Lokað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Við munum opna aftur fyrir skráningu á biðlista 1. október nk.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   22.7 -  28.7

Mánudagur.

Í dag mánudag fá konurnar í klúbbnum konur frá Golfklúbbi Suðurnesja í heimsókn. Leikinn verður einn hringur á stóra vellinum og einn á litla vellinum. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 17:00. Þeir sem spila fyrir þann tíma verða því að hafa lokið leik fyrir klukkan 17:00. Völlurinn opnar aftur (cirka) klukkan 20:30. Ef það verða margir að bíða eftir því að komast út að spila þá ræsum við út af nokkrum teigum svo allir geti lokið 9 holum fyrir myrkur.

Þriðjudagur.

Hefðbundið karlagolf - sjá nánar á karlasíðunni á Facebook.

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.