Staðarreglur
  1. Vallarmörk eru hvítir hælar meðfram 1., 2., 3. og 9. braut. ( regla 27-1)

 

  1. Eftirfarandi er hluti vallar:
   1. Öll mannvirki, önnur en ofaníbornir vegir og stígar.
   2. Gamlar heyvinnuvélar.
  2. Eftirfarandi eru óhreyfanlegar hindranir (regla 24-2)
   1. Fjarlægðarhælar.
   2. Hælar sem afmarka vatnstorfærur og grund í aðgerð (gulir, rauðir og bláir).
   3. Auglýsingaskilti, ruslafötur og bekkir.

 

  1. Taki leikmaður víti úr hliðarvatnstorfæru aftan við 3. flöt má hann, til viðbótar þeim kostum sem regla 26-1 býður, láta boltann falla á þar til gerðan fallreit, gegn einu vítishöggi. Velja skal þann reit sem er nær staðnum þar sem boltinn fór síðast inn í torfæruna.

 

  1. Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir (regla 24-1).

 

 1. Við leik á vellinum má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægð með því að nota tæki sem mælir  fjarlægð eingöngu. Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, og leikmaður notar tæki sem er hannað til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem gætu haft áhrif á leik hans (s.s. halla, vindhraða, hitastig, o.s.frv.) er leikmaðurinn brotlegur við reglu 14-3 en víti fyrir það er frávísun, án tillits til hvort slík viðbótar­hlutverk tækisins voru hagnýtt í raun.

 

Tímabundnar reglur:
 
 1. Bolta sem liggur á snöggslegnu svæði á leið má vítalaust lyfta og hreinsa. Leikmaðurinn verður að merkja legu boltans áður en hann lyftir honum. Þegar hann hefur lyft boltanum verður hann að leggja hann á stað innan kylfulengdar frá upphaflegri legu, en ekki nær holu og ekki í torfæru eða inná flöt . Leikmaðurinn má leggja bolta sinn aðeins einu sinni, og hann verður í leik þegar hann hefur verið lagður (regla 20-4) . Tolli boltinn ekki á staðnum þar sem hann er lagður heyrir það undir reglu 20-3d. Tolli boltinn á staðnum þar sem hann var lagður og hreyfist eftir það, er það vítalaust og boltanum verður að leika þar sem hann liggur, nema ákvæði einhverrar annarrar reglu eigi við. Merki leikmaður ekki legu boltans áður en hann lyftir honum eða hann hreyfir hann á einhvern annan hátt, s.s. að velta honum með kylfu, hlýtur hann eitt vítishögg.

Að öðru leyti skal leika samkvæmt golfreglum “Rules of Golf as approved by R & A Rules Limited and The United States Golf Association”

Víti fyrir brot á staðarreglum: Holukeppni – holutap, höggleikur – 2 högg