Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

  Aðalfundur 2023

  Næstu mót
03
ágúst
Innanfélagsmót. Texas Scramble
05
ágúst
Opna Setbergsmótið
16
ágúst
Innanfélagsmót – fótboltamótið
31
ágúst
Bangsamótið
05
október
Bændaglíma

  Skráning í klúbbinn
Skráning í mót
Leiðbeiningar
Meistaramót 2024 - Rástímar
  03.07.2024

Metþátttaka er í meistaramótinu en 173 félagar eru skráðir til leiks.

Rástímar fyrir sunnudag og miðvikudag hafa verið birtir í Golfbox. Á meðfylgjandi skjali má sjá hvernig ræst verður út aðra daga. Reynt var að gæta jafnræðis við val á rástímum innan dagsins.

Skoða rástíma

Meistaramót GSE 2024
  24.06.2024

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 7. - 13. júlí

Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.

Skráningu lýkur sunnudaginn 30. júní klukkan 23:59.

Öldungaflokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla og kvenna, leika í þrjá daga frá sunnudeginum 7. júlí til þriðjudagsins 9. júlí.

Aðrir flokkar leika í fjóra daga frá miðvikudeginum 10. júlí til laugardagsins 13. júlí.

Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.

Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Karlar:
Meistaraflokkur karla: +[x]–6,5 – höggleikur (teigar: 56).
1. flokkur karla: 6,6 - 10,4 – höggleikur (teigar: 56).
2. flokkur karla: 10,5 – 15,3 – höggleikur (teigar: 56).
3. flokkur karla: 15,4 - 20,5 – höggleikur (teigar: 56).
4. flokkur karla: 20,6 - 29,5 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
5. flokkur karla: 29,6 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 60 – 70 ára - punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 70 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).

Konur:
Meistaraflokkur kvenna: +[x]–10,9 – höggleikur (teigar: 52).
1. flokkur kvenna: 11,0 – 18,9 – höggleikur (teigar: 46).
2. flokkur kvenna: 19,0,5 – 24,9 – höggleikur (teigar: 46).
3. flokkur kvenna: 25,0 – 28,9 – höggleikur (teigar: 46).
4. flokkur kvenna: 29,0 – 36,0 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).
5. flokkur kvenna: 36,1 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46)
Öldungaflokkur kvenna: 60 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).

Þátttökugjald:
Kr. 5.500 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.500 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.

Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu ef skráning gefur tilefni til.

Jónsmessa
  18.06.2024

Laugardaginn 22. júní n.k.
Mæting fyrir klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.
Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einn á litla vellinum.
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldinu er matur að leik loknum.
Skráning hefst 18. júní klukkan 21:00.

Leikhraði og almennt eftirlit.
  08.06.2024

Leikhraði og almennt eftirlit.

Við viljum (vonandi) öll halda góðum leikhraða á vellinum. Miðað er við að það taki að hámarki 2 klukkustundir og 10 mínútur að leika 9 holur. Á skorkorti og skiltum á vellinum má sjá hversu langur tími á að vera liðinn að hámarki frá því að leikur hófst þegar að leik á holu lýkur. Hér eru nokkur ráð sem voru birt á golf.is:

https://www.golf.is/baettu-leikhradann-god-rad-til-kylfinga/

Við ætlum að auka eftirlit með leikhraða og almennri umgengni á vellinum.
Á ákveðnum tímum verða starfsmenn á vegum klúbbsins á ferð um völlinn að fylgjast með. Við biðjum ykkur að taka vel á móti þeim.

Minni alla á að laga boltaför, jafna aftur sand í glompum og leggja torfusnepla í kylfuför.

Fyrsta brautin lokuð á föstudaginn
  04.06.2024

Á föstudaginn verður fyrsta brautin lokuð frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00.
Þeir sem eru að fara að spila í bikarkeppninni geta þó spilað brautina.
Við samþykktum að Golfarinn (sjónvarpsþáttur á Stöð 2) mætti taka upp atriði á brautinni. Þó við höfum almennt lagt áherslu á að hafna beiðnum um að fá völlinn leigðan þá er í þessu tilfelli uppi sjónarmið að styðja við íslenska dagskrárgerð tengt golfíþróttinni og kynna klúbbinn um leið.
Þeir sem eru að fara að spila á föstudaginn á framangreindum tímum þurfa því að byrja á annarri braut. Tilvalið að spila fyrstu þrjár brautirnar á litla vellinum á leiðinni.

  Styrktaraðilar