Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   17.6 -  23.6

 

Þriðjudagur:

Karlarnir eiga frátekna rástíma frá klukkan 17:00 til 18:30 í dag.

Miðvikudagur:

Fráteknir rástímar frá 13:00 til 13:30 (fyrri níu) og frá (cirka) 15:20 til 15:50 (seinni níu) vegna hóps sem ætlar að leika 18 holur.

Fimmtudagur:

Fráteknir rástímar frá 14:00 til 14:30 vegna hóps sem ætlar að leika 9 holur.
Föstudagur:

Fráteknir rástímar frá 17:00 til 18:30 vegna hóps sem ætlar að leika 9 holur.

Laugardagur:
Jónsmessa.

Mæting klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.

Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble.

Dregið saman í lið. Allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem ekki eiga boltann slá frá þeim stað o.s.frv. Einn hringur á aðal vellinum og einn á par-3 vellinum.

Þátttökugjald: 1.500 kr.

Skráning á www.golf.is.

Mótsstjórar: Árni Finnsson og Hrafn Guðlaugsson.

Vökvun:

Flatir verða áfram vökvaðar á tveggja til þriggja daga fresti á meðan að svona þurrt er í veðri.

Sett verður inn tilkynning á Alli R í GSE ef fyrirhugað er að vökva um kvöldið og/eða morguninn eftir.

Reynt verður að vökva eitthvað af teigum yfir daginn í vikunni. Ef verið er að vökva teig þá biðjum við þá sem eru að spila að:
• skrúfa fyrir vatnið á meðan slegið er; eða
• færa sig á stað sem vökvunin nær ekki til.
Fréttir af starfinu í síðustu viku:

Ekkert mót var í síðustu viku.
Salernisaðstaðan:

Salernisaðstaðan við sjötta teig hefur verið tekin í notkun. Við biðjum félaga um að ganga vel um aðstöðuna og þrífa eftir sig ef við á. Í skápnum má finna hanska, klúta og annað nauðsynlegt. Það má alls ekki henda handþurrkum og klútum sem notaðir eru til þess að þrífa í klósettið. Handþurrkum og klútum skal henda í ruslatunnuna.
Meistaramót GSE 2019.

Meistaramótið verður haldið 3. - 6. júlí.

SUMIR FLOKKAR LEIKA í 4 DAGA (miðvikudagur til laugardags) EN AÐRIR í 3 DAGA (miðvikudagur til föstudags eða fimmtudagur til laugardags).

Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.

Hámarksfjöldi í mótið er 108. Gildir því sú regla að þeir sem skrá sig fyrstir komast að. Ef það fyllist í mótið verður hægt að skrá sig á biðlista.
Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Meistaraflokkur karla 0 - 6,5 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
1. flokkur karla 6,6 - 11,4 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
2. flokkur karla 11,5 – 15,0 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
3. flokkur karla 15,1 - 20,5 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
4. flokkur karla 20,6 - 28,4 Punktakeppni með forgjöf í 4 daga (miðvikudagur - laugardags)
5. flokkur karla 28,5 og hærri Punktakeppni með forgjöf í 3 daga (miðvikudagur til föstudags). Leikið er af rauðum teigum.
Öldungaflokkur karla: 55 ára og eldri. Punktakeppni með forgjöf og geta keppendur valið hvort þeir leika af rauðum eða gulum teigum. 3 dagar, (fimmtudagur til laugardags).
Kvennaflokkur 1 Höggleikur í 4 daga (miðvikudagur - laugardags).
Kvennaflokkur 2 Punktakeppni í 4 daga (miðvikudagur - laugardags).
Kvennaflokkur 3 Punktakeppni í 3 daga (miðvikudagur - föstudags).

Athugið að þeir karlar sem eru 55 ára og eldri geta valið hvort þeir taki þátt í öldungaflokki eða sínum flokki skv. forgjöf.
Þátttökugjald:
Kr. 5.000 fyrir þá flokka sem spila 4 daga.
Kr. 4.000 fyrir þá flokka sem spila 3 daga.
Skráning Skráning á www.golf.is. Skráning hefst 19. júní klukkan 8:00. Skráningu lýkur mánudaginn 1. júlí klukkan 18:00.

Áætlað er að ræsa út á eftirtöldum tímum:
Miðvikudagur: frá 10:30 til 12:40 og frá 15:50 til 18:00.
Fimmtudagur: frá 10:30 til 12:40 og frá 15:50 til 18:00.
Föstudagur: frá 9:00 til 11:10 og frá 13:50 til 16:00.
Laugardagur: frá 8:00 til 10:00 og frá 13:00 til 15:00.

Ræst verður út eftir flokkum alla dagana. Ekki er endanlega ljóst hvernig ræst verður út en áætlunin er að ræsa út með eftirfarandi hætti:

Miðvikudagur: Kvennaflokkur 1, 2 og 3, 5. flokkur, 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur.
Fimmtudagur: 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, 1. flokkur, 5. flokkur, kvennaflokkur 1, 2 og 3, öldungaflokkur og meistaraflokkur.
Föstudagur: Öldungaflokkur, meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, 3. flokkur, 4. flokkur, kvennaflokkur 1, 2 og 3 og 5. flokkur.
Laugardagur: 4. flokkur, 3. flokkur, 2. flokkur, öldungaflokkur, 1. flokkur, kvennaflokkur 1 og 2 og meistaraflokkur.

Stjórnin áskilur sér rétt til þess að breyta flokkaskiptingunni í karlaflokki og framangreindri áætlun á röð flokka við útræsingu áður en mótið hefst.

Rástímar verða birtir klukkan 22:00, mánudaginn 1. júlí.