Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   27.4 -  3.5.

Ágætu félagar. 

Við óskum ykkur gleðilegs golfsumars. 

Covid-19 áhrif.

Reglur um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns eru í gildi til og með 3. maí. Reglurnar má sjá hér:

COVID-19 REGLUR:

Vegna þessa er golfskálinn lokaður til og með 3. maí. Þeir sem eru að vinna í og í kringum skálann vegna framkvæmda sem lýst er hér fyrir neðan hafa heimild til þess að fara inn í skálann. Við biðjum aðra vinsamlegast um að fara ekki inn í skálann fyrr en reglurnar falla úr gildi.

Þann 4. maí taka gildi nýjar reglur.  Reglurnar má sjá hér:

https://golf.is/leidbeiningar-vardandi-golfleik-fra-og-med-4-mai/ 

Vegna framangreindra reglna og annarra reglna sem eru í gildi hefur stjórnin ákveðið að hafa rástímaskráningu til 31. maí. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð ef tilefni er til. Þeir sem ætla að fara 18 holur geta skráð sig á seinni níu, tveimur klukkustundum og tuttugu mínútum eftir fyrri rástíma. Rástímaskráning fer fram í gegnum golfbox. Ef félagar eru í vandræðum með golfbox skulu viðkomandi senda tölvupóst á gse@gse.is.

Við biðjum félaga að fara varlega, virða tveggja metra regluna og aðrar reglur vegna Covid-19.

Ástand vallarins.

Flatir og teigar koma mjög vel undan vetri. Nokkrar brautir eru enn með frost í jörðu og mjög hólóttar.  Þetta jafnar sig vonandi fljótlega. Þessar brautir verða valtaðar um leið og tækifæri gefst. Einnig er verið að skoða aðrar leiðir til þess að slétta brautir. 

Félagar eru hvattir til þess að ganga varlega um völlinn í vor.

Hreinsunardagur og opnun sumarflata.

Stefnt er að opnun sumarflata 10. – 15. maí. Skv. venju verður tiltekt á vellinum áður en opnað verður inn á flatirnar. Endanleg tímasetning og fyrirkomulag verður auglýst þegar nær dregur.  

Fréttabréf og aðrar tilkynningar. 

Eins og s.l. sumar þá verður sent vikulegt fréttabréf á mánudögum þar sem m.a. verður farið yfir dagskrá vikunnar framundan. Fréttabréfið verður sent félögum í gegnum golfbox. Það mun því ekki berast í tölvupósti heldur birtast á notendasvæði hvers og eins.  

Allar tilkynningar eru ennfremur birtar á heimasíðu klúbbsins, www.gse.is og Allir í GSE á Facebook. Við hvetjum alla félaga til þess að gerast aðilar að Allir í GSE. Ennfremur hvetjum við konurnar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE og karlana í karlaklúbb GSE á Facebook.

Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum. 

Þeir félagar, sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds, geta nálgast pokamerki í golfskálanum frá og með miðvikudeginum 6. maí. 

Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360). 

Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins. 

Nýir félagar velkomnir. 

Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).

Framkvæmdir.

Eins og margir hafa tekið eftir þá eru talsverðar framkvæmdir á vellinum sem koma til með að bæta aðstöðuna til muna.

Það helsta sem við ætlum að gera er:

  • Stækka eldunaraðstöðuna þannig að hægt verði að auka úrval í veitingasölu.
  • Koma upp geymslu fyrir golfsett. Félagar geta leigt skáp undir golfsett og kerru. Þetta verður nánar auglýst á næstu dögum.
  • Reisa nýtt ræsishús. Við ætlum að auka verulega eftirlit með útræsingu á teig á álagstímum og vera með starfsmann við þetta eftirlit á ákveðnum tímum í sumar.
  • Reisa nýja vélageymslu.
  • Útbúa aðstöðu til þess að blása af skóm og settum eftir hringinn við göngustíginn áður en komið er upp að skálanum.  
  • Setja upp eftirlitsmyndavélar í skálanum og í kringum skálann.

Stjórnin.