Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   3.6. -  9.6.

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur:

Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á mánudögum.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Þriðjudagur:

Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á þriðjudögum. Þeir sem vilja geta tekið þátt í verðlaunapotti (500 kr. þátttökugjald). Þessa vikuna á leika keppni á milli holla. Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Fimmtudagur:

Fráteknir rástímar frá 15:30 til 16:10 vegna hóps sem ætlar að leika 9 holur.

Föstudagur:

Völlurinn er frátekinn frá 13:00 til 16:00. Um 9 holu mót hjá fyrirtæki er að ræða. Ræst verður út af öllum teigum samtímis. Þeir sem ætla að spila um morguninn verða að ljúka leik fyrir klukkan 13:00. Völlurinn tæmist um klukkan 16:00.

Mánudagur í næstu viku (annar í hvítasunnu):

Næsta mánudag verður opið mót á vellinum. Ræst út frá klukkan 8:00 til 10:00 og frá klukkan 13:00 til 15:00.

Nánari upplýsingar um mótið á heimasíðunni (gse.is), golf.is og Alli R í GSE síðar í dag eða í fyrramálið.

Vökvun á flötum:

Stefnt er að því að vökva flatir á tveggja daga fresti á meðan að svona þurrt er í veðri. Vökvunarkerfið verður sett inn á flatirnar eftir klukkan 23:00 á kvöldin og vökvað fram yfir miðnætti. Kerfið verður síðan sett í gang aftur klukkan 06:00 og vökvað til 07:00 morguninn eftir.

Sett verður inn tilkynning á Alli R í GSE ef fyrirhugað er að vökva um kvöldið og morguninn eftir.

Fréttir af starfinu í síðustu viku:

Heimsókn strákanna til GS:

Strákarnir fóru í heimsókn til Golfklúbbs Suðurnesja s.l. föstudag. Ferðin var virkilega skemmtileg og verður gaman að taka á móti þeim síðar í sumar þegar síðari hluti keppninnar verður leikin á okkar velli. 10 bestu punktaskorin töldu hjá hvorum klúbbi og er Golfklúbbur Suðurnesja með tæplega 30 punkta forskot. Strákarnir eru staðráðnir í því að hafa betur í síðari umferðinni svo hrúturinn endi í Setberginu.

Salernisaðstaða við 6. teig:

Byrjað var á því að koma upp salernisaðstöðu við 6. teig. Þeirri vinnu ætti að ljúka í vikunni.

Önnur mál:

Klúbburinn leitar að myndum af vellinum eða úr starfi klúbbsins. Ef þú lumar á mynd/myndum sem þú telur að eigi erindi upp á vegg í golfskálanum eða í bók um sögu klúbbsins þá máttu endilega senda myndina/myndirnar á gse@gse.is.