Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   12.8 -  18.8

Mánudagur.

Innanfélagsmót - kvennamót.
Konurnar eru með innanfélagsmót í dag. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 17:00. Þeir sem spila fyrir klukkan 17:00 þurfa að ljúka leik fyrir þann tíma. Völlurinn opnar aftur um klukkan 19:30.

Þriðjudagur.

Karlarnir eiga frátekna rástíma frá 17:00 til 18:30.

Miðvikudagur.

Fráteknir rástímar fyrir hóp frá klukkan 16:30 til 17:30.

Laugardagur.

Áskorendamót unglinga á vegum Golfsambands Íslands. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 9:00. Upplýsingar um það hvenær völlurinn opnar fyrir félagsmenn verða settar inn á Alli R í GSE á föstudaginn.

Fótboltamótið - úrslit:

1. Sæti: Hákon Pétursson og Hörður Pétursson 49
2. sæti: Eiríkur Sigurðsson og Karl Johan Brune 51
3. sæti: Þorsteinn Erik Geirsson og Högni Friðþjófsson 53

Hörður og Hákon léku fyrir Tottenham Hotspur.

Seinni níu - tannhjólareglan:

Í samræmi við ákvörðun aðalfundar þá gildir ekki lengur „tannhjólareglan“ fyrir þá sem ætla út á seinni níu á virkum dögum. Þeir sem ætla að fara út á seinni níu þurfa að fara í röðina ef það er einhver að bíða eftir því að komast út á fyrri níu.

Rökin fyrir framangreindri breytingu eru þau að þá komast fleiri félagar 9 holur fyrir myrkur þá daga sem mikil aðsókn er á völlinn ásamt því að þegar félagar mæta á völlinn þá liggur betur fyrir hversu löng bið er eftir því að komast út.

Aðsóknin eykst yfirleitt eftir klukkan 16:00 á virkum dögum og því ættu þeir sem ætla sér að leika 18 holur að stefna að því að klára fyrri níu fyrir þann tíma.

Íslandsmót golfklúbba.

Um næstu helgi taka sveitir klúbbsins í karla- og kvennaflokki þátt í Íslandsmóti golfklúbba - eldri kylfinga.
Konurnar keppa í Öndverðarnesi í 2. deild.
Liðið skipa: Lovísa Hermannsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Herdís Hermannsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Elín Reynisdóttir og Heiðrún Gestsdóttir liðsstjóri.

Karlarnir keppa á Flúðum í 2. deild.
Liðið skipa: Héðinn Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Gunnar Ármannsson, Haukur Guðmundsson, Sigurður Óli Guðnason, Andrés Þórarinsson, Sigurður Ben Guðmundsson, Árni Freysteinsson og Árni Björn Erlingsson sem jafnframt er liðsstjóri. Guðmundur S Jónsson er fyrsti varamaður.

Mót framundan:

Mánudaginn 12. ágúst: Innanfélagsmót - kvennamót.
Laugardaginn 17. ágúst: GSÍ mót. Áskorendamót unglinga.
Laugardaginn 14. september: Bangsamótið - innanfélagsmót (karlar á móti konum).
Laugardaginn 5. október: Bændaglíman - innanfélagsmót.