Lokað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Við munum opna aftur fyrir skráningu á biðlista 1. október nk.

GOLFBÍLAREGLUR

Almennt

Notkun golfbíla er almennt heimil á Setbergsvelli. Stjórn getur þó takmarkað eða bannað akstur þeirra á og við völlinn við ákveðnar aðstæður. Kylfingum er skylt að kynna sér reglur þessar um notkun golfbíla áður en leikur hefst.

Markmið þessara reglna er að tryggja öryggi notenda golfbíla og stýra umferð til að tryggja að álagssvæði við flatir, teiga og torfærur slitni ekki um of og séu í leikhæfu ástandi.

Ábyrgð og takmarkanir

16 ára aldurstakmark er á notkun golfbíla.

Notkun golfbíla á Setbergsvelli er alfarið á ábyrgð notanda/leigutaka. Er hann ábyrgur fyrir meiðslum eða skemmdum sem hljótast af notkun golfbílsins.

Akstur undir áhrifum áfengis og/eða lyfja er stranglega bannaður.

Óheimilt er að aka yfir nýtyrfð svæði, grund í aðgerð eða út í ósleginn karga/lúpínu.

Í hverjum golfbíl mega að hámarki vera tvær manneskjur hverju sinni.

Verði notandi/leigutaki uppvís að því að fylgja ekki reglum eða stofna sér og/eða öðrum í hættu með háskalegum akstri getur honum verið vísað af vellinum.

Eftir leik skal tæma allt rusl og annað úr golfbílnum, setja bílinn í hleðslu og skila lyklum til viðeigandi starfsmanns. Við frágang skal huga að því að vera kann að aðrir kylfingar þurfi að nota sama golfbíl fljótlega.