Vallaryfirlit

Nýtt vallarmat tók gildi þann 6. júlí 2010.

 Hola  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  Alls  CR/Slope
 Gulir  428  133  340  318  143  457  268  170  429  368  133  356  357  146  427  316  274  468  5541  70.3//126
 Rauðir kvenna  379  111  313  287  110  374  228  162  354  298  111  313  287  110  387  228  241  380  4660  70.4/123
 Rauðir karla  379  111  313  287  110  374  228  162  354  298  111  313  287  110  374  228  241  380  4660  65.5/113
 Hvítir  460  161  362  364  188  492  275  217  478  391  137  407  381  165  465  341  303  489  6076  70.2/121
 Forgjöf  6  18  14  8  16  2  12  4  10  3  17  9  7  13  11  1  15  5    
 Par  5  3  4  4  3  5  3  4  5  4  3  4  4  3  5  4  4  5  72  

 

1. hola
Þægileg byrjunarhola. Betra er að vera hægra megin frekar en vinstra megin á brautinni í upphafshögginu því þá verður annað höggið beint eftir brautinni. Við innáhöggið ber að varast að fara mikið hægramegin við flötina og betra er að hitta réttan pall.
 
 Par 5 Forgjöf 6 428 379 460
2. hola
Ein fallegasta holan á vellinum, að margra mati. Hér er nauðsynlegt að athuga vindinn, þar sem hann spilar stórt hlutverk, og vanda kylfuval. Til að eiga möguleika á pari er nauðsynlegt að hitta flötina.
 
 Par 3 Forgjöf 18 133 111 161
3. hola
Tiltölulega einföld par 4 hola en ný brautarglompa hægramegin setur þó strik í reikninginn þar sem betra er að slá hægramegin í upphafshögginu. Með gott upphafshögg ætti að vera einfalt innáhögg eftir en varast ber þó að slá of langt, betra er að vera stuttur og eiga þægilegt vipp eftir inná flöt.
 
 Par 4 Forgjöf 14 340 313 362
4. hola
Önnur tiltölulega einföld par 4 hola. Hún er bein og engar hættur í upphafshögginu. Betra er að vera vinstramegin í upphafshögginu þar sem þá liggur flötin meira á móti og tekur betur við boltanum.
 
 Par 4 Forgjöf 8 318 287 364
5. hola
Nokkuð slungin par 3 hola þótt hún sé í þægilegri lengd. Hér er hættulegast að fara vinstramegin en einnig getur verið varasamt að fara of mikið til hægri. Mörgum hefur reynst happadrjúgt að miða örlítið hægramegin og láta brekkuna um að bera boltann inná flöt en ég mæli ekki með þeirri aðferð. Betra getur verið að leggja upp fyrir framan flötina og vippa þaðan inná.
 
 Par 3 Forgjöf 16 143 110 188
6. hola
Margir hafa fengið martraðir út af þessari holu, en í mínum huga er þetta ein af einfaldari par-5 holum á vellinum. Það er til einföld leið að þessari braut: Velja örugga kylfu í upphafshöggið og varast skurðinn hægra megin. Slá annað höggið vinstramegin við skurðinn, ekki fara yfir. Þá er eftir um 120 - 140 metra högg inná stóra flöt sem ætti ekki að vefjast fyrir neinum að framkvæma. Fyrir högglengri menn er hinsvegar möguleiki að komast inná flöt í tveimur höggum. Fyrir þá mæli ég frekar með að slá annað höggið yfir skurðinn en vinstra megin við garðinn. Þá er eftir 30 - 60 metra högg sem gefur góða möguleika á fugli.
 
 Par 5 Forgjöf 2 457 374 492
7. hola
Skemmtileg braut sem gefur möguleika en refsar fyrir ónákvæmni. Hér er nóg að velja járn eða þrjú-tré í upphafshögg og með góðu höggi eru um 50 - 70 metrar eftir inná nokkuð erfiða flöt. Það er ekki gott að fara mikið nær flötinni, nema þá að fara alveg upp að henni, þar sem betra er að slá innáhöggið hátt til að boltinn nái að stöðva þar sem flötin er nokkuð hörð. Hér er bannað að slá yfir flötina, það þýðir venjulega 1 ? 2 töpuð högg.
 
 Par 4 Forgjöf 12 268 228 275
8. hola
Erfiðasta par-3 brautin á vellinum og ein erfiðasta brautin af öllum. Hér getur reynst skynsamlegt að leggja upp fyrir framan flötina og skylja eftir þægilegt vipp til að tryggja parið. Ef menn kjósa að slá alla leið þarf höggið að vera mjög nákvæmt. Hér ganga menn ánægðir út af flötinni með 3 á skorkortinu.
 
 Par 3 Forgjöf 4 170 162 217
9. hola
Skemmtileg braut, ekki ósvipuð þeirri fyrstu. Með góðu upphafshöggi og hagstæðri vindátt, er góður möguleiki á að komast nálægt flötinni í tveimur höggum og þá er góður möguleiki á fugli. Brautin þrengist þó nokkuð þegar komið er innfyrir 100 metra lengdarhælinn og því þarf annað höggið að vera nokkuð nákvæmt. Flötin er erfið innákomu, glompur verja hana vel, og nauðsynlegt er að skoða holustaðsetningu og hitta réttan pall í innáhögginu.
 
 Par 5 Forgjöf 10 429 354 478
10. hola
Erfiðasta holan á vellinum. Upphafshöggið er erfitt, þar sem garðurinn, sem sker brautina til hálfs, er á lendingarsvæði flestra kylfinga. Ef upphafshöggið heppnast vel er langt högg eftir, upp í móti inná mjóa flöt. Skynsemin segir manni að leggja upp fyrir framan flötina en það er ekki alltaf auðvelt að vera skynsamur. Hér eru flestir mjög ánægðir með par og einn yfir pari er jafnvel ekki svo slæmt.
 
 Par 4 Forgjöf 3 368 298 391
11. hola
Mjög svipuð braut og í fyrri hringnum. Þótt hún sé nokkrum metrum lengri, þá liggur teigurinn hærra og því ætti í flestum tilvikum að vera hægt að notast við sömu kylfu og í fyrri hring. Athugið vindinn vel.
 
 Par 3 Forgjöf 17 133 111 137
12. hola
Nokkuð svipuð braut og í fyrri hring en nó þokkuð lengri og því skiptir meira máli að vera eins mikið hægra megin og hægt er til að opna fyrir innáhöggið inná flötina.
 
 Par 4 Forgjöf 9 356 313 407
13. hola
Töluvert lengri heldur en í fyrri hring og hér skiptir gott upphafshögg miklu máli til að eiga möguleika á góðu höggi inná flöt. Eins og í fyrri hring er betra að vera vinstra megin en skiptir þó minna máli þar sem innáhöggið er mun lengra.
 
 Par 4 Forgjöf 7 367 287 381
14. hola
Hér gilda sömu lögmál frá fyrri hring. Gott er að rifja upp kylfuval frá fyrri hring og nota það til viðmiðunar.
 
 Par 3 Forgjöf 13 146 110 165
15. hola
Hér gildir sama einfalda aðferð og í fyrri hringnum. Þó er hægt að taka meiri áhættu í upphafshögginu. Hér er góður möguleiki fyrir högglengri kylfinga að slá inná flöt í tveimur höggum og þá er gott að muna holustaðsetninguna frá fyrri hring.
 
 Par 5 Forgjöf 11 427 374 465
16. hola
Hér skiptir upphafshöggið öllu máli. Sumir kunna að kjósa að slá hægra megin við brautina þar sem það er styttri leið yfir skurðinn. Það getur þó verið varasamt þar sem mikið er af snarrótum þar og eins er innáhöggið stórhættulegt, yfir mold og þúfur og oft erfitt að reikna lengdina. Við þær aðstæður er best að slá annað höggið inná braut fyrir framan flötina og treysta á gott vipp til að tryggja parið.
 
 Par 4 Forgjöf 1 316 228 341
17. hola
Hér er boðið uppá marga möguleika. Hægt er að slá um 140 metra langt upphafshögg og eiga þá um 130 metra eftir inná flöt. Einni er hægt að slá um 180 metra högg yfir fyrri skurðinn og þá eru um 80 metrar eftir og nokkuð góður möguleiki á fugli. Þeir allra högglengstu geta tekið mikla áhættu og reynt að slá alla leið yfir seinni skurðinn en það högg þarf að hepnast 120%. Ég mæli með annari aðferðinni, þ.e. slá með löngu járni eða 3-5 tréi og skilja eftir um 60-80 metra högg og gott ef fuglinn er ekki farin að nálgast.
 
 Par 4 Forgjöf 15 274 241 303
18. hola
Skemmtileg lokahola. Teigurinn liggur töluvert fyrir ofan brautina og gefur því góða yfirsýn yfir lendingarsvæðið. Hér skiptir mestu máli að vera á braut, staðsetningin skiptir minna máli. Annað höggið er varasamt þar sem brautin þrengist verulega þegar komið er innfyrir 100 metra lengdarhælinn. Skynsamlegast er að slá með járni og skila eftir um 100 ? 120 metra högg að flöt. Hér gildir það sama og í fyrri hring að skoða holustaðsetninguna vel þar sem það getur munað allt að 30 metrum á lengdinni.
 
 Par 5 Forgjöf 5 468 380 489