Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   2.7. -  8.7.

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur:

Kvennatíminn er í dag frá 17:00 til 18:00.

Þriðjudagur:

Strákarnir hittast klukkan 17:00.

Miðvikudagur til laugardags:

MEISTARAMÓT GSE 2018.

Skráning í meistaramótið er óvenju lítil. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til klukkan 20:00 í dag.

Það eru margir að velta fyrir sér veðrinu þessa daga og vilja bíða með skráningu en út af skipulagningu þá verðum við að fá að vita það í dag hverjir ætla að vera með.

Við skorum á alla félagsmenn að taka þátt í þessu skemmtilega móti.

Upplýsingar um mótið má sjá á www.golf.is.

Skráning á www.golf.is.

Það verður auglýst á heimasíðu klúbbsins www.gse.is og facebook síðunni Alli R í GSE hvenær þeir sem ekki taka þátt í mótinu geta farið út að spila þá daga sem mótið stendur yfir.

Fréttir af starfinu síðustu daga:
S.l. föstudag var kvennamót. 17 tóku þátt í mótinu. Úrslit urðu svohljóðandi:

1. sæti: Heiðrún Harpa Gestsdóttir 33 punktar.
2. sæti: Helga Ívarsdóttir 32 punktar.
3. sæti: Elísabet Gunnarsdóttir 32 punktar.

Vallarmál:

Kúluvélin verður sett upp fyrir meistaramótið.

Það er krefjandi verkefni að hirða völlinn við þær aðstæður sem við höfum búið við. Sprettan er óvenju mikil og nauðsynlegt að slá ýmis svæði oftar en áður.

Völlurinn er í frábæru ástandi og eru allir félagar hvattir til þess að fara út að spila.