Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Dagskrá vikunnar:
Mánudagur:
Kvennatíminn er í dag frá 17:00 til 18:00.
Þriðjudagur:
Það kemur hópur klukkan 14:00 sem þarf að ræsa út á nokkrum teigum. Við munum því hætta að ræsa út klukkan 13:00. Þeir sem ætla að spila á morgun verða því að fara út fyrir klukkan 13:00 eða eftir klukkan (cirka) 14:10. Svo skilst okkur að að það sé einhver leikur seinnipartinn sem kvuð vera sýndur í sjónvarpinu og tilvalið að æfa slæmu höggin á vellinum meðan leikurinn stendur yfir.
Fimmtudagur:
Fráteknir rástímar frá klukkan 16:00 til 16:40 og (cirka) 18:30 - 19:00 (seinni 9) vegna hóps.
Föstudagur:
Innanfélags - kvennamót.
18 holu punktakeppni. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 15:00. Matur í skálanum að spilamennsku lokinni.
Skráning á www.golf.is.
Þeir sem spila á föstudaginn þurfa að hafa lokið leik fyrir klukkan 15:00 eða fara út að spilamennsku lokinni (líklega um klukkan 19:30).
Fréttir af starfinu síðustu daga:
S.l. miðvikudag tóku nokkrir þátt í Góu - móti 2. Úrslit urðu svohljóðandi:
1. sæti: Róbert Örn Ásmundsson 23 punktar
2. sæti: Jón Sigurðsson 21 p.
3. sæti: Guðni Hólm Stefánsson 20 p.
S.l. laugardag var Jónsmessumót klúbbsins. 50 tóku þátt í mótinu við frábærar aðstæður. Úrslit urðu svohljóðandi:
1. sæti: Árni Þór Freysteinsson, Karl Jóhan Brune, Kristín Súsanna Birgisdóttir og Hrefna Hlín Karlsdóttir - 54 högg.
2. sæti: Þorsteinn Már Þorsteinsson, Högni Friðþjófsson, Þorsteinn Gunnlaugsson og Eríkur Heimir Sigurðsson - 61 högg.
3. sæti: Þorsteinn Erik Geirsson, Gunnar Björn Guðmundsson og Lilja Jónína Héðinsdóttir - 62 högg.
3. sæti: Jón Sigurðsson, Júlíus Símon Pálsson, Sigfús Helgi Helgason og Óskar Hrafn Ólafsson - 62 högg.
54 högg er met í þessu móti og er þ.a.l. um heimsmet að ræða.
Sjá myndir úr mótinu á Alli R í GSE.
Vallarmál:
Til stendur að sanda flatir í vikunni.
Enn er það mikil bleyta á miðju æfingasvæðinu að ekki er hægt að opna svæðið formlega.
Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs:
Meistaramót GSE 2018 verður haldið 4. - 7. júlí.
SUMIR FLOKKAR LEIKA í 4 DAGA (miðvikudagur til laugardags) EN AÐRIR í 3 DAGA (miðvikudagur til föstudags eða fimmtudagur til laugardags).
Boðið verður upp á 9 holu flokk í þrjá daga (punktakeppni). Þeir sem ætla að skrá sig í 9 holu flokk þurfa að skrá sig í 9 holu mótið á golf.is. Þeir sem ætla að skrá sig í aðra flokka skrá sig í 18 holu mótið á golf.is.
Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.
Hámarksfjöldi í mótið er 112 í 18 holu mótið og 20 í 9 holu mótið. Gildir því sú regla að þeir sem skrá sig fyrstir komast að. Ef það fyllist í mótið verður hægt að skrá sig á biðlista.
Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Meistaraflokkur karla 0 - 6,5 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
1. flokkur karla 6,6 - 11,4 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
2. flokkur karla 11,5 – 15,0 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
3. flokkur karla 15,1 - 20,5 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
4. flokkur karla 20,6 - 28,4 Punktakeppni með forgjöf í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
5. flokkur karla 28,5 og hærri Punktakeppni með forgjöf í 3 daga (miðvikudagur til föstudags). Leikið er af rauðum teigum.
Öldungaflokkur karla: 55 ára og eldri. Punktakeppni með forgjöf og geta keppendur valið hvort þeir leika af rauðum eða gulum teigum. 3 dagar, (fimmtudagur til laugardags).
Kvennaflokkur 1 Punktakeppni í 4 daga (miðvikudagur - laugardags).
Kvennaflokkur 2 Punktakeppni í 3 daga (miðvikudagur - föstudags). Konur velja því hvort þær vilja taka þátt í 3. eða 4. daga punktamóti.
Athugið að þeir karlar sem eru 55 ára og eldri geta valið hvort þeir taki þátt í öldungaflokki eða sínum flokki skv. forgjöf.
Þátttökugjald:
Kr. 5.000 fyrir þá flokka sem spila 4 daga.
Kr. 4.000 fyrir þá flokka sem spila 18 holur 3 daga.
Kr. 2.500 fyrir 9 holu flokk í 3 daga.
Skráning Skráning á www.golf.is. Skráning hefst á morgun þriðjudag, klukkan 8:00. Skráningu lýkur sunnudaginn 1. júlí klukkan 18:00.
Áætlað er að ræsa út á eftirtöldum tímum:
Miðvikudagur: 9 holu flokkur frá 9:00 til 09:50. 18 holu flokkur frá 10:30 til 12:40 og frá 15:50 til 18:00.
Fimmtudagur: 9 holu flokkur frá 9:00 til 09:50. 18 holu flokkur frá 10:30 til 12:40 og frá 15:50 til 18:00.
Föstudagur: 18 holu flokkur frá 9:00 til 11:10 og frá 15:50 til 18:00. 9 holu flokkur frá 14:20 til 15:10.
Laugardagur: Frá 8:00 til 10:00 og frá 13:00 til 15:00.
Ræst verður út eftir flokkum alla dagana. Ekki er endanlega ljóst hvenær aðrir flokkar en 9 holu flokkurinn verða ræstir út en áætlunin er að ræsa út með eftirfarandi hætti:
Miðvikudagur: Kvennaflokkur 1 og 2, 5. flokkur, 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur.
Fimmtudagur: 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, 1. flokkur, 5. flokkur, kvennaflokkur 1 og 2, öldungaflokkur og meistaraflokkur.
Föstudagur: Öldungaflokkur, meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, 3. flokkur, 4. flokkur, kvennaflokkur 1 og 2 og 5. flokkur.
Laugardagur: 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, öldungaflokkur, 1. flokkur, kvennaflokkur 1 og meistaraflokkur.
Stjórnin áskilur sér rétt til þess að breyta flokkaskiptingunni í karlaflokki og framangreindri áætlun á röð flokka við útræsingu áður en mótið hefst.
Rástímar verða birtir klukkan 22:00, mánudaginn 2. júlí.