Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Þriðjudagur:
Strákagolfið byrjar. Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á þriðjudögum. Þeir sem vilja geta tekið þátt í verðlaunapotti (500 kr. þátttökugjald).
Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.
Föstudagur:
Vorfagnaður kvennaklúbbs GSE
Við munum hefja þetta frábæra golfsumar föstudaginn 10. maí, kl 19:00 í golfskálanum. Í boði er matur og skemmtun. Kvennanefndin mun kynna hvað er framundan í sumar. Under Armor verður með "PopUp" verslun og sýningu. Leynigestur kíkir við. Verð aðeins 4000 kr. (matur og framlag í sjóðinn okkar).
Skráið ykkur endilega á viðburðinn á facebook síðu kvennaklúbbsins. Ef þið hafið ekki nú þegar gengið í hann þá heitir hann kvennaklúbbur GSE. Einnig er hægt að skrá sig í golfskálanum hjá Siggu.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og þið megið alveg bjóða vinkonum með ykkur.
Fréttir af starfinu síðustu viku:
S.l. miðvikudag var hreinsunardagur á vellinum. Um 60 félagar, tíndu rusl, löguðu glompurnar, máluðu og fleira. Virkilega gaman að sjá hversu margir voru tilbúnir að hjálpa til.
S.l. föstudag var haldið innanfélagsmót. 9 holu punktakeppni með fullri forgjöf.
Úrslit:
Eftir golfið þá máluðu þátttakendur mynd sem var hengd upp í skálanum.
Önnur mál:
Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
Pokamerki þeirra sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds koma á föstudaginn. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.
Nýir félagar velkomnir.
Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).