESSA
Jónsmessumót Golfklúbbsins verður haldið á laugardaginn.
Keppnisfyrirkomulag verður hefðbundið Setbergs scramble.
Dregið saman í lið, allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem ekki eiga boltann slá frá þeim stað o.s.frv. Einn hringur á aðal vellinum og einn á par - 3 vellinum.
Mæting klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.
Þátttökugjald kr. 1.500.
Opnað verður fyrir skráningu klukkan 12:00 í dag, 18. júní á www.golf.is.
Sigga verður með mat til sölu að leik loknum. Þeir sem vilja kaupa matinn þurfa að greiða fyrir matinn áður en leikur hefst. Nánar um þetta á Alli R í GSE fyrir helgi.
Fréttir af starfinu síðustu daga:
S.l. miðvikudag tóku nokkrir þátt í Góu - móti. Úrslit urðu svohljóðandi:
1. sæti: Guðmundur Jóhannsson
2. sæti: Róbert Örn Ásmundsson
3. sæti: Ólafur Haukur Guðmundsson
Vallarmál:
Vegna vætu var ekki hægt að opna æfingasvæðið um helgina. Veðurspáin er ágæt fyrir vikuna og ætti því að vera hægt að opna æfingasvæðið í vikunni.
Að gera vart við sig í skála og kylfingar vikunnar:
Af gefnu tilefni er áréttað að það eiga allir að gera vart við sig í skálanum áður en farið er á teig.
Kylfingar vikunnar klikka aldrei á þessu.