Síðastliðið sumar þurfti á tilteknum tímabilum að notast við rástímaskráningu á Golfbox vegna reglna um golfiðkun á tímum Covid-19. Reynslan af því að notast við rástímaskráninguna var góð og margir kostir við það fyrirkomulag. Hins vegar eru ekki allir félagar á eitt sáttir og vilja þeir halda í þá sérstöðu sem kúlustandurinn felur í sér.
Í samræmi við niðurstöðu aðalfundar sem haldinn var 8. desember sl. verður nú kosið um það hvort notast verði við rástímaskráningu á Golfbox eða kúlustandinn næsta sumar, að því gefnu að reglur um samkomutakmarkanir leiði ekki til annarrar niðurstöðu.
Kosningin fer fram með þeim hætti að félagar geta annað hvort:
eða
Skipað hefur verið í kjörnefnd vegna kosningarinnar. Tvö úr kjörnefndinni hafa verið talsmenn þess að taka upp rástímaskráningu á Golfbox og tveir hafa verið talsmenn þess að notast verði við kúlustandinn.
Ef félagar vilja kjósa með því að senda tölvupóst á kosning@gse.is skal tölvupósturinn innihalda eftirfarandi upplýsingar:
Annað hvort svarið:
[Ég vil rástímaskráningu á Golfbox]
eða
[Ég vil að notast verði við kúlustandinn].
Nafn og kennitölu viðkomandi.
Atkvæði sem sent er með tölvupósti er ógilt ef það inniheldur ekki framangreindar upplýsingar.
Um nýtt netfang er að ræða sem var stofnað sérstaklega vegna kosningarinnar. Tölvupóstar sem berast verða ekki opnaðir fyrr en að kosningu lokinni klukkan 15:00 nk. laugardag. Félagar geta einungis kosið einu sinni. Merkt verður við þá sem koma í golfskálann og greiða þar atkvæði svo og þá sem greiða atkvæði með tölvupósti, þegar atkvæði sem þannig berst hefur verið talið.
Kjörnefndin verður látin undirrita trúnaðaryfirlýsingu vegna atkvæðagreiðslunnar.
Niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt og birt um leið og talningu lýkur.
Félagar geta komið sinni skoðun á framfæri á Allir í GSE á facebook.
Stjórnin
Aðalfundur GSE var haldinn þann 8. desember s.l. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá skýrslu stjórnar fyrir 2020. Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2021 sem eru svohljóðandi:
Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.
Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:
1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.
2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl. Enginn aukakostnaður bætist við ef greiðsluseðlar birtast í heimabanka.
3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 20. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.
Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360. Það er talsvert um umsóknir í klúbbinn og því mikilvægt að vita sem fyrst hvort félagar ætla að hætta í klúbbnum.
Að lokum óskum við félagsmönnum gleðilegs árs.
Stjórnin.
Ágætu félagar.
Nú hefur heilbrigðisráðuneytið birt nýja auglýsingu vegna íþróttastarfs.
Á vef ráðuneytisins segir: „Öllum er heimilt að stunda æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar að því gættu að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun og að hámarki 10 manns saman“.
Við munum því opna völlinn á morgun. Við minnum á að það þarf að skrá rástíma í golfbox.
Völlurinn er einungis opinn félagsmönnum og leikið á vetrarflatir skv. vetrarreglum.
Við biðjum alla að ganga vel um völlinn og færa bolta af brautum áður en högg er slegið.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2020 verður haldinn þriðjudaginn 8. desember n.k.
Vegna þeirra reglna sem eru í gildi um samkomutakmarkanir þá mun fundurinn fara fram með rafrænum hætti í gegnum fjarfundabúnað.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Lagabreytingar.
5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
6. Stjórnarkosning.
6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
6.2. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur málefni ef einhver eru.
Eftirfarandi breyting á lögum klúbbsins verður lögð fyrir fundinn:
10. grein er svohljóðandi í dag:
10. grein
Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Sex eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn.
Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félags og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.
Lagt er til að 10. grein verði svohljóðandi (breytingar eru feitletraðar):
10. grein
Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Sex eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Framboð til stjórnar skulu berast á netfang klúbbsins, gse@gse.is, eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Heimilt er að kjósa stjórn með rafrænum hætti.
Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félagsins og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.
Eftirfarandi stjórnarmenn eiga að ganga úr stjórn en þau bjóða sig öll fram til endurkjörs:
Sigrún Eir Héðinsdóttir.
Elín Reynisdóttir.
Karl Ísleifsson.
Formaður klúbbsins, Högni Friðþjófsson, býður sig einnig fram til endurkjörs.
Ef aðrir félagsmenn ætla að bjóða sig fram þá hvetjum við viðkomandi að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins, gse@gse.is. Ef það verður kosning um stjórnarmenn eða formann á aðalfundinum þá verður gert hlé á fundinum og þeir sem eru skráðir á fundinn geta komið í golfskálann frá klukkan 12:00 til 18:00, miðvikudaginn 9. desember og greitt atkvæði. Ef þetta verður niðurstaðan þá mun fundurinn hefjast að nýju með rafrænum hætti klukkan 20:00 þann 9. desember.
Þeir félagsmenn í Golfklúbbnum Setbergi sem ætla að sitja aðalfundinn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfang klúbbsins, gse@gse.is, og tilkynna þátttöku fyrir lok dags þann 6. desember n.k. Senda þarf nafn, kennitölu og netfang. Sent verður fundarboð, með tengli á fundinn, á þá félaga sem tilkynna þátttöku.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Vellinum hefur nú verið lokað, a.m.k. til 17. nóvember n.k.
Völlurinn er einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Golfskálinn er lokaður. Starfsmenn og sjálfboðaliðar munu hafa eftirlit með vellinum. Vinsamlegast sýnið eftirlitsaðilum pokamerki eða gefið upp félagsnúmer ef eftir því er leitað. Við biðjum félaga um að mæta stuttu fyrir skráðan rástíma og staldra ekki lengi við eftir að leik er lokið. Félagar er hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum í hvívetna, virða tveggja metra fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir á vellinum.
Við biðjum félaga um að:
Búið er að færa fyrstu rástímana á daginn til klukkan 11:00 á morgnana. Þetta er gert til þess að vernda flatirnar vegna kulda á nóttunni. Ef það frýs um nóttina einhvern næstu daga þá kann vellinum að verða lokað lengur viðkomandi dag. Við munum reyna að senda tilkynningu á golfbox til þeirra sem eiga skráðan rástíma um slíka lokun. Við munum ennfremur setja inn tilkynningu á Allir í GSE. Ef það hefur frosið um nóttina þá hvetjum við þá sem eiga skráðan rástíma að kanna hvort einhver slík tilkynning hafi verið send áður en haldið er á völlinn. Í ljósi aðstæðna verður leikið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem teknar voru upp og kynntar voru kylfingum þann 4. maí síðastliðinn. Í þeim leiðbeiningum fólst m.a. að hrífur voru teknar úr glompum, óheimilt er að fjarlægja flaggstangir úr holum og svampar verða í holubotnum svo unnt sé að fjarlægja boltann án þess að snerta holuna. Leiðbeiningarnar frá 4. maí má sjá á www.golf.is
Ágætu félagar.
Golfklúbburinn Setberg hefur tekið þá ákvörðun að fara eftir tilmælum um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Á fundi samráðshóps golfklúbba í morgun var tekin sú ákvörðun eftir samtal við sóttvarnarlækni og yfirvöld að virða þá ósk sem fram hefur komið nýlega um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar aukningar á smitum.
Þeir kylfingar sem eiga bókaðan rástíma fá skilboð um að þeirra rástímar falli niður.
Einnig viljum við biðla til okkar félagsmanna að bóka sig ekki á rástíma á öðrum golfvöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en Golfsambandið mun óska eftir því við þá klúbba að heimila ekki bókanir kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu þar sem það eru skýr skilaboð frá Almannavörnum að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið.
Starfsmenn á vellinum fara í það núna strax eftir hádegi að taka inn teigmerki og stangir.
Þessi lokun gildir til og með 19. október. Við vonum svo sannarlega að við getum opnað völlinn aftur þann 20. október. Við látum vita um leið og við höfum fengið ný eða uppfærð tilmæli.
Fréttabréf vikunnar komið í hús og ber þar helst að búið er að aflýsa Bændaglímunni. Einnig eru upplýsingar um völlinn fyrir komandi vikur.
Fréttabréfið má lesa hér:
Vinsamlegast kynnið ykkur Staðarreglur á Setbergsvelli 2020 og einnig Viðbótar staðarreglur vegna Covid-19 með því að klikka HÉR
Ágætu félagar
Nú hafa tekið gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí og að þær reglur verði í gildi þangað til annað verður tekið fram (sjá nánar á www.golf.is).
Þær breytingar sem hafa tekið gildi á vellinum eru:
Eins og heyra má í fréttum er COVID-19, illu heilli, ekki búið að yfirgefa okkur.
Við verðum því öll að halda áfram að passa okkur. Klúbburinn fer því fram á að fólk gæti að hreinlæti, handþvott og spritt fyrir og eftir leik.
Kylfingar heilsist og fagni með ábyrgum hætti. Höldum ráðlagðri fjarlægð eins og kostur er.
Að sinni munum við ekki fjarlæga hrífur eða banna að flaggstöng sé tekin úr. Við hvetjum hinsvegar kylfinga til að nota hanska eða handklæði og jafnvel vera með sprittbrúsa í settinu.
Vinnum öll saman og komum í veg fyrir að hópsmit komi upp hjá okkur!
Bestu kveðjur;
Stjórn og starfsfólk Setbergs.
Fréttabréf vikunnar komið á sinn stað. Þar ber helst á góma umgengnismál, Jónsmessumót og Meistaramót. Fréttabréfið er hér.
Í dag eru 25 ár síðan að Setbergsvöllur var opnaður og Golfklúbburinn Setberg hóf starfsemi en klúbburinn var stofnaður í nóvember 1994.
Á fyrri myndinni er Eiríkur Smith á 9. flötinni eftir fyrsta hringinn á vellinum þann 23. júní 1995. Eiríkur, sem lést árið 2016, hannaði merki klúbbsins og var félagi númer eitt.
Á seinni myndinni er upphafsmaðurinn að þessu öllu, Friðþjófur Einarsson. Endilega kastið á hann kveðju í tilefni dagsins (í tveggja metra fjarlægð að sjálfsögðu).
Nýtt fréttabréf er komið inn.
Þar ber hæst KPMG stúlknamót, golfnámskeið fyrir krakka og ýmislegt annað fróðlegt.
Fréttabréf vikunnar er komið út.
Þar ber helst forkeppni bikars og almennar upplýsingar fyrir félagsmenn.
Kíktu á fréttabréf vikunnar
Ágætu félagar.
Hreinsunardagur og opnun sumarflata.
Á morgun laugardag verður hreinsunardagur frá klukkan 11:00 til 14:00.
Við ætlum m.a. að:
Boðið verður upp á pylsur og gos að vinnu lokinni.
Þeim sem taka þátt í vinnunni gefst kostur á að leika völlinn inn á sumarflatir að vinnu lokinni.
Völlurinn opnar formlega á sunnudaginn. Minnum á skráningu á rástíma á golfbox.
Skráning í vinnuna fer fram í þessu skjali
Þetta er í fyrsta skiptið sem við höfum skráningu en það er mikilvægt að við vitum nokkurn veginn hversu margir ætli að mæta. Þeir sem eiga malarhrífu og/eða skóflu mega endilega taka verkfæri(ð) með sér. Félagar eru hvattir að fylgja reglum sóttvarnarlæknis í hvívetna.
Smiðir og aðrir þeir sem geta og vilja aðstoða við uppbyggingu á þeirri aðstöðu sem við erum að reisa í kringum skálann mega hafa samband sérstaklega í síma 844 3589 (Högni). Þessi hópur ætlar að byrja fyrr um morguninn.
Ástand vallarins.
Flatir og teigar eru í mjög góðu ástandi miðað við árstíma. Nokkrar brautir eru enn nokkuð hólóttar og því er ekki enn búið að slá brautir.
Teigar og uppsetning vallarins.
Við byrjum sumarið með völlinn óbreyttan frá fyrri árum. Eftir nokkrar vikur verða nokkrir nýir teigar teknir í notkun og völlurinn setur upp í þremur mismunandi lengdum. Þetta verður nánar kynnt síðar.
Pokamerki.
Pokamerkin er komin og verða afhent frá og með morgundeginum.
Stjórnin
Fyrsta fréttabréf sumarsins komið á vefinn.
Kæru félagar
Rástímaskráning fyrir klúbbinn er nú virk í Golfbox.
Ræst er út á 15 mínútna fresti. Félagar geta skráð sig 2 daga fram í tímann
Við mælum með að sækja Golfbox Appið fyrir síma https://golf.is/golfapp/. Skráning á rástíma er einfaldari í Golfbox Appinu en á vefsíðu Golfbox.
Við minnum á að ennþá er verið að spila svokallað vetrargolf. Völlurinn er því eingöngu opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Við biðjum félaga um að færa boltann af brautum áður en slegið er og ganga varlega um völlinn. Völlurinn er mjög viðkvæmur á þessum tíma árs.
Holubotnarnir standa upp úr jörðinni sbr. reglur um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns.
Í kringum holubotnana er hringur „spreyjaður“. Flestir hafa spilað leikinn þannig að ef boltinn stöðvast innan hringsins þá er næsta högg gefið. Ef boltinn fer í holubotninn og stöðvast innan hringsins þá telst hann hafa farið í „holu“.
Það væri gaman að heyra af öðrum tillögum inn á Facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/groups/AllirGSE
Kv Stjórnin
Með hækkandi sól og hlýnandi veðri er eðlilegt að félagar leiði hugann að því að fara í golf á vellinum okkar.
Nú eru aftur á móti, eins og öllum er ljóst, uppi afar óvenjulegar aðstæður.
Fyrir liggja ráðleggingar frá Landlæknisembættinu um að golfvellir verði lokaðir þar til annað hefur verið ákveðið.
Það er mikilvægt að golfhreyfingin leggist á árarnar með öðrum íþróttahreyfingum, æskulýðsstarfi og yfirvöldum við að takmarka útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Golfsambandið hvetur því kylfinga til þess að sýna samfélagslega ábyrgð og virða þessar tímabundnu reglur sem settar eru með hag okkar allra að leiðarljósi.
Stjórn klúbbsins hefur tekið þá ákvörðun að hafa völlinn lokaðan til 4. maí n.k. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og tilefni er til. Við munum því taka niður flögg, teigmerki og annað sem tengist golfleik á vellinum.
Við óskum öllum félögum velfarnaðar og góðrar heilsu á næstu vikum.
Aðalfundur GSE var haldinn þann 3. desember s.l. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá skýrslu stjórnar fyrir 2019.
Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2020 sem eru svohljóðandi:
• 18 ára og yngri: kr. 24.000.
• 19 - 25 ára: kr. 48.000.
• Aðrir: kr. 72.000.
Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.
Árgjöldin eru óbreytt frá því í fyrra.
Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:
1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.
2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl. Enginn aukakostnaður bætist við ef greiðsluseðlar birtast í heimabanka. Ef félagar óska eftir því að fá heimsenda greiðsluseðla þá skulu þeir láta vita sérstaklega. Innheimtukostnaður bætist við hvern heimsendan greiðsluseðil.
3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 20. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.
Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360.
Að lokum óskum við félagsmönnum gleðilegs árs.
Stjórnin.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs verður haldinn þriðjudaginn 3. desember n.k.
Fundurinn verður í golfskálanum.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
5. Stjórnarkosning.
5.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
5.2. Kosning formanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna.
7. Önnur málefni ef einhver eru.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs
Mótið er keppni á milli karla í Golfklúbbnum Setbergi og Golfklúbbi Suðurnesja.
Mótið er eingöngu fyrir félaga í GSE og GS.
Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf (hæst eru gefnir 28 punktar í forgjöf) og tíu bestu skor hvors klúbbs telja. Að auki verða veitt ýmis aukaverðlaun.
Skráning á www.golf.is. Mótsstjórn raðar niður í holl. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 13:00.
Verð kr. 3000 í mótið og innifalið er matur og lítill bjór eða gos,
Þar sem ræst verður út af öllum teigum klukkan 13:00 þá þurfa þeir sem spila fyrir klukkan 13:00 að hafa lokið leik fyrir þann tíma.
Ágætu félagar.
Við óskum ykkur gleðilegs golfsumars.
Ástand vallarins:
Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og ætti að vera í virkilega góðu ástandi í sumar.
Hreinsunardagur og opnun sumarflata.
Stefnt er að opnun sumarflata miðvikudaginn 1. maí. Skv. venju verður tiltekt á vellinum áður en opnað verður inn á flatirnar. Endanleg tímasetning og fyrirkomulag verður auglýst í byrjun næstu viku.
Vikulegt fréttabréf.
Eins og s.l. sumar þá verður sent vikulegt fréttabréf á mánudögum þar sem m.a. verður farið yfir dagskrá vikunnar framundan.
Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum.
Þeir félagar, sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds, geta nálgast pokamerki í golfskálanum frá og með miðvikudeginum 1. maí.
Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.
Nýir félagar velkomnir.
Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Stjórnin.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs verður haldinn þriðjudaginn 4. desember n.k.
Fundurinn verður að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
5. Stjórnarkosning.
5.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
5.2. Kosning formanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna.
7. Önnur málefni ef einhver eru.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Nú styttist í MUNCK Open. Veðurspáin er góð og frábærir vinningar!
Skráning í fullum gangi á www.golf.is
Ágætu félagar.
Ákveðið hefur verið að fresta opnun sumarflata til laugardags.
Hreinsunardagurinn verður því á laugardaginn. Við byrjum klukkan 12 og vinnum til klukkan 14. Eftir vinnuna verður opnað inn á sumarflatir og verður ræst út af öllum teigum samtímis. Þeir sem taka þátt í vinnunni ganga fyrir.
Helstu verkefni:
Týna rusl.
Laga göngustíga.
Jafna sand í glompum.
Boðið verður upp á pylsur og gos að vinnu lokinni.
Stjórnin
Ágætu félagar.
Við óskum félögum gleðilegs sumars.
Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar.
Hreinsunardagur og opnun sumarflata.
Stefnt er að opnun sumarflata laugardaginn 5. maí. Skv. venju verður tiltekt á vellinum áður en opnað verður inn á flatirnar. Endanleg tímasetning og fyrirkomulag verður auglýst í næstu viku.