Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Fréttabréf vikunnar
  Fréttabréf Golfklúbbsins Serbergs
   Vikan:   26.8 -  1.9.

Föstudagur:
Fráteknir rástímar frá klukkan 14:30 til 15:00 og frá klukkan 16:00 til 16:30 (vegna hópa sem ætla að leika 9 holur).

Laugardagur:
Fráteknir rástímar frá klukkan 9:00 til 9:40 og frá klukkan 11:30 til 12:10 (seinni níu) fyrir hóp sem fer 18 holur.

Seinni níu - tannhjólareglan:

Tannhjólareglan gildir ekki lengur. Á þetta líka við um helgar. Þeir sem ætla að fara út á seinni níu þurfa að fara í röðina ef það er einhver að bíða eftir því að komast út að spila á vellinum.

Mót framundan:
Laugardaginn 14. september: Bangsamótið - innanfélagsmót (karlar á móti konum).
Laugardaginn 5. október: Bændaglíman - innanfélagsmót.