Lokað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Við munum opna aftur fyrir skráningu á biðlista 1. október nk.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   29.7 -  4.8.

Mánudagur
Fráteknir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum frá 17:00 til 18:30. 

Þriðjudagur
Fráteknir rástímar fyrir karlana í klúbbnum frá 17:00 til 18:30. 
Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.

Á mánudaginn eftir viku (á frídegi verslunarmanna) verður Opna Setbergsmótið haldið á Setbergsvelli. 
Mótið er styrkt af Apótekaranum og Golfskálanum. Allar upplýsingar um mótið og skráning á www.golf.is (undir mótaskrá). 

Nokkur mót sem við viljum minna á í ágúst og september:
Föstudaginn 9. ágúst
: Fótboltamótið - karlamót.
Mánudaginn 12. ágúst: Innanfélagsmót - kvennamót.
Laugardaginn 14. september: Bangsamótið - innanfélagsmót (karlar á móti konum).
Laugardaginn 5. október: Bændaglíman - innanfélagsmót. 

Sveitakeppni Golfsambands Íslands.

Karlasveit klúbbsins lék í 2. deild sveitakeppni GSÍ um helgina. Keppnin fór fram í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Sveitin endaði í 3. sæti og leikur því áfram í 2. deild á næsta ári. Myndir frá mótinu má sjá á Alli R í GSE. Sveitina skipuðu: Hjörtur Brynjarsson, Jón Bjarki Oddsson, Hrafn Guðlaugsson, Siggeir Vilhjálmsson, Ólafur Jóhannesson, Þorsteinn Erik Geirsson og Sveinn Gunnar Björnsson.