Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   8.6. -  15.6
Mánudagur:
Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30.  
Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.   
 
Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 16:30 til 18:30. 
Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.   
 
Miðvikudagur: VÖLLURINN LOKAÐUR Í 3 TÍMA UM MORGUNINN.
 
Völlurinn er lokaður um morguninn frá 10:00 til 13:00 vegna golfmóts á vegum Golfsambands Íslands og KPMG. Þeir sem spila fyrir klukkan 10:00 á miðvikudaginn þurfa að ljúka leik fyrir klukkan 10:00 þar sem það verður ræst út af öllum teigum samtímis. 
 
Upplýsingar um mótið:
 
KPMG stendur fyrir skemmtilegum viðburði miðvikudaginn 10. júní á Setbergsvelli sem er með það að markmiði að hvetja stelpur í golfi og styðja við okkar fremstu atvinnukylfinga. Alls munu 9 afreks- og atvinnukylfingar leiðbeina ungum stelpum á æfingasvæðinu og í framhaldinu spila 9 holu mót þar sem hvert holl er skipað einum afreks- eða atvinnukylfingi og þremur stelpum.
 
Því býður KPMG völdum golfklúbbum að tilnefna stelpur yngri en 16 ára til að taka þátt í viðburðinum frá kl. 9:00 - 14:00. 
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir ungar stelpur að fá tækifæri á að leika golf með okkar allra bestu leikmönnum og sjá fyrirmyndirnar sínar. 
 
Klúbburinn fékk að tilnefna tvær stelpur. Þær stelpur sem hafa verið að æfa hjá klúbbnum s.l. ár léku úrtökumót á litla vellinum s.l. laugardag. María og Eydís unnu sér rétt til þess að taka þátt í mótinu. 
 
Föstudagur:
 
Á föstudaginn verður rástímaskráning á golfbox.  Félagar geta skráð sig með þriggja daga fyrirvara. Aðrir geta skráð sig með eins dags fyrirvara. 
 
Fréttir:
 
Könnun:
 
Í vor hefur verið talsverð umræða um rástímaskráningu. Eins og staðan er núna þá er einungis hægt að taka frá rástíma á föstudögum sbr. það sem að framan greinir. Aðra daga þá ræður kúlustandur röð kylfinga á teig. Við viljum kanna hvort það er vilji fyrir því að fjölga þeim dögum þar sem hægt er að bóka rástíma í gegnum golfbox eða mögulega hafa rástímaskráningu tiltekinn hluta dags. Samhliða viljum við kanna hug félaga til annarra atriða í rekstri klúbbsins. Könnunin verður send á félaga. Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svör félaga til þeirra. 
 
Golfnámskeið fyrir krakka sumarið 2020:
 
Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8 – 14 ára. 
 
Golfnámskeiðið verður frá klukkan 9:00 til 11:30 þann 15., 16., 18., 19. og 22. júní. 
 
Nánari upplýsingar inn á gse.is. 
 
Forkeppni bikars – úrslit í forkeppninni:
 
S.l. miðvikudag var forkeppni bikars leikin. 16 efstu komust áfram í karla og kvennaflokki og leika útsláttarkeppni. 
 
Þrír efstu í karlaflokki voru:
Einar Pétur Eiríksson 22 punktar. 
Guðmundur Stefán Jónsson 22 punktar.
Þórður Dagsson 21 punktar. 
 
Þrjár efstu í kvennaflokki voru:
Guðný Ósk Hauksdóttir 20 punktar.
Jóhanna Margrét Sveinsdóttir 20 punktar.           
Ágústa Hera Birgisdóttir 20 punktar. 
 
Alli R í GSE:
 
Við minnum félaga á að ganga í hópinn Allir í GSE á Facebook. Á síðunni birta félagar fréttir og myndir úr starfinu.  
 
Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
 
Pokamerki þeirra sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds eru tilbúin til afhendingar í golfskálanum. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360). 
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins. 
 
Skráning í klúbbinn
 
Lokadagur til þess að skrá sig í klúbbinn er á morgun, þriðjudaginn 9. júní. Skráning fer fram í gegnum gse.is. Eftir morgundaginn verður hægt að skrá sig á biðlista fyrir næsta ár.