Lokað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Við munum opna aftur fyrir skráningu á biðlista 1. október nk.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   22.6 -  28.6

Mánudagur:
Þar sem konurnar eru að fara í heimsókn til Suðurnesja í dag þá er opið fyrir alla en þær konur sem mæta og spila á vellinum eiga forgang frá 17:00 til 17:40.

Gott veður og drífa sig í golf.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á þriðjudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Föstudagur:

Hrútamótið.

Síðari umferðin í hrútakeppni GS og Setbergs. Ræst út af öllum teigum klukkan 17:00. Mæting eigi síðar en klukkan 16:30. Mótsstjórn raðar á teiga og verður leitast við að hafa kylfinga úr báðum klúbbunum í öllum hollum.

Nánar inni á Facebook-síðu strákanna og golfbox.

Þeir sem ætla að spila á föstudaginn þurfa að hafa lokið leik fyrir klukkan 17:00.

Laugardagur:

Jónsmessumót GSE 2020.

Mæting klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.

Keppnisfyrirkomulag: Setbergs schramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einna á litla vellinum.

Þátttökugjald 2.000 kr.

Skráning hefst á golfbox á morgun þriðjudag klukkan 21:00.

Trúbadorar í skálanum og annað fjör að leik loknum. Allir velkomnir í stuðið. Þeir sem komast ekki í mótið eru hvattir til þess að kíkja í skálann. Það má gera ráð fyrir því að leik ljúki um 21:30. Sigga mun birta upplýsingar um hvaða veitingar verða til sölu á Allir í GSE.