Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Ágætu félagar.
Við óskum ykkur gleðilegs golfsumars.
Ástand vallarins:
Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar. Það ræðst af veðrinu næstu daga hvenær opnað verður inn á sumarflatir. Enn er eitthvað frost í jörðu og ekki líkur á því grasið taki almennilega við sér fyrr en það er að fullu farið.
Við munum auglýsa opnun sumarflata um leið og tímasetning liggur fyrir. Líklegar dagsetningar eins og staðan er núna eru 6., 7. eða 8. maí.
Við biðjum þá sem eru að spila í vor að ganga varlega um völlinn og helst færa boltann af brautunum áður en slegið er.
Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Peysur og bolir með merki GSE:
Næstu daga fer fram sala á fatnaði merktum GSE. Auglýsingu fyrir fatnaðinn má sjá á heimasíðu klúbbsins www.gse.is og á Facebook-síðunni Allir í GSE (í auglýsingunni kemur fram verð ásamt myndum af peysunum/bolunum). Hægt verður að koma í golfskálann á auglýstum tímum til að máta og panta. Athugið að tilboðsverð miðast við staðgreiðslu og að pantað sé á auglýstum mátunardögum. Upplýsingar um mátunardaga má sjá á www.gse.is og Allir í GSE á Facebook.
Mótaskrá sumarsins:
24.05.2021 Opið mót (ef aðstæður leyfa)
26.05.2021 Forkeppni bikars - innanfélagsmót
26.06.2021 Jónsmessa - innanfélagsmót
07.07.2021 Meistaramót dagur 1 - innanfélagsmót
08.07.2021 Meistaramót dagur 2 - innanfélagsmót
09.07.2021 Meistaramót dagur 3 - innanfélagsmót
10.07.2021 Meistaramót dagur 4 - innanfélagsmót
02.08.2021 Opna Setbergsmótið - opið mót
13.08.2021 Fótboltamótið - innanfélagsmót
04.09.2021 Bangsamótið - innanfélagsmót
02.10.2021 Bændaglíma - innanfélagsmót
Athugið að mótaskráin getur tekið breytingum. Bætt verður við nokkrum innanfélagsmótum.
Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum:
Þeir félagar, sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds, geta nú nálgast pokamerki í golfskálanum/ræsishúsinu.
Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.
Lokað hefur verið fyrir skráningu í klúbbinn á þessu ári. Þeir sem hafa áhuga á því að ganga í klúbbinn geta skráð sig á biðlista.
Æfingar fyrir börn og unglinga:
Æfingar fyrir börn og unglinga byrja mánudaginn 3. maí n.k. Til að byrja með verður ein æfing í viku, á mánudögum klukkan 17:00. Upp úr miðjum maí verður æfingum fjölgað í tvær í viku.
Hrafn Guðlaugsson og Arna Rún Oddsdóttir sjá um æfingarnar.
Vinavellir:
Búið er að semja við eftirtalda golfklúbba um gagnkvæmt vinavallasamband:
Golfklúbbur Borgarness - félagar í GSE fá 50% afslátt af vallargjöldum.
Golfklúbbur Suðurnesja - félagar í GSE greiða 3.500 kr. í vallargjald.
Golfklúbburinn Hellu - félagar í GSE greiða 3.500 kr. í vallargjald.
Golfkennsla:
Ari Magnússon og Guðjón G. Daníelsson PGA golfkennarar ætla að sjá um golfkennslu á Setbergsvelli í sumar.
Þeir munu bjóða upp á kennslu fyrir hópa ásamt því að sinna einkakennslu.
Netfangið hjá þeim er: gauarigolf@gmail.com.
Rástímaskráning á Golfbox:
Skráning á rástíma í sumar verður í gegnum Golfbox.
Við ætlum að hafa reglurnar þannig að félagar í klúbbnum hafi forgang að rástímum.
Til að byrja með verður ekki um takmörkun að ræða á fjölda skráðra hringja í kerfinu.
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:
Ekki verður sendur tölvupóstur en félagar geta breytt stillingum á Golfbox og valið að fá tilkynningar sem eru birtar á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu (Leiðbeiningar stilling tilkynningum - Google Docs).
Stjórnin.