Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Mánudagur:
Konurnar eiga frátekna rástíma frá 17:00 til 18:00.
Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá 17:00 til 18:00. Á morgun verður leikinn 9 holu snærisleikur. Allir fá snæri og er kylfingum heimilt að færa boltann gegn því að klippa af snærinu. Lengd snæris ræðst af forgjöf kylfinga (500 kr. þátttökugjald sem skal greiða áður en farið er á teig). Ræsir verður á staðnum frá 17:00 til 18:00 og útskýrir leikinn.
Fimmtudagur:
Starfsmannamót Actavis. Ræst út af nokkrum teigum klukkan 16:00. Vegna þessa verður hætt að ræsa út klukkan 15:10 til þess að nokkrar brautir verði auðar klukkan 16:00. Byrjum að ræsa út aftur (félaga) um klukkan 16:30 þegar allir eru komnir af stað í mótinu. Um 9 holu mót er að ræða. Þau holl sem ræsa út á brautum 2, 3 og 4 eiga forgang á 1. braut eftir að þau ljúka leik á 9. braut (eiga þá eftir 1.–3. braut).
Föstudagur:
Fráteknir rástímar frá 13:00 til 13:40 og frá 15:30 til 16:00 (cirka).
Laugardagur:
MUNCK Open
Punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Glæsileg verðlaun. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni – Blómaval samtals að upphæð 400.000 kr.
Nánari upplýsingar og skráning á www.golf.is eða í golfskálanum í síma 565 5690.
Seinni níu - tannhjólareglan:
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar gildir „tannhjólareglan“ ekki lengur fyrir þá kylfinga sem ætla út á seinni níu á virkum dögum. Breytingin tekur gildi í dag. Þeir sem ætla að fara út á seinni níu þurfa að fara í röðina ef það er einhver að bíða eftir því að komast út á fyrri níu.
Rökin fyrir framangreindri breytingu eru þau að þá komast fleiri félagar 9 holur fyrir myrkur þá daga sem mikil aðsókn er á völlinn ásamt því að þegar félagar mæta á völlinn þá liggur betur fyrir hversu löng bið er eftir því að komast út.
Aðsóknin eykst yfirleitt eftir klukkan 16:00 á virkum dögum og því ættu þeir sem ætla sér að leika 18 holur að stefna að því að klára fyrri níu fyrir þann tíma.
Fréttir af starfinu síðustu daga:
Fótboltamótið:
Fótboltamótið var haldið s.l. föstudag og tókst það mjög vel. 60 kylfingar léku 18 holur á stóra vellinum. Lið Arsenal bar sigur úr býtum þetta árið.
Úrslit:
1 Arsenal – Victor Ingvi Jacobsen og Garðar Guðmundsson, 46 punktar
2 Newcastle/Manchester - Einar Logi Eiðsson og Magnús Björn Bragason, 44 punktar
3 Ian Rush – Lúðvík V. Þórisson og Snorri Þór Daðason, 44 punktar
Næst holu:
2. hola: Haukur Guðmundsson
5. hola: Egill Júlíusson
8. hola: Arnar Björnsson
Sigurvegararnir:
Íslandsmót golfklúbba:
Konurnar kepptu í 1. deild á Akureyri. Liðið skipuðu Lovísa Hermannsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Herdís Hermannsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Elín Reynisdóttir, sem jafnframt var liðsstjóri.
Liðið endaði í 7. sæti og leikur í 2. deild á næsta ári. Ferðin til Akureyrar var frábær að sögn liðsstjórans og mótið virkilega skemmtilegt.
Lið GSE:
Karlarnir kepptu í 2. deild í Borgarnesi. Liðið skipuðu Jón Sigurðsson, Andrés Þórarinsson, Hörður Þorsteinsson, Karl J. Brune, Árni Freysteinsson, Héðinn Gunnarsson, Sigurður Ólason og Árni Björn Erlingsson, sem jafnframt var liðsstjóri.
Liðið endaði í þriðja sæti sem er frábær árangur.
Lið GSE: