Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   29.6 -  5.7.

Ruslatunnur og almenn umgengni:

Eins og félagar hafa tekið eftir þá er búið að taka ruslatunnur af teigum. Aftur á móti eru ruslatunnur við sjötta teig og fyrir aftan níundu flöt. Við biðjum félaga um að flokka rusl í tunnurnar. Eins og rætt var á aðalfundi þá ættu félagar að geta borið þær dósir og þau bréf utan af matvælum sem farið er með út á völl þessar 4 – 5 brautir.

AÐ GEFNU TILEFNI ÞÁ BIÐJUM VIÐ FÉLAGA UM AÐ HENDA EKKI MUNNTÓBAKI, NIKÓTÍN PÚÐUM OG SÍGARETTUSTUBBUM Á VÖLLINN. ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA HÆGT AÐ BERA ÞETTA Í KERRUNNI FRAM AÐ NÆSTU RUSLATUNNU. Í ALVÖRU, FINNST EINHVERJUM ÞAÐ EÐLILEGT AÐ HENDA ÞESSU Á VÖLLINN? EIGA STARFSMENN SÍÐAN AÐ TÍNA ÞETTA UPP, SÉRSTAKLEGA Á ÞESSUM SÍÐUSTU OG VERSTU TÍMUM?

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur:
Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á mánudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Í kvöld klukkan 17:00 er fyrsta æfingin hjá krökkunum sem voru á námskeiðinu.

Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 16:30 til 18:30 á þriðjudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Föstudagur:
Munið að það þarf að bóka rástíma á föstudögum.

Fréttir af starfinu í síðustu viku:

Klúbburinn 25 ára:

Í síðustu viku voru 25 ár síðan að Setbergsvöllur var opnaður og Golfklúbburinn Setberg hóf starfsemi en klúbburinn var stofnaður í nóvember 1994.

Jónsmessumótið:

Mótið heppnaðist mjög vel í frábæru verðu. 89 þátttakendur (sem er fullur völlur).
Úrslit:
1. Arnar, Einar, Sólveig og Kristín – 58 högg.
2. Viðar, Valgerður, Þorsteinn og Héðinn – 59 högg.
3. Guðmundur, Lovísa, Guðný og Örn 60 - högg.

Meistaramót GSE 2020.

Meistaramótið verður haldið 7./8. - 11. júlí. ATHUGIÐ AÐ MÖGULEGA VERÐUR EINN HRINGUR SPILAÐUR Á ÞRIÐJUDEGINUM UM KVÖLDIÐ Í EINHVERJUM FLOKKUM. Ef skráningin verður meiri en hún hefur verið s.l. ár þá þurfum við mögulega að bæta við einum degi. Við viljum helst að allir geti verið með sem vilja. Það verður þó að vera eitthvað hámark og þá gildir reglan að þeir sem skrá sig fyrst komast að. Ef það fyllist í mótið verður hægt að skrá sig á biðlista.

OPNAÐ VERÐUR FYRIR SKRÁNINGU Í MÓTIÐ Á MORGUN ÞRIÐJUDAG KLUKKAN 21:00. LOKAÐ VERÐUR FYRIR SKRÁNINGU Á FÖSTUDAGINN KLUKKAN 24:00. ÞEGAR SKRÁNINGU VERÐUR LOKIÐ ÞÁ LÁTUM VIÐ VITA HVORT VIÐ ÞURFUM AÐ BÆTA VIÐ ÞRIÐJUDEGINUM OG HVERNIG RÆST VERÐUR ÚT.

Skráning Skráning á www.golf.is (mótaskrá).

SUMIR FLOKKAR LEIKA í 4 DAGA (þriðjudagur/miðvikudagur til laugardags) EN AÐRIR í 3 DAGA (þriðjudagur/miðvikudagur til föstudags eða fimmtudagur til laugardags).

Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.

Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Meistaraflokkur karla 0 - 6,5 Höggleikur í 4 daga
1. flokkur karla 6,6 - 11,4 Höggleikur í 4 daga
2. flokkur karla 11,5 – 15,0 Höggleikur í 4 daga
3. flokkur karla 15,1 - 20,5 Höggleikur í 4 daga
4. flokkur karla 20,6 og hærri. Punktakeppni með forgjöf í 4 daga
Öldungaflokkur karla: 55 ára og eldri. Punktakeppni með forgjöf og geta keppendur valið hvort þeir leika af rauðum eða gulum teigum. 3 dagar.
Kvennaflokkur 1 Höggleikur í 4 daga.
Kvennaflokkur 2 Punktakeppni í 4 daga.
Kvennaflokkur 3 Punktakeppni í 3 daga.

Athugið að þeir karlar sem eru 55 ára og eldri geta valið hvort þeir taki þátt í öldungaflokki eða sínum flokki skv. forgjöf.

Þátttökugjald:
Kr. 5.000 fyrir þá flokka sem spila 4 daga.
Kr. 4.000 fyrir þá flokka sem spila 3 daga.
Áætlað er að ræsa út á eftirtöldum tímum:
Þriðjudagur: frá 16:00 til 18:00 ef þörf er á.
Miðvikudagur: frá 10:30 til 12:40 og frá 15:50 til 18:00.
Fimmtudagur: frá 10:30 til 12:40 og frá 15:50 til 18:00.
Föstudagur: frá 9:00 til 11:10 og frá 13:50 til 16:00.
Laugardagur: frá 8:00 til 10:00 og frá 13:00 til 15:00.

Ræst verður út eftir flokkum alla dagana. Ekki er endanlega ljóst hvernig ræst verður út en áætlunin er að ræsa út með eftirfarandi hætti ef svipaður fjöldi verður í mótinu og í fyrra:

Miðvikudagur: Kvennaflokkur 1, 2 og 3, 5. flokkur, 4. flokkur, meistaraflokkur, 3. flokkur, 2. Flokkur og 1. flokkur.
Fimmtudagur: 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, 1. flokkur, 5. flokkur, kvennaflokkur 1, 2 og 3, öldungaflokkur og meistaraflokkur.
Föstudagur: Öldungaflokkur, meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, 3. flokkur, 4. flokkur, kvennaflokkur 1, 2 og 3 og 5. flokkur.
Laugardagur: 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, öldungaflokkur, 1. flokkur, kvennaflokkur 1 og 2 og meistaraflokkur.

Stjórnin áskilur sér rétt til þess að breyta flokkaskiptingunni í karlaflokki og framangreindri áætlun á röð flokka við útræsingu áður en mótið hefst.

Endanlegir rástímar verða birtir klukkan 22:00, mánudaginn 8. júlí.