Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Nýliðar

Golfreglur á tölvutæku formi má nálgast hér

Hér er ágætis tól til að þjálfa sig í golfreglum: Golfreglu quiz

Golf á að vera skemmtilegt og því gott að vita hvernig er hægt að flýta leik án þess að það bitni á spilinu.
Hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað til:

  • Vertu ávallt tilbúin/n að slá næsta högg Farðu að boltanum þínum um leið og þú getur, þannig að þú getir valið kylfuna þína strax og hugsað um höggið þitt. Ekki byrja að hugsa um höggið þitt þegar kemur að þér og þú átt að slá næst
  • Þegar að bolti er týndur, farðu þá fyrst að þínum bolta og sláðu hann áður en þú aðstoðar við leitina
  • Á flötinni skaltu gera þig kláran í að pútta meðan að meðspilararnir eru að pútta, ekki merkja boltann ef þú kemst hjá því, reyndu ávallt að klára út.
  • Gott er að spila „reddý“ golf þá slær sá sem er tilbúin fyrst á undan hinum hvort sem hann á að gera eða ekki, þetta flýtir fyrir leik.