Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Laugardagur:
Innanfélagsmót – bangsamótið.
Um innanfélagsmót er að ræða. Karlar á móti konum. Punktakeppni með fullri forgjöf. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 11:00. Skráning á www.golf.is og í golfskálanum í síma 773 7993. Raðað verður í holl á mótsdegi. Ekki verður farið eftir skráningu á golf.is nema óskað sé sérstaklega eftir því sbr. hér síðar. Reynt verður að hafa tvær konur og tvo karla í hverju holli. Ef fólk vill spila með einhverjum ákveðnum þá skulu viðkomandi láta vita á Allir í GSE eða með því að hringja í Siggu í skálanum.
18 holu punktakeppni með fullri forgjöf.
Ef fleiri en 56 skrá sig í mótið þá verður leikinn einn hringur á stóra vellinum og einn hringur á litla vellinum.
Bestu punktaskorin telja hjá hvoru kyni.
Allir ættu að hafa tekið eftir bláklæddum bangsa í skálanum. Hann er bláklæddur af því að karlarnir unnu í fyrra og árið áður. Ef karlarnir vinna þá verður bangsinn í bláum fötum næsta árið en ef konurnar vinna þá verður hann í rauðum fötum. Ekki er um önnur verðlaun að ræða í þessu móti. Fjölmennum í þetta skemmtilega mót.
Þátttökugjald er 2.000 kr. og er mexíkósk súpa að leik loknum innifalin í þátttökugjaldinu.
Æfingar hjá krakkahópnum:
Minnum á æfinguna á morgun klukkan 17:00.
Smá hvatning að lokum:
Við hvetjum félaga til þess að mæta á völlinn. Völlurinn er í frábæru ástandi og nóg eftir af sumrinu 😊