Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Covid-19 – áminning – rástímaskráning á öllum tímum:
Nú hafa tekið gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí og að þær reglur verði í gildi þangað til annað verður tekið fram (sjá nánar á www.golf.is).
Þær breytingar sem hafa tekið gildi á vellinum eru:
Við biðjum félaga að fara varlega, virða tveggja metra regluna og aðrar reglur vegna Covid-19.
Reglur vegna rástímaskráningar:
Við viljum biðja félaga að láta vita tímanlega ef þeir ætla ekki að mæta á skráðan rástíma. Í mörgum klúbbum eru reglurnar þannig að ef félagar í viðkomandi klúbbi mæta ekki tvisvar sinnum á skráðan rástíma þá geta þeir ekki skráð rástíma í einhvern tíma. Við vonumst til þess að þurfa ekki að setja slíkar reglur en eitthvað hefur verið um það að þeir sem eiga skráðan rástíma mæti ekki.
Föstudagur:
Innanfélagsmót – strákamót – fótboltamótið.
Tveggja manna Texas schramble. Spilað er í nafni einhvers liðs úr enska boltanum.
Verð 6.000 kr. Innifalið í mótsgjaldinu er hamborgari að leik loknum.
Vegna Covid-19 reglna er ekki hægt að ræsa alla út á sama tíma og ekki hægt að hafa veislu á eftir. Ræst verður út með hefðbundnum hætti frá 15:10 til 17:20. Skráning fer fram á golfbox.
Sjá nánar inn á Allir í GSE og á facebook síðu strákanna þar sem m.a. er vettvangur til þess að finna sér spilafélaga í mótinu.
Æfing hjá krakkahópnum:
Það er æfing á morgun fimmtudag frá klukkan 17- 18. Arna verður með æfinguna.
Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá í vikunni.
Ákveðið var að fresta fyrirhuguðu kvennamóti á laugardaginn vegna Covid-19. Vonast er til þess að geta haldið það síðar í sumar.
Opna Setbergsmótið – úrslit:
108 þátttakendur og komust færri að en vildu.
Punktar:
1. | Kristinn Þorsteinsson | 48 punktar | |
2. | Siggeir Vilhjálmsson | 44 punktar | |
3. | Hafþór Sigmundsson | 42 punktar | |
4. | Eiríkur Sigurðsson | 42 punktar |
Lægsta skor án forgjafar:
1. | Siggeir Vilhjálmsson | 67 högg | |
2. | Styrmir Guðmundsson | 70 högg |
Næst holu á 2./11: Hafþór Sigmundsson 0,51 m.
Næst holu á 5./14: Gunnhildur Magnúsdóttir 1,57 m.
Næst holu á 8: Þorvaldur Freyr Friðriksson 4,81 m.
Þar sem ekki var hægt að hafa verðlaunaafhendingu að móti loknu þá þurfa verðlaunahafar að nálgast verðlaunin í golfskálanum.
Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að aðstoða okkur við að fylgja settum reglum.
Stjórnin.