Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   11.5 -  17.5

Eins og s.l. ár þá ætlum við að senda vikulegt fréttabréf þar sem farið er yfir dagskrá vikunnar og helstu fréttir.

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur:
Konurnar eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á mánudögum. Búið er að taka frá rástíma fyrir konurnar í Golfbox.

Sjá nánar á Facebook-síðu kvennaklúbbsins: Kvennaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðar.

Þriðjudagur:
Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 á þriðjudögum. Búið er að taka frá rástíma fyrir karlana í Golfbox.

Sjá nánar á Facebook-síðu strákanna í klúbbnum: Karlaklúbbur GSE. Endilega skráið ykkur í þann hóp ef þið eruð ekki nú þegar skráðir.

Að öðru leyti er ekkert sérstakt á dagskrá á vellinum í þessari viku. Á laugardaginn ætla nokkrir sem aðstoðuðu við framkvæmdirnar við skálann að halda áfram að setja upp klæðninguna. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í þeirri vinnu láti vita í síma 844 3589. Klúbburinn býður upp á veitingar yfir daginn. Stefnt að því að taka 9 holur að vinnu lokinni.

Fréttir af starfinu síðustu viku:
Á laugardaginn var hreinsunardagur og opnað inn á sumarflatir.

Um 60 félagar mættu, smíðuðu, tíndu rusl, jöfnuðu sand í glompum, löguðu göngustíga, máluðu og margt fleira.

Við viljum þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyrir þeirra framlag. Myndir frá deginum má sjá á Allir í GSE á facebook.

Boltaför á flötum:
Við hvetjum félaga og aðra sem spila völlinn að hafa með sér flatargaffal og laga boltaför á flötum. Því miður þá var mikið um boltaför á flötunum eftir helgina.

Alli R í GSE:
Við minnum félaga á að ganga í hópinn Alli R í GSE á Facebook. Á síðunni birta félagar fréttir og myndir úr starfinu.

Golfbox:
Skráning á rástíma:
Ef félagar eiga í vandræðum með Golfbox þá skulu þeir senda tölvupóst á gse@gse.is.

Eins og staðan er núna þá þarf að skrá sig á rástíma ef félagar ætla að spila. Félagar geta skráð sig 3 daga fram í tímann. Við munum hætta með rástímaskráninguna í seinasta lagi þann 31. maí n.k.

Leiðbeiningar:
Hér í þessum tengli má breyta ýmsum stillingum eins og t.d tilkynningar um fréttabréf á tölvupóstfangið sitt ofl.

Önnur mál:

Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
Pokamerki þeirra sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds eru tilbúin til afhendingar í golfskálanum. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).

Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.

Nýir félagar velkomnir.
Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að sækja um á heimasíðu klúbbsins. Vakni upp spurningar um umsókn má senda póst á felagaskra@gse.is eða hringja í Davíð Kristján Hreiðarson í síma 5653360.