Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2024 verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember n.k.
Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 19:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Lagabreytingar.
5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
6. Stjórnarkosning.
6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
6.2. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur málefni ef einhver eru.
Þeir félagar sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna um framboð sitt með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins gse@gse.is fyrir kl. 18:00 þann 16. nóvember 2024.
Ágætu félagar.
Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.
Ef það er næturfrost verður tekið út af sumarflötum á morgnana og því óheimilt að leika inn á sumarflatirnar á meðan. Í stað þess verður leikið inn á vetrarflatir. Þetta er gert til þess að vernda sumarflatirnar. Um leið og frost er farið úr jörðu verður fært inn á sumarflatir að nýju. Við lokum fyrir skráningu á rástímum fram til klukkan 10:00 þegar við metum miklar líkur á næturfrosti.
Ef við sjáum fram á slæmt veður og litla skráningu þá verðum við ekki með starfsfólk í ræsishúsi.
Bændaglíman verður haldin þann 5. október nk. Sjá á golf.is undir mótaskrá.
Við minnum félaga á að ganga vel um völlinn, jafna aftur sand í glompum, leggja aftur torfusnepla og laga boltaför á flötum.
Stjórnin.
Metþátttaka er í meistaramótinu en 173 félagar eru skráðir til leiks.
Rástímar fyrir sunnudag og miðvikudag hafa verið birtir í Golfbox. Á meðfylgjandi skjali má sjá hvernig ræst verður út aðra daga. Reynt var að gæta jafnræðis við val á rástímum innan dagsins.
Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 7. - 13. júlí
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.
Skráningu lýkur sunnudaginn 30. júní klukkan 23:59.
Öldungaflokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla og kvenna, leika í þrjá daga frá sunnudeginum 7. júlí til þriðjudagsins 9. júlí.
Aðrir flokkar leika í fjóra daga frá miðvikudeginum 10. júlí til laugardagsins 13. júlí.
Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.
Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Karlar:
Meistaraflokkur karla: +[x]–6,5 – höggleikur (teigar: 56).
1. flokkur karla: 6,6 - 10,4 – höggleikur (teigar: 56).
2. flokkur karla: 10,5 – 15,3 – höggleikur (teigar: 56).
3. flokkur karla: 15,4 - 20,5 – höggleikur (teigar: 56).
4. flokkur karla: 20,6 - 29,5 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
5. flokkur karla: 29,6 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 60 – 70 ára - punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 70 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).
Konur:
Meistaraflokkur kvenna: +[x]–10,9 – höggleikur (teigar: 52).
1. flokkur kvenna: 11,0 – 18,9 – höggleikur (teigar: 46).
2. flokkur kvenna: 19,0,5 – 24,9 – höggleikur (teigar: 46).
3. flokkur kvenna: 25,0 – 28,9 – höggleikur (teigar: 46).
4. flokkur kvenna: 29,0 – 36,0 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).
5. flokkur kvenna: 36,1 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46)
Öldungaflokkur kvenna: 60 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).
Þátttökugjald:
Kr. 5.500 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.500 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.
Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu ef skráning gefur tilefni til.
Laugardaginn 22. júní n.k.
Mæting fyrir klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.
Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einn á litla vellinum.
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldinu er matur að leik loknum.
Skráning hefst 18. júní klukkan 21:00.
Leikhraði og almennt eftirlit.
Við viljum (vonandi) öll halda góðum leikhraða á vellinum. Miðað er við að það taki að hámarki 2 klukkustundir og 10 mínútur að leika 9 holur. Á skorkorti og skiltum á vellinum má sjá hversu langur tími á að vera liðinn að hámarki frá því að leikur hófst þegar að leik á holu lýkur. Hér eru nokkur ráð sem voru birt á golf.is:
https://www.golf.is/baettu-leikhradann-god-rad-til-kylfinga/
Við ætlum að auka eftirlit með leikhraða og almennri umgengni á vellinum.
Á ákveðnum tímum verða starfsmenn á vegum klúbbsins á ferð um völlinn að fylgjast með. Við biðjum ykkur að taka vel á móti þeim.
Minni alla á að laga boltaför, jafna aftur sand í glompum og leggja torfusnepla í kylfuför.
Á föstudaginn verður fyrsta brautin lokuð frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00.
Þeir sem eru að fara að spila í bikarkeppninni geta þó spilað brautina.
Við samþykktum að Golfarinn (sjónvarpsþáttur á Stöð 2) mætti taka upp atriði á brautinni. Þó við höfum almennt lagt áherslu á að hafna beiðnum um að fá völlinn leigðan þá er í þessu tilfelli uppi sjónarmið að styðja við íslenska dagskrárgerð tengt golfíþróttinni og kynna klúbbinn um leið.
Þeir sem eru að fara að spila á föstudaginn á framangreindum tímum þurfa því að byrja á annarri braut. Tilvalið að spila fyrstu þrjár brautirnar á litla vellinum á leiðinni.
Ágætu félagar.
SKRÁNING Á RÁSTÍMA
Á morgun, laugardaginn 18. maí, opnum við fyrir að aðrir en félagar geti skráð sig á rástíma. Frá og með þeim degi verðum við með starfsmann á skrifstofu.
Félagar í GSE geta skráð sig á rástíma með fjögurra daga fyrirvara. Skráning opnar klukkan 22:00.
Aðrir geta skráð sig á rástíma 12 klukkustundum fyrir viðkomandi rástíma.
Félagar í GSE geta skráð aðra með sér í holl þegar skráning opnar. Miðað er við að hver félagi skrái ekki fleiri en einn, sem er ekki meðlimur í klúbbnum, með sér í holl. Það er þó hægt að skrá fleiri eins og kerfið er sett upp. Við treystum því að félagar fari rétt með þetta og virði framangreinda reglu þar sem við viljum tryggja aðgengi félaga að rástímum áður en aðrir skrá sig. Ef við sjáum tilefni til þess síðar munum við loka fyrir þennan möguleika. Mun þá skráning utanaðkomandi einstaklinga fara fram í gegnum skrifstofu klúbbsins.
Nokkrar reglur:
Við tökum ekki frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa. Það er ekki heimilt að búa til mót með því að skrá einn félaga í hvert og eitt holl og fylla síðan hollið með utanaðkomandi kylfingum.
Allar framangreindar reglur miða að því að tryggja aðgengi félaga í klúbbnum að rástímum.
AFREKSÞJÁLFARI OG KENNSLA
Klúbburinn hefur samið við Hauk Má Ólafsson, PGA golfkennara, um að sjá um afreksþjálfun hjá klúbbnum. Nú þegar eru nokkrir krakkar að æfa hjá klúbbnum en markmiðið er að stækka þann hóp.
Haukur mun enn fremur taka að sér einkakennslu á vellinum.
Guðjón G. Daníelsson, PGA golfkennari, sem hefur kennt sl. ár mun áfram taka að sér einkakennslu á vellinum.
Júlíus Hallgrímsson verður með kennslu á vellinum einn dag í viku.
Upplýsingar um Hauk, Guðjón og Júlíus má sjá inn á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.
FORKEPPNI BIKARS
Fyrsta mót sumarsins, forkeppni bikars, verður haldið miðvikudaginn 29. maí. Í forkeppninni er leikin 9 holu punktakeppni með forgjöf. 16 efstu komast áfram í karla og kvennaflokki og leika útsláttarkeppni. Sá sem lendir í fyrsta sæti í forkeppninni leikur við þann sem lendir í 16. sæti o.s.frv.
Skráning í mótið fer fram í mótaskrá á golf.is/golfbox. Þar má enn fremur sjá nánar skilmála um mótið, útsláttarkeppnina o.s.frv.
Ekkert þátttökugjald.
GOLFNÁMSKEIÐ OG ÆFINGAR Í SUMAR
Fyrir krakka á aldrinum 8 – 13 ára (fædd 2011 – 2016).
Dagskrá:
Golfnámskeiðið verður frá klukkan 9:00 til 12:00 frá 10. til 14. júní.
Markmiðið er að vekja áhuga krakkanna á golfíþróttinni. Þeim sem mæta námskeiðið býðst að mæta á skipulagðar æfingar hjá golfklúbbnum að námskeiðinu loknu. Æfingarnar verða einu sinni í viku í sumar, á mánudögum frá klukkan 17:00 til 18:00, í fyrsta sinn þann 24. júní 2024. Með þessu vonumst við til að viðhalda þeim áhuga sem oft myndast hjá krökkum á golfnámskeiðum. Þeir sem taka þátt í námskeiðinu mega spila á æfingavellinum í sumar.
Verð fyrir allt framangreint er 15.000 kr.
Skráning fer fram á Sportabler: https://www.abler.io/shop/gse/
Umsjón með golfnámskeiðinu og æfingunum hefur Haukur Már Ólafsson, PGA golfkennari. Honum til aðstoðar verða ungmenni sem eru að æfa hjá Golfklúbbnum Setbergi.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is.
NÝLIÐANÁMSKEIÐ
Miðvikudaginn 22. maí nk. verður haldið nýliðanámskeið.
Námskeiðið byrjar í golfskálanum klukkan 20:00.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
VINAVELLIR
Golfklúbburinn Hella – félagar greiða 4.000 kr.
Golfklúbbur Sandgerðis – félagar fá 50% afslátt af flatargjaldi.
Golfklúbbur Suðurnesja – félagar greiða 4.000 kr.
Golfklúbburinn Leynir, Akranesi – félagar fá 50% afslátt af flatargjaldi.
MEISTARAMÓT GSE
Meistaramótið verður haldið frá 7. til 13. júlí. Auglýsing vegna mótsins verður birt á næstu dögum. Lagt er upp með að sumir flokkar spili í þrjá daga, frá sunnudeginum 7. júlí til þriðjudagsins 9. júlí en aðrir flokkar í 4 daga, frá miðvikudeginum 10. júlí til laugardagsins 13. júlí. Endanleg niðurstaða um þetta mun ráðast af skráningu í mótið. Líklegasta niðurstaðan er að öldungaflokkar karla og kvenna og 5. flokkur karla og kvenna leiki 7. til 9. júlí en aðrir flokkar leiki frá 10. til 13. júlí.
NÝ GJALDSKRÁ VEGNA FLATARGJALDA
9 holur:
Virkir dagar fyrir klukkan 15:00 – 3.500 kr.
Virkir dagar eftir klukkan 15:00 – 5.000 kr.
Helgar fyrir klukkan 15:00 – 5.000 kr.
Helgar eftir klukkan 15:00 – 3.500 kr.
18 holur:
Virkir dagar fyrir klukkan 13:00 – 5.500 kr.
Virkir dagar eftir klukkan 13:00 – 7.000 kr.
Helgar fyrir klukkan 15:00 – 7.000 kr.
Helgar eftir klukkan 15:00 – 5.500 kr.
GOLFBÍLAR
Hægt er leigja golfbíl. Leiguverð fyrir 9 holur er 3.500 kr. Hægt er að kaupa 10 skipta kort og er verðið fyrir það 28.000 kr. Ekki er hægt að tryggja að ávallt sé laus golfbíll en við bjóðum upp á að félagar hringi samdægurs og taki frá golfbíl á ákveðnum tíma innan dagsins.
BIÐLISTI
Að óbreyttu ætlum við ekki að bæta fleiri félögum við á þessu ári. Nokkur fjöldi er á biðlista og það fá allir sama svarið, þ.e. að þeir séu á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn á næsta ári.
Fimmtudaginn 9. maí nk. verður hreinsunardagur á vellinum. Vinnan hefst klukkan 9:00 og verður unnið til klukkan 12:00.
Við viljum biðja þá sem sjá sér fært að mæta, að skrá sig hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4531663
Þeir sem taka þátt í vinnunni geta spilað völlinn að vinnu lokinni inn á sumarflatir. Ræst verður út af öllum teigum samtímis. Stefnum á að byrja að spila um klukkan 13:00. Ekki verður hægt að skrá sig á rástíma þennan dag.
Þeir sem geta mega taka með sér verkfæri (garðhrífur og skóflur).
Boðið verður upp á pylsur að vinnu lokinni.
Völlurinn verður einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum fyrst um sinn.
Skráning á rástíma fer fram í gegnum Golfbox. Rástímabókun opnar fjórum dögum fyrir viðkomandi leikdag.
Stjórnin
Ágætu félagar.
Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.
Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Félagar eiga að skrá sig á rástíma í Golfbox. Það einfaldar allt eftirlit með spili á vellinum.
Við verðum ekki með starfsmann í ræsishúsinu fyrr en í byrjun maí. Vallarstarfsmenn munu því sinna eftirliti á vellinum þangað til og því mjög mikilvægt að þeir geti séð hverjir eru skráðir á rástíma hverju sinni.
Ástand vallarins:
Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar. Það ræðst af veðrinu næstu vikur hvenær opnað verður inn á sumarflatir. Við munum auglýsa opnun sumarflata um leið og nákvæm tímasetning liggur fyrir.
Við biðjum þá sem spila í vor að ganga varlega um völlinn og færa bolta af brautum áður en slegið er. Völlurinn er sérstaklega viðkvæmur næstu tvær vikurnar (klaki í jörðu o.s.frv.).
Mótaskrá 2024:
29. maí – Forkeppni bikars.
22. júní – Jónsmessa.
29. júní – Opna Vera Design kvennamótið.
7. til 13. júlí – Meistaramót.
3. ágúst – Innanfélagsmót. Texas Scramble.
7. ágúst – Opna Setbergsmótið.
16. ágúst – Innanfélagsmót – fótboltamótið.
31. ágúst – Bangsamótið.
5. október – Bændaglíma.
Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).
Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).
Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.
Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.
Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.
Skráning í klúbbinn og greiðsla árgjalds:
Ný útfærsla við innheimtu árgjalda í gegnum Sportabler hefur gengið vel. Við þökkum öllum kærlega fyrir það. Við minnum á að greiðsluseðlar vegna árgjalda birtast í netbanka sem: Æfingagjöld – Greiðslumiðlun Íslands.
Lokað hefur verið fyrir skráningu í klúbbinn á þessu ári. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár á heimasíðu klúbbsins.
Fjölgun félaga og aðgengi að vellinum:
Félögum hefur aðeins fjölgað frá því í fyrra. Til þess að vega á móti þeirri fjölgun ætlum við að sleppa öllum samningum við fyrirtæki.
Við munum enn fremur, líkt og gert var í fyrra, hafna öllum beiðnum um að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa.
Kvittanir fyrir árgjöldum:
Þeir sem vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds geta nálgast kvittunina í Sportabler. Enn fremur er hægt að senda beiðni á gse@gse.is.
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:
Ekki verður sendur tölvupóstur en hægt er að breyta stillingum á Golfbox og velja þar að fá tilkynningar sem birtar eru á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu (Hlekkur á leiðbeiningar).
Afmælisferð GSE í haust:
Í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbsins Setbergs verður farið í afmælisferð næsta haust. Upplýsingar um ferðina má sjá hér. Enn eru nokkur sæti laus í ferðina. Ef félagar vilja skrá sig í ferðina eða fá frekari upplýsingar skulu viðkomandi senda tölvupóst á travel@golfskalinn.is.
Stjórnin.
Kæru félagar.
Við viljum byrja á því að óska félögum gleðilegs árs.
Á aðalfundi fyrir árið 2023 sem haldinn var þann 6. desember sl. voru ákveðin félagsgjöld (árgjald) fyrir árið 2024 sem verða svohljóðandi:
18 ára og yngri: | 28.000 kr. |
19-25 ára: | 56.000 kr. |
Aðrir aldurshópar: | 84.000 kr. |
Innifalið í félagsgjaldi er inneign að fjárhæð 3.000 kr. í veitingasölu í golfskála.
Ársskýrslu fyrir árið 2023 má sjá inn á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.
Stjórn klúbbsins tók þá ákvörðun að semja við Sportabler vegna innheimtu á félagsgjöldum þetta árið. Nokkrir klúbbar sem hafa farið þessa leið eru ánægðir með reynslu sína af kerfinu. Auðvelt er að nálgast gögn í kerfinu, svo sem kvittanir og fleira, ásamt því að notast er við rafræn skilríki. Það er t.d. sérstaklega mikilvægt þegar gefa þarf upp kortaupplýsingar.
Mælst er til þess að félagar í klúbbnum skrái sjálfir sínar greiðslur fyrir árið í gegnum kerfið.
Klikkið hér til að fá leiðbeiningar um skráningu og greiðslu félagsgjalda:
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2023 verður haldinn miðvikudaginn 6. desember n.k.
Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Bændaglíman verður haldin á laugardaginn
Ræst út af öllum teigum klukkan 13:30. Mæting eigi síðar en klukkan 13:00.
Hefðbundið keppnisfyrirkomulag, Setbergsscramble, þ.e. 4 saman í liði, allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir sem eiga ekki þann bolta slá frá þeim stað sem boltinn er.
Leiknar eru 9 holur á stóra vellinum og 9 holur á litla vellinum skv. venju. Dregið saman í lið.
Skráning á www.golf.is.
Þátttökugjald er 3.500 kr. Innifalið í þátttökugjaldinu er matur að leik loknum.
Kæru félagar
Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 4./5. - 8. júlí.
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.
Skráningu lýkur föstudaginn 30. júní klukkan 23:59.
Mótið hefur yfirleitt verið leikið frá miðvikudegi til laugardags en við ætlum að halda því opnu að bæta þriðjudeginum 4. júlí við ef skráning í mótið verður meiri en áður.
Þegar skráningarfrestur er runninn út verður ákveðið hvenær flokkarnir spila og hversu marga daga. Lagt er upp með að flestir flokkarnir leiki fjóra daga. Fyrir liggur að öldungaflokkur karla, kvennaflokkur 3 (þriggja daga punktakeppni) og 5. flokkur karla leika þrjá daga.
Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.
Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Meistaraflokkur karla: 0 – 5,2 – höggleikur. Teigar: 56.
1. flokkur karla: 5,3 - 10,4 – höggleikur. Teigar: 56.
2. flokkur karla: 10,5 – 15,0 – höggleikur. Teigar: 56.
3. flokkur karla: 15,1 - 20,5 – höggleikur. Teigar: 52.
4. flokkur karla: 20,6 - 28,4 – punktakeppni. Teigar: 52.
5. flokkur karla: 28,5 og hærri – punktakeppni með forgjöf. Teigar: 46.
Öldungaflokkur karla: 55 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf. Teigar: 46.
Kvennaflokkur 1: Höggleikur. Teigar: 46.
Kvennaflokkur 2: Punktakeppni með forgjöf í fjóra daga. Teigar: 46.
Kvennaflokkur 3: Punktakeppni með forgjöf í þrjá daga. Teigar: 46.
Athugið að þeir karlar sem eru 55 ára og eldri geta valið hvort þeir taki þátt í öldungaflokki eða sínum flokki samkvæmt forgjöf.
Þátttökugjald:
Kr. 5.500 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.500 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.
Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu og leikdögum flokka verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu ef skráning gefur tilefni til.
Jónsmessa
Laugardaginn 24. júní n.k.
Mæting fyrir klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.
Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einn á litla vellinum.
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldinu er hægeldað lambakjöt ásamt meðlæti að leik loknum.
Skráning hefst 19. júní klukkan 19:00.
SKRÁNING Á RÁSTÍMA
Völlurinn er núna opinn fyrir aðra en meðlimi í klúbbnum.
Við viljum minna á reglurnar um skráningu á rástíma í gegnum Golfbox.
Við ætlum að hafa reglurnar þannig að félagar í klúbbnum hafi forgang að rástímum. Félagar í GSE geta skráð sig á rástíma með þriggja daga fyrirvara. Skráning opnar klukkan 20:00 þremur dögum fyrir leikdag.
Aðrir geta skráð sig á rástíma daginn fyrir viðkomandi leikdag.
Skráning opnar klukkan 22:00.
Einungis konur í GSE geta skráð sig á rástíma í kvennatímana á mánudögum. Endilega skráið ykkur í Kvennaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.
Einungis karlar í GSE geta skráð sig á rástíma í karlatímana á þriðjudögum. Endilega skráið ykkur í Karlaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.
Við ætlum ekki að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki eða hópa. Með þessu vonumst við til þess að tryggja gott aðgengi félaga í klúbbnum að rástímum.
Laugardaginn 13. maí verður hreinsunardagur á vellinum.
Vinnan hefst klukkan 9:00 og verður unnið til klukkan 12:00. Þeir sem taka þátt í vinnunni geta spilað völlinn að vinnu lokinni inn á sumarflatir. Ræst verður út af öllum teigum samtímis. Þeir sem geta mega taka með sér verkfæri (garðhrífur og skóflur).
Boðið verður upp á pylsur að vinnu lokinni.
Rástímabókun fyrir sunnudaginn opnar fyrir félaga í á morgun.
Völlurinn verður einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum fyrstu dagana.
Ágætu félagar.
Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.
Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Við biðjum félaga að skrá sig alltaf á rástíma í Golfbox svo starfsmenn eigi auðveldara með að hafa eftirlit með spili á vellinum.
Við verðum ekki með starfsmann í ræsishúsinu fyrr en í byrjun maí. Vallarstarfsmenn munu því sinna eftirliti á vellinum þangað til og því mjög mikilvægt að þeir geti séð hverjir eru skráðir á rástíma hverju sinni.
Ástand vallarins:
Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar. Það ræðst af veðrinu næstu vikur hvenær opnað verður inn á sumarflatir. Við munum auglýsa opnun sumarflata um leið og tímasetning liggur fyrir.
Við biðjum þá sem spila í vor að ganga varlega um völlinn og færa bolta af brautum áður en slegið er. Völlurinn er sérstaklega viðkvæmur næstu tvær vikurnar (klaki í jörðu o.s.frv.).
Rannsóknarboranir á vellinum:
Vegagerðin vinnur nú að rannsóknarborunum við Setbergshamar vegna verkefnisins Reykjanesbraut - Álftanesvegur - Lækjargata. Til stóð að framkvæma boranirnar í febrúar/mars sl. til þess að lágmarka áhrif á starfsemi golfklúbbsins. Vegna kuldans í vetur þá hefur þetta dregist. Framkvæmdin ætti að klárast á næstu dögum/vikum.
Vegagerðin leggur áherslu á að frágangur í verklok verði með sama hætti og aðkoma við upphaf framkvæmda. Við vonumst til þess að framkvæmdum ljúki sem fyrst og væntum þess að verktaki skilji við svæðið með ásættanlegum hætti.
Mótaskrá 2023:
31. maí – Forkeppni bikars.
24. júní – Jónsmessa.
1. júlí – Opna Vera Design kvennamótið.
4. til 8. júlí – Meistaramót.
5. ágúst – Innanfélagsmót. Texas Scramble.
7. ágúst – Opna Setbergsmótið.
11. ágúst – Innanfélagsmót – fótboltamótið.
2. september – Bangsamótið.
30. september – Bændaglíma.
Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).
Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).
Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.
Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.
Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.
Vinavellir:
Félagar í klúbbnum fá 50% afslátt af flatargjaldi hjá eftirtöldum golfklúbbum (á ekki við ef um fyrirtækjamót/hópabókanir er að ræða):
1. Golfklúbbur Hellu.
2. Golfklúbbur Suðurnesja.
3. Golfklúbbur Borgarness.
4. Golfklúbbur Sandgerðis.
Skráning í klúbbinn og greiðsla árgjalds.
Lokað hefur verið fyrir skráningu í klúbbinn á þessu ári. Nokkrir eru núna skráðir á biðlista.
Enn eru örfáir sem hafa ekki gengið frá greiðslu árgjalds eða sagt sig úr klúbbnum. Viðkomandi eru beðnir um að ganga frá greiðslu árgjalds, eða segja sig úr klúbbnum kjósi þeir svo, fyrir lok dags þann 20. apríl næstkomandi. Eftir það verða viðkomandi teknir af skrá og aðilum á biðlista boðin aðild að klúbbnum.
Ekki er heimilt að hefja leik á vellinum fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu árgjalds.
Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum:
Pokamerki verða reiðubúin til afhendingar í golfskálanum frá fimmtudeginum 20. apríl nk.
Þeir sem vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:
1. Undir liðnum fréttir/mikilvæg skilaboð á Golfbox.
1. Á Facebook-síðunni Allir í GSE. Við hvetjum alla félaga að gerast aðilar að þeim hópi.
1. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.
Ekki verður sendur tölvupóstur en félagar geta breytt stillingum á Golfbox og valið að fá tilkynningar sem eru birtar á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu. Þessar stillingar eru undir Valmyndin mín/Stillingar þegar búið er að skrá sig inn á Golfbox.
Stjórnin.
Mótaskrá sumarsins er komin inn á vefinn. Hægt er að sjá öll mót hér: Öll mót
Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).
Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).
Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.
Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.
Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.
Kæru félagar
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 8. desember n.k.
Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Lagabreytingar.
5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
6. Stjórnarkosning.
6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
6.2. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur málefni ef einhver eru.
Þeir félagar sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna um framboð sitt með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins gse@gse.is fyrir lok dags þann 30. nóvember 2022.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Íslandsmót unglinga í höggleik, 14 ára og yngri, verður leikið á Setbergsvelli 11. til 13. ágúst.
Félagar geta skráð sig á rástíma frá klukkan 17:00 til 19:00 fimmtudaginn 11. ágúst og föstudaginn 12. ágúst og frá klukkan 17:00, laugardaginn 13. ágúst.
Félagar geta leikið á öðrum golfvöllum gegn greiðslu 50% vallargjalds á meðan að mótið er í gangi.
Opna Setbergsmótið – úrslit.
Punktakeppni:
Höggleikur:
Næst holu á 2/11: Sara Margrét Hinriksdóttir.
Næst holu á 5/14: Hafliði Þórsson.
Næst holu á 8. Karl J Karlsson.
Mót og rástímar um verslunarmannahelgina
TEXAS SCHRAMBLE Á MORGUN
Á morgun laugardag verður haldið innanfélags - texas schramble mót. Spilaðar verða 9 holur.
Ræst út af öllum teigum klukkan 17:00. Vegna þessa verður hætt að ræsa út á völlinn klukkan 15:30. ÞEIR SEM ÆTLA AÐ SPILA OG VILJA EKKI TAKA ÞÁTT Í MÓTINU ÞURFA ÞVÍ AÐ FARA ÚT AÐ SPILA FYRIR ÞAÐ TÍMAMARK. Rástímaskráning opnar svo aftur klukkan 20:00 (sjá í Golfbox).
Tveir saman í liði.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Nándarverðlaun á annarri og fimmtu braut.
Þátttökugjald er 4.000 kr. Innifalinn er matur að leik loknum en boðið verður upp á schnitzel ásamt meðlæti.
Skráning á golf.is undir mótaskrá. Skrá þarf tvo saman.
OPNA SETBERGSMÓTIÐ Á MÁNUDAGINN
Á mánudaginn á frídegi verslunarmanna verður Opna Setbergsmótið haldið samkvæmt venju.
Ræst út frá 08:00 til 10:00 og frá 13:00 til 15:00.
Punktakeppni ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum, þ.e. í punktakeppninni og höggleiknum og skal keppandi þiggja hærri verðlaunin ef við á.
Verðlaun (vöruúttektir):
Punktakeppni:
Höggleikur:
Næst holu:
2./11. braut: 20.000 kr.
5./14. braut: 20.000 kr.
braut: 20.000 kr.
Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Þátttökugjald kr. 6.000.
Skráning á golf.is undir mótaskrá.
VEGNA UNDIRBÚNINGSVINNU FYRIR MÓTIÐ Á MÁNUDAGINN ÞÁ VERÐUR EKKI HÆGT AÐ FARA ÚT AÐ SPILA EFTIR KLUKKAN 20:00 Á SUNNUDAGINN.
MEISTARAMÓT GSE – RÁSTÍMAR.
Hér fyrir neðan má sjá áætlaða rástíma fyrir meistaramótið.
Vegna fjölda þátttakenda þá þurfum við að bæta þriðjudeginum við. Fyrsti, annar og þriðji flokkur karla að leika fyrsta hringinn á þriðjudaginn. Fyrsti og annar flokkur karla fá frí á miðvikudaginn og þriðji flokkur karla fær frí á fimmtudaginn.
Öldungaflokki karla var skipt í tvo flokka, þ.e. þá sem leika af rauðum teigum og þá sem leika af gulum teigum. Öldungaflokkur karla – rauðir teigar – spila frá miðvikudegi til föstudags. Öldungaflokkur karla – gulir teigar – spila miðvikudag, fimmtudag og laugardag.
Búið er að birta rástíma fyrir þriðjudaginn á Golfbox.
Rástímar fyrir miðvikudaginn verða birtir síðar í dag fyrir utan rástíma fyrir þriðja flokk karla en þeir verða birtir eftir að leik lýkur á þriðjudaginn.
Ef einhver ætlar að hætta við þátttöku í mótinu er(u) viðkomandi beðinn/beðnir um að láta vita sem fyrst með því að senda tölvupóst á gse@gse.is og/eða arnif@stod2.is (Árni Finnsson).
MEISTARAMÓT GSE 2022 – ÁÆTLAÐIR RÁSTÍMAR
ÞRIÐJUDAGUR
16:00 1. flokkur
16:10 1. flokkur
16:20 1. flokkur
16:30 2. flokkur
16:40 2. flokkur
16:50 3. flokkur
17:00 3. flokkur
17:10 3. flokkur
17:20 3. flokkur
17:30 3. flokkur
MIÐVIKUDAGUR
09:00 Meistaraflokkur
09:10 Meistaraflokkur
09:20 3. flokkur: Sæti 17-20
09:30 3. flokkur: Sæti 13-16
09:40 3. flokkur: Sæti 9-12
09:50 3. flokkur: Sæti 5-8
10:00 3. flokkur: Sæti 1-4
10:10 4. flokkur
10:20 4. flokkur
10:30 4. flokkur
10:40 4. flokkur
10:50 4. flokkur
11:00 Kvennaflokkur: Punktar 4 dagar
14:00 Kvennaflokkur: Punktar 3 dagar
14:10 Kvennaflokkur: Punktar 3 dagar
14:20 Kvennaflokkur: Punktar 3 dagar
14:30 Kvennaflokkur: Höggleikur
14:40 Kvennaflokkur: Höggleikur
14:50 Kvennaflokkur: Höggleikur
15:00 Öldungaflokkur: Rauðir teigar
15:10 Öldungaflokkur: Rauðir teigar
15:20 Öldungaflokkur: Rauðir teigar
15:30 Öldungaflokkur: Gulir teigar
15:40 Öldungaflokkur: Gulir teigar
15:50 Öldungaflokkur: Gulir teigar
16:00 Öldungaflokkur: Gulir teigar
FIMMTUDAGUR
09:00 4. flokkur Sæti 16-18
09:10 4. flokkur Sæti 13-15
09:20 4. flokkur Sæti 9-12
09:30 4. flokkur Sæti 5-8
09:40 4. flokkur Sæti 1-4
09:50 Kvennaflokkur - Punktar 3 dagar. Sæti 9-12
10:00 Kvennaflokkur - Punktar 3 dagar. Sæti 5-8
10:10 Kvennaflokkur - Punktar 3 dagar. Sæti 1-4
10:20 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 7-9
10:30 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 4-6
10:40 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 1-3
10:50 2. flokkur. Sæti 5-8
11:00 2. flokkur. Sæti 1-4
14:00 Öldungaflokkur. Gulir teigar: Sæti 13 - 16
14:10 Öldungaflokkur. Gulir teigar: Sæti 9 - 12
14:20 Öldungaflokkur. Gulir teigar: Sæti 5 - 8
14:30 Öldungaflokkur. Gulir teigar: Sæti 1 - 4
14:40 Öldungaflokkur. Rauðir teigar: Sæti 9 - 11
14:50 Öldungaflokkur. Rauðir teigar: Sæti 5 – 8
15:00 Öldungaflokkur. Rauðir teigar: Sæti 1 - 4
15:10 Kvennaflokkur - Punktar 4 dagar
15:20 1. flokkur. Sæti 9-12
15:30 1. flokkur. Sæti 5-8
15:40 1. flokkur. Sæti 1-4
15:50 Meistaraflokkur. Sæti 5-8
16:00 Meistaraflokkur. Sæti 1-4
FÖSTUDAGUR
09:00 Meistaraflokkur. Sæti 5-8
09:10 Meistaraflokkur. Sæti 1-4
09:20 1. flokkur. Sæti 9-12
09:30 1. flokkur. Sæti 5-8
09:40 1. flokkur. Sæti 1-4
09:50 3. flokkur Sæti 17-20
10:00 3. flokkur Sæti 13-16
10:10 3. flokkur Sæti 9-12
10:20 3. flokkur Sæti 5-8
10:30 3. flokkur Sæti 1-4
10:40 Kvennaflokkur - Punktar 3 dagar. Sæti 9-12
10:50 Kvennaflokkur - Punktar 3 dagar. Sæti 5-8
11:00 Kvennaflokkur - Punktar 3 dagar. Sæti 1-4
14:00 4. flokkur Sæti 16-18
14:10 4. flokkur Sæti 13-15
14:20 4. flokkur Sæti 9-12
14:30 4. flokkur Sæti 5-8
14:40 4. flokkur Sæti 1-4
14:50 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 7-9
15:00 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 4-6
15:10 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 1-3
15:20 Kvennaflokkur - Punktar 4 dagar
15:30 2. flokkur. Sæti 5-8
15:40 2. flokkur. Sæti 1-4
15:50 Öldungaflokkur - Rauðir teigar. Sæti 9-11
16:00 Öldungaflokkur - Rauðir teigar. Sæti 5-8
16:10 Öldungaflokkur - Rauðir teigar. Sæti 1-4
LAUGARDAGUR
08:00 4. flokkur Sæti 16-18
08:10 4. flokkur Sæti 13-15
08:20 4. flokkur Sæti 9-12
08:30 4. flokkur Sæti 5-8
08:40 4. flokkur Sæti 1-4
08:50 3. flokkur Sæti 17-20
09:00 3. flokkur Sæti 13-16
09:10 3. flokkur Sæti 9-12
09:20 3. flokkur Sæti 5-8
09:30 3. flokkur Sæti 1-4
09:40 2. flokkur. Sæti 5-8
09:50 2. flokkur. Sæti 1-4
10:00 Kvennaflokkur - Punktar 4 dagar
13:00 Öldungar - gulir teigar. Sæti 13-16
13:10 Öldungar - gulir teigar. Sæti 9-12
13:20 Öldungar - gulir teigar. Sæti 5-8
13:30 Öldungar - gulir teigar. Sæti 1-4
13:40 1. flokkur. Sæti 9-12
13:50 1. flokkur. Sæti 5-8
14:00 1. flokkur. Sæti 1-4
14:10 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 7-9
14:20 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 4-6
14:30 Kvennaflokkur Höggleikur. Sæti 1-3
14:40 Meistaraflokkur. Sæti 5-8
14:50 Meistaraflokkur. Sæti 1-4
Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 5./6. - 9. júlí.
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.
Skráningu lýkur föstudaginn 1. júlí klukkan 23:59.
Mótið hefur hingað til verið leikið frá miðvikudegi til laugardags en við ætlum að halda því opnu að bæta þriðjudeginum 5. júlí við ef skráning í mótið verður meiri en áður.
Þegar skráningarfrestur er runninn út verður ákveðið hvenær flokkarnir spila og hversu marga daga. Lagt er upp með að flestir flokkarnir leiki fjóra daga. Fyrir liggur að öldungaflokkur karla, kvennaflokkur 4 (þriggja daga punktakeppni) og 5. flokkur karla leika þrjá daga.
Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.
Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Meistaraflokkur karla: 0 –4,4 – höggleikur.
1. flokkur karla: 4,5 - 10,4 – höggleikur.
2. flokkur karla: 10,5 – 15,0 – höggleikur.
3. flokkur karla: 15,1 - 20,5 – höggleikur.
4. flokkur karla: 20,6 - 28,4 – punktakeppni.
5. flokkur karla: 28,5 og hærri – punktakeppni með forgjöf.
Öldungaflokkur karla: 55 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf.
Kvennaflokkur 1: höggleikur.
Kvennaflokkur 2: Punktakeppni í fjóra daga.
Kvennaflokkur 3: Punktakeppni í þrjá daga.
Athugið að þeir karlar sem eru 55 ára og eldri geta valið hvort þeir taki þátt í öldungaflokki eða sínum flokki samkvæmt forgjöf.
Þátttökugjald:
Kr. 5.500 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.500 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.
Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu og leikdögum flokka verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu ef skráning gefur tilefni til.
Laugardaginn 25. júní n.k.
Mæting fyrir klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.
Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einna á litla vellinum.
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldinu er súpa fyrir leik og hamborgari að leik loknum.
Búið er að opna fyrir skráningu í mótaskrá á golf.is.
Ef einhver er í vandræðum með að skrá sig í mótið getur viðkomandi hringt í 773-7993 og fengið aðstoð.
FORKEPPNI BIKARS Á FIMMTUDAGINN.
Næstkomandi fimmtudag (26. maí) verður forkeppni bikars leikin. Í forkeppninni er leikin 9 holu punktakeppni með forgjöf. 16 efstu komast áfram í karla og kvennaflokki og leika útsláttarkeppni. Sá sem lendir í fyrsta sæti í forkeppninni leikur við þann sem lendir í 16. sæti o.s.frv.
Skráning í mótið fer fram í mótaskrá á golf.is/golfbox.
Ræst er út á eftirtöldum tímum:
10:30-10:50
13:30-14:20
15:30-16:20
17:30-18:20
Þeir sem vilja ekki vera með í mótinu skrá sig á rástíma á öðrum tímum þennan dag.
Ekkert þátttökugjald. Það er líka hægt að skrá sig í mótið og sleppa því að skila inn skori ef félagar vilja alls ekki vera með í keppninni. Annars hvetjum við alla til þess að vera með.
GOLFNÁMSKEIÐ OG ÆFINGAR Í SUMAR
Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8 – 14 ára.
Golfnámskeiðið verður frá klukkan 9:00 til 11:30 þann 13., 14., 15. og 16. júní.
Markmiðið er að vekja áhuga krakkanna á golfíþróttinni og býðst þeim sem mæta á golfnámskeiðið að mæta á skipulagðar æfingar hjá Golfklúbbnum Setbergi sem verða tvisvar sinnum í viku í sumar. Æfingarnar verða á miðvikudögum frá klukkan 17:00 til 18:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 til 11:00. Með þessu vonumst við til að viðhalda þeim áhuga sem oft myndast hjá krökkum á golfnámskeiðum. Þeir sem taka þátt í námskeiðinu og/eða æfingunum mega spila á æfingavellinum í sumar.
Dagskrá námskeiðsins:
Farið er yfir helstu golfsiði og reglur.
Farið er yfir helstu undirstöðuatriði golfíþróttarinnar, s.s. grip, sveiflu, vipp og pútt.
Leikið golf á æfingavelli Golfklúbbsins Setbergs.
Allir eiga að taka með sér hollt og gott nesti.
Síðasta morguninn verður boðið upp á pylsur ásamt því að allir fá afhent viðurkenningarskjal.
Verðið fyrir allt framangreint er 15.000 kr.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is eða með því að hringja í síma 773 7993.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið gse@gse.is eða hringja í síma 844 3589.
SKRÁNING Á RÁSTÍMA
Við viljum minna á reglurnar um skráningu á rástíma í gegnum Golfbox.
Við ætlum að hafa reglurnar þannig að félagar í klúbbnum hafi forgang að rástímum.
Félagar í GSE geta skráð sig á rástíma með þriggja daga fyrirvara.
Skráning opnar klukkan 20:00. Aðrir geta skráð sig á rástíma daginn fyrir viðkomandi leikdag. Skráning opnar klukkan 22:00.
Einungis konur í GSE geta skráð sig á rástíma í kvennatímana á mánudögum. Endilega skráið ykkur í Kvennaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.
Einungis karlar í GSE geta skráð sig á rástíma í karlatímana á þriðjudögum. Endilega skráið ykkur í Karlaklúbb GSE á Facebook til þess fylgjast með fréttum.
Við ætlum að halda því í algjöru lágmarki að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa. Með þessu vonumst við til þess að aðgengi félaga í klúbbnum að rástímum verði viðunandi.
NÝLIÐANÁMSKEIÐ
Miðvikudaginn 1. júní n.k. verður haldið nýliðanámskeið.
Námskeiðið byrjar í golfskálanum klukkan 20:00.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
Golfkennararnir í klúbbnum kynna sig og það sem þeir hafa upp á að bjóða
ÆFINGASVÆÐIÐ
Kúluvélin verður tekin fram og æfingasvæðið formlega opnað um leið og svæðið verður þurrt. Verður vonandi í næstu viku.
stjórnin.
Laugardaginn 30. apríl verður hreinsunardagur á vellinum. Vinnan hefst klukkan 10:00 og verður unnið til klukkan 13:00. Þeir sem taka þátt í vinnunni geta spilað völlinn að vinnu lokinni inn á sumarflatir. Ræst verður út af öllum teigum samtímis.
Helstu verkefni eru:
Smiðir og aðrir áhugamenn um brúarsmíði mega því taka með sér viðeigandi verkfæri.
Boðið verður upp á pylsur að vinnu lokinni.
Nokkrir félagar sem ekki komast á laugardaginn, en vilja leggja sitt af mörkum, ætla að mæta á föstudaginn klukkan 16:00 og byrja á framangreindum verkefnum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir á þeim tíma. Þeir sem mæta á föstudeginum eru að sjálfsögðu gjaldgengir í að spila á laugardeginum. Við reiknum með að byrja að spila um klukkan 13:30.
Vegna vinnunnar verður völlurinn lokaður frá klukkan 14:00 á föstudaginn og á laugardaginn. Rástímabókun fyrir sunnudaginn opnar fyrir félaga í dag klukkan 20:00.
Völlurinn verður einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum fyrstu dagana.
Ágætu félagar.
Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.
Völlurinn er núna einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Við biðjum félaga að skrá sig alltaf á rástíma í Golfbox svo starfsmenn eigi auðveldara með að hafa eftirlit með spili á vellinum.
Við verðum ekki með starfsmann í ræsishúsinu fyrr en í byrjun maí.
Vallarstarfsmenn munu sinna eftirliti á vellinum þangað til og því mjög mikilvægt að þeir geti séð hverjir eru skráðir á rástíma hverju sinni.
Ástand vallarins:
Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar. Það ræðst af veðrinu næstu daga og vikur hvenær opnað verður inn á sumarflatir.
Við munum auglýsa opnun sumarflata um leið og tímasetning liggur fyrir.
Við biðjum þá sem spila í vor að ganga varlega um völlinn og helst færa boltann af brautunum áður en slegið er.
Helstu mótin í sumar:
25.05.2022 Forkeppni bikars - innanfélagsmót
25.06.2022 Jónsmessa - innanfélagsmót
06.07.2022 Meistaramót dagur 1 - innanfélagsmót
07.07.2022 Meistaramót dagur 2 - innanfélagsmót
08.07.2022 Meistaramót dagur 3 - innanfélagsmót
09.07.2022 Meistaramót dagur 4 - innanfélagsmót
01.08.2022 Opna Setbergsmótið - opið mót
11.08.2022 Íslandsmót unglinga 14 ára og yngri
12.08.2022 Íslandsmót unglinga 14 ára og yngri
12.08.2022 Íslandsmót unglinga 14 ára og yngri
01.10.2022 Bændaglíma - innanfélagsmót
Í mótaskránna vantar nokkur innanfélagsmót. Endanleg mótaskrá verðu send í næsta pósti.
Skráning í klúbbinn og greiðsla árgjalds.
Lokað hefur verið fyrir skráningu í klúbbinn á þessu ári.
Nokkrir aðilar eru núna skráðir á biðlista.
Enn eru örfáir sem hafa ekki gengið frá greiðslu árgjalds eða sagt sig úr klúbbnum. Viðkomandi eru beðnir um að ganga frá greiðslu árgjalds, eða segja sig úr klúbbnum kjósi þeir svo, fyrir lok dags þann 20. apríl n.k. Eftir það verða viðkomandi teknir af skrá og aðilum á biðlista boðin aðild að klúbbnum.
Ekki er heimilt að hefja leik á vellinum fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu árgjalds.
Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum:
Við munum senda tölvupóst þegar pokamerki verða reiðubúin til afhendingar.
Þeir sem vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:
Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:
Ekki verður sendur tölvupóstur en félagar geta breytt stillingum á Golfbox og valið að fá tilkynningar sem eru birtar á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu (Leiðbeiningar stilling tilkynningum - Google Docs).
Stjórnin.
Aðalfundur GSE var haldinn þann 7. desember s.l.
Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá ársskýrslu fyrir 2021.
Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2022 sem eru svohljóðandi:
Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.
Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:
1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.
2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.
3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 15. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.
Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360. Það er talsvert um umsóknir í klúbbinn og því mikilvægt að vita sem fyrst hvort félagar ætla að hætta í klúbbnum. Við ætlum ekki að fjölga félögum umfram þann fjölda sem núna er í klúbbnum.
Mótskrá fyrir árið 2022 er komin inn á heimasíðuna.
EKKI ER GERÐ KRAFA UM NEIKVÆÐA NIÐURSTÖÐU ÚR HRAÐPRÓFI.
Við afsökum hringlandaháttinn á þessu en við höfum ákveðið að fara ekki fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi á aðalfundinum.
Salnum verður skipt upp í tvö 50 manna hólf.
Þetta er sama leið og aðrir klúbbar á höfuðborgarsvæðinu, sem halda sinn aðalfund á sama tíma, hafa ákveðið að fara.
Ágætu félagar.
Við minnum á aðalfund Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2021 sem verður haldinn þriðjudaginn 7. desember n.k.
Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Eftirtalin framboð bárust vegna þeirra embætta sem kosið verður um á aðalfundinum:
Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára:
• Fríða Björg Leifsdóttir
• Pétur Einarsson
• Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir
• Steinar Birgisson
• Þórarinn Sófusson
Kosning formanns til eins árs:
• Högni Friðþjófsson
Vegna núgildandi reglna um samkomutakmarkanir þurfa þeir sem sækja fundinn að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) eða PCR prófi sem má ekki vera eldri en 48 klst. Athugið að heimapróf eru ekki tekin gild.
Sýnt verður frá fundinum í gegnum rafrænan miðil en til þess að kjósa þarf að mæta á aðalfundinn.
Formlegar æfingar hjá krökkunum sem eru að æfa hjá klúbbnum byrja aftur n.k. laugardag.
Við erum búin að leigja inniaðstöðuna hjá Golfklúbbnum Keili á laugardögum frá klukkan 13:00 til 14:00. Við verðum því með eina fasta æfingu í viku á þeim tíma í vetur.
Ef þú/þið eruð með krakka sem hefur/hafa verið að æfa hjá okkur og sem vill/vilja vera með í vetur þá mátt þú/megið þið endilega senda tölvupóst á gse@gse.is og við bætum þér/ykkur á póstlista vegna æfinganna.
Ef það eru einhverjar spurningar vegna æfinganna má hafa samband í síma 844 3589 (Högni).
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2021 verður haldinn þriðjudaginn 7. desember n.k.
Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Lagabreytingar.
5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
6. Stjórnarkosning.
6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
6.2. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur málefni ef einhver eru.
Þeir félagar sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna um framboð sitt með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins gse@gse.is fyrir lok dags þann 26. nóvember 2021.
Við munum fylgjast vel með þróun takmarkana á samkomum vegna kórónuveirunnar og gæta að sóttvörnum. Hægt er að skipta salnum í tvö 50 manna rými ef tilefni verður til. Þess er vinsamlega óskað að þeir einstaklingar sem finna fyrir einkennum sæki ekki fundinn í persónu heldur láti nægja að sækja fundinn rafrænt, sbr. að aftan. Þeir sem hafa fundið fyrir einkennum en geta framvísað neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi eða PCR prófi, sem er ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt, geta þó sótt fundinn. Einstaklingar eru beðnir um að beita góðri dómgreind og skynsemi við þá ákvörðun.
Í ljósi framangreinds og til að tryggja að allir félagsmenn geti fylgst með fundinum þá verður fundurinn sendur út á Facebook.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Ágætu félagar.
Vallarstarfsmenn hafa tekið af sumarflötum og fært flöggin á vetrarflatirnar. Það var til skoðunar að hafa opið inn á sumarflatir um helgina en því miður eru flatirnar of viðkvæmar.
Við biðjum félaga um að ganga varlega um völlinn í vetur.
Völlurinn er einungis opinn fyrir félaga í Golfklúbbnum Setbergi.
Vegna slæmrar veðurspár og lítillar þátttöku hefur verið ákveðið að hætta við mótið á morgun.
Við reynum aftur síðar.
9 holu punktamót með forgjöf.
Þátttökugjald kr. 3.500. Það má að sjálfsögðu borga meira 😊 og alveg sjálfsagt að gefa út kvittun t.d. ef fyrirtæki vill styrkja málefnið.
Allur afrakstur mótsins verður nýttur til þess að greiða niður að hluta þjálfarakostnað fyrir krakkana sem eru að æfa hjá klúbbnum.
Eins og margir hafa tekið eftir eru nokkrir áhugasamir krakkar að æfa hjá klúbbnum. Þau eru metnaðarfull og ætla að vera dugleg að æfa í vetur. Til þess að tryggja að grunnurinn verði réttur þá ætla þau að fara reglulega til golfkennara og styrktarþjálfara.
Föstudagurinn 1. október.
N.k. föstudag verða strákarnir með lokamótið sitt. Ræst út af öllum teigum klukkan 16:00. Nánar um mótið inn á facebook-síðu karlaklúbbsins.
Laugardagurinn 2. október.
Bændaglíman verður haldin á laugardaginn.
Ræst út af öllum teigum klukkan 13:30. Mæting eigi síðar en klukkan 13:00.
Hefðbundið keppnisfyrirkomulag, Setbergsscramble, þ.e. 4 saman í liði, allir slá af teig, einn bolti valinn og þeir sem eiga ekki þann bolta slá frá þeim stað sem boltinn er.
Leiknar eru 9 holur á stóra vellinum og 9 holur á litla vellinum skv. venju. Dregið saman í lið.
Skráning á www.golf.is. Skráning hefst í dag, þriðjudag klukkan 20:00.
Þátttökugjald er 2.500 kr. Innifalið í þátttökugjaldinu er matur að leik loknum (súpa, kjúklingavængir og fleira).
Laugardagurinn 9. október
Fjáröflunarmót til styrktar unglinga- og barnastarfinu í klúbbnum.
Krakkarnir sem eru að æfa hjá klúbbnum ætla að halda styrktarmót til þess að safna upp í kostnað vegna aðstöðu og þjálfara í vetur.
Keppnisfyrirkomulag: Texas scramble. Tveir saman í liði.
Einn hringur á stóra vellinum og einn hringur á litla vellinum.
Þátttökugjald a.m.k. 3.500 kr. en öllum er heimilt að greiða meira. Heitt súkkulaði og skúffukaka til sölu á 6. teig.
Verðlaun verða alls konar.
Mæting klukkan 18:00. Ræst út af öllum teigum klukkan 18:30.
Keppnisfyrirkomulag: Setbergs scramble. Dregið saman í lið. Allir slá af teig. Einn bolti valinn og þeir kylfingar í hollinu sem eiga ekki þann bolta slá af þeim stað o.s.frv. Einn hringur á stóra vellinum og einna á litla vellinum.
Þátttökugjald 2.000 kr.
Skráning hefst á golfbox n.k. sunnudag klukkan 19:00. Ef einhver er í vandræðum með að skrá sig í mótið getur viðkomandi hringt í 773-7993, eftir að skráning hefst og fengið aðstoð.
Sigga mun birta upplýsingar um hvaða veitingar verða til sölu á Allir í GSE fyrir mótið.
Við viljum minna á nýliðanámskeiðið sem verður haldið í golfskálanum í kvöld og byrjar klukkan 20:00.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
Undir lokin ætla golfkennararnir okkar, þeir Guðjón G. Daníelsson og Ari Magnússon PGA golfkennarar, að bjóða upp á stutta golfkennslu fyrir þá sem vilja.
Fyrsta fréttabréf ársins lítur dagsins ljós.
Þar ber helst á góma:
Ástand vallar,
Peysur og bolir,
Mótaskrá sumarsins,
Upplýsingar fyrir börn og unglinga,
Vinavellir,
Golfkennsla,
Rástímaskráning
Á næstu dögum hefst sala á fatnaði merktum GSE. Sjá meðfylgjandi auglýsingu fyrir fatnaðinn (í auglýsingunni kemur fram verð ásamt myndum af peysunum/bolunum). Hægt verður að koma í golfskálann á auglýstum tímum til að máta og panta. Athugið að tilboðsverð miðast við staðgreiðslu og að pantað sé á auglýstum mátunardögum. Upplýsingar um mátunardaga verða birtar á www.gse.is og Allir í GSE á Facebook á næstu dögum.
Smellið á myndina til að sjá stærri mynd.
Síðastliðið sumar þurfti á tilteknum tímabilum að notast við rástímaskráningu á Golfbox vegna reglna um golfiðkun á tímum Covid-19. Reynslan af því að notast við rástímaskráninguna var góð og margir kostir við það fyrirkomulag. Hins vegar eru ekki allir félagar á eitt sáttir og vilja þeir halda í þá sérstöðu sem kúlustandurinn felur í sér.
Í samræmi við niðurstöðu aðalfundar sem haldinn var 8. desember sl. verður nú kosið um það hvort notast verði við rástímaskráningu á Golfbox eða kúlustandinn næsta sumar, að því gefnu að reglur um samkomutakmarkanir leiði ekki til annarrar niðurstöðu.
Kosningin fer fram með þeim hætti að félagar geta annað hvort:
eða
Skipað hefur verið í kjörnefnd vegna kosningarinnar. Tvö úr kjörnefndinni hafa verið talsmenn þess að taka upp rástímaskráningu á Golfbox og tveir hafa verið talsmenn þess að notast verði við kúlustandinn.
Ef félagar vilja kjósa með því að senda tölvupóst á kosning@gse.is skal tölvupósturinn innihalda eftirfarandi upplýsingar:
Annað hvort svarið:
[Ég vil rástímaskráningu á Golfbox]
eða
[Ég vil að notast verði við kúlustandinn].
Nafn og kennitölu viðkomandi.
Atkvæði sem sent er með tölvupósti er ógilt ef það inniheldur ekki framangreindar upplýsingar.
Um nýtt netfang er að ræða sem var stofnað sérstaklega vegna kosningarinnar. Tölvupóstar sem berast verða ekki opnaðir fyrr en að kosningu lokinni klukkan 15:00 nk. laugardag. Félagar geta einungis kosið einu sinni. Merkt verður við þá sem koma í golfskálann og greiða þar atkvæði svo og þá sem greiða atkvæði með tölvupósti, þegar atkvæði sem þannig berst hefur verið talið.
Kjörnefndin verður látin undirrita trúnaðaryfirlýsingu vegna atkvæðagreiðslunnar.
Niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt og birt um leið og talningu lýkur.
Félagar geta komið sinni skoðun á framfæri á Allir í GSE á facebook.
Stjórnin
Aðalfundur GSE var haldinn þann 8. desember s.l. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá skýrslu stjórnar fyrir 2020. Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2021 sem eru svohljóðandi:
Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.
Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:
1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.
2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl. Enginn aukakostnaður bætist við ef greiðsluseðlar birtast í heimabanka.
3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 20. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.
Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360. Það er talsvert um umsóknir í klúbbinn og því mikilvægt að vita sem fyrst hvort félagar ætla að hætta í klúbbnum.
Að lokum óskum við félagsmönnum gleðilegs árs.
Stjórnin.
Ágætu félagar.
Nú hefur heilbrigðisráðuneytið birt nýja auglýsingu vegna íþróttastarfs.
Á vef ráðuneytisins segir: „Öllum er heimilt að stunda æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar að því gættu að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun og að hámarki 10 manns saman“.
Við munum því opna völlinn á morgun. Við minnum á að það þarf að skrá rástíma í golfbox.
Völlurinn er einungis opinn félagsmönnum og leikið á vetrarflatir skv. vetrarreglum.
Við biðjum alla að ganga vel um völlinn og færa bolta af brautum áður en högg er slegið.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2020 verður haldinn þriðjudaginn 8. desember n.k.
Vegna þeirra reglna sem eru í gildi um samkomutakmarkanir þá mun fundurinn fara fram með rafrænum hætti í gegnum fjarfundabúnað.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Lagabreytingar.
5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
6. Stjórnarkosning.
6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
6.2. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur málefni ef einhver eru.
Eftirfarandi breyting á lögum klúbbsins verður lögð fyrir fundinn:
10. grein er svohljóðandi í dag:
10. grein
Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Sex eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn.
Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félags og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.
Lagt er til að 10. grein verði svohljóðandi (breytingar eru feitletraðar):
10. grein
Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Sex eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Framboð til stjórnar skulu berast á netfang klúbbsins, gse@gse.is, eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Heimilt er að kjósa stjórn með rafrænum hætti.
Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félagsins og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.
Eftirfarandi stjórnarmenn eiga að ganga úr stjórn en þau bjóða sig öll fram til endurkjörs:
Sigrún Eir Héðinsdóttir.
Elín Reynisdóttir.
Karl Ísleifsson.
Formaður klúbbsins, Högni Friðþjófsson, býður sig einnig fram til endurkjörs.
Ef aðrir félagsmenn ætla að bjóða sig fram þá hvetjum við viðkomandi að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins, gse@gse.is. Ef það verður kosning um stjórnarmenn eða formann á aðalfundinum þá verður gert hlé á fundinum og þeir sem eru skráðir á fundinn geta komið í golfskálann frá klukkan 12:00 til 18:00, miðvikudaginn 9. desember og greitt atkvæði. Ef þetta verður niðurstaðan þá mun fundurinn hefjast að nýju með rafrænum hætti klukkan 20:00 þann 9. desember.
Þeir félagsmenn í Golfklúbbnum Setbergi sem ætla að sitja aðalfundinn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfang klúbbsins, gse@gse.is, og tilkynna þátttöku fyrir lok dags þann 6. desember n.k. Senda þarf nafn, kennitölu og netfang. Sent verður fundarboð, með tengli á fundinn, á þá félaga sem tilkynna þátttöku.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Vellinum hefur nú verið lokað, a.m.k. til 17. nóvember n.k.
Völlurinn er einungis opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Golfskálinn er lokaður. Starfsmenn og sjálfboðaliðar munu hafa eftirlit með vellinum. Vinsamlegast sýnið eftirlitsaðilum pokamerki eða gefið upp félagsnúmer ef eftir því er leitað. Við biðjum félaga um að mæta stuttu fyrir skráðan rástíma og staldra ekki lengi við eftir að leik er lokið. Félagar er hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum í hvívetna, virða tveggja metra fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir á vellinum.
Við biðjum félaga um að:
Búið er að færa fyrstu rástímana á daginn til klukkan 11:00 á morgnana. Þetta er gert til þess að vernda flatirnar vegna kulda á nóttunni. Ef það frýs um nóttina einhvern næstu daga þá kann vellinum að verða lokað lengur viðkomandi dag. Við munum reyna að senda tilkynningu á golfbox til þeirra sem eiga skráðan rástíma um slíka lokun. Við munum ennfremur setja inn tilkynningu á Allir í GSE. Ef það hefur frosið um nóttina þá hvetjum við þá sem eiga skráðan rástíma að kanna hvort einhver slík tilkynning hafi verið send áður en haldið er á völlinn. Í ljósi aðstæðna verður leikið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem teknar voru upp og kynntar voru kylfingum þann 4. maí síðastliðinn. Í þeim leiðbeiningum fólst m.a. að hrífur voru teknar úr glompum, óheimilt er að fjarlægja flaggstangir úr holum og svampar verða í holubotnum svo unnt sé að fjarlægja boltann án þess að snerta holuna. Leiðbeiningarnar frá 4. maí má sjá á www.golf.is
Ágætu félagar.
Golfklúbburinn Setberg hefur tekið þá ákvörðun að fara eftir tilmælum um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Á fundi samráðshóps golfklúbba í morgun var tekin sú ákvörðun eftir samtal við sóttvarnarlækni og yfirvöld að virða þá ósk sem fram hefur komið nýlega um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar aukningar á smitum.
Þeir kylfingar sem eiga bókaðan rástíma fá skilboð um að þeirra rástímar falli niður.
Einnig viljum við biðla til okkar félagsmanna að bóka sig ekki á rástíma á öðrum golfvöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en Golfsambandið mun óska eftir því við þá klúbba að heimila ekki bókanir kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu þar sem það eru skýr skilaboð frá Almannavörnum að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið.
Starfsmenn á vellinum fara í það núna strax eftir hádegi að taka inn teigmerki og stangir.
Þessi lokun gildir til og með 19. október. Við vonum svo sannarlega að við getum opnað völlinn aftur þann 20. október. Við látum vita um leið og við höfum fengið ný eða uppfærð tilmæli.
Fréttabréf vikunnar komið í hús og ber þar helst að búið er að aflýsa Bændaglímunni. Einnig eru upplýsingar um völlinn fyrir komandi vikur.
Fréttabréfið má lesa hér:
Vinsamlegast kynnið ykkur Staðarreglur á Setbergsvelli 2020 og einnig Viðbótar staðarreglur vegna Covid-19 með því að klikka HÉR
Ágætu félagar
Nú hafa tekið gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí og að þær reglur verði í gildi þangað til annað verður tekið fram (sjá nánar á www.golf.is).
Þær breytingar sem hafa tekið gildi á vellinum eru:
Eins og heyra má í fréttum er COVID-19, illu heilli, ekki búið að yfirgefa okkur.
Við verðum því öll að halda áfram að passa okkur. Klúbburinn fer því fram á að fólk gæti að hreinlæti, handþvott og spritt fyrir og eftir leik.
Kylfingar heilsist og fagni með ábyrgum hætti. Höldum ráðlagðri fjarlægð eins og kostur er.
Að sinni munum við ekki fjarlæga hrífur eða banna að flaggstöng sé tekin úr. Við hvetjum hinsvegar kylfinga til að nota hanska eða handklæði og jafnvel vera með sprittbrúsa í settinu.
Vinnum öll saman og komum í veg fyrir að hópsmit komi upp hjá okkur!
Bestu kveðjur;
Stjórn og starfsfólk Setbergs.
Fréttabréf vikunnar komið á sinn stað. Þar ber helst á góma umgengnismál, Jónsmessumót og Meistaramót. Fréttabréfið er hér.
Í dag eru 25 ár síðan að Setbergsvöllur var opnaður og Golfklúbburinn Setberg hóf starfsemi en klúbburinn var stofnaður í nóvember 1994.
Á fyrri myndinni er Eiríkur Smith á 9. flötinni eftir fyrsta hringinn á vellinum þann 23. júní 1995. Eiríkur, sem lést árið 2016, hannaði merki klúbbsins og var félagi númer eitt.
Á seinni myndinni er upphafsmaðurinn að þessu öllu, Friðþjófur Einarsson. Endilega kastið á hann kveðju í tilefni dagsins (í tveggja metra fjarlægð að sjálfsögðu).
Nýtt fréttabréf er komið inn.
Þar ber hæst KPMG stúlknamót, golfnámskeið fyrir krakka og ýmislegt annað fróðlegt.
Fréttabréf vikunnar er komið út.
Þar ber helst forkeppni bikars og almennar upplýsingar fyrir félagsmenn.
Kíktu á fréttabréf vikunnar
Ágætu félagar.
Hreinsunardagur og opnun sumarflata.
Á morgun laugardag verður hreinsunardagur frá klukkan 11:00 til 14:00.
Við ætlum m.a. að:
Boðið verður upp á pylsur og gos að vinnu lokinni.
Þeim sem taka þátt í vinnunni gefst kostur á að leika völlinn inn á sumarflatir að vinnu lokinni.
Völlurinn opnar formlega á sunnudaginn. Minnum á skráningu á rástíma á golfbox.
Skráning í vinnuna fer fram í þessu skjali
Þetta er í fyrsta skiptið sem við höfum skráningu en það er mikilvægt að við vitum nokkurn veginn hversu margir ætli að mæta. Þeir sem eiga malarhrífu og/eða skóflu mega endilega taka verkfæri(ð) með sér. Félagar eru hvattir að fylgja reglum sóttvarnarlæknis í hvívetna.
Smiðir og aðrir þeir sem geta og vilja aðstoða við uppbyggingu á þeirri aðstöðu sem við erum að reisa í kringum skálann mega hafa samband sérstaklega í síma 844 3589 (Högni). Þessi hópur ætlar að byrja fyrr um morguninn.
Ástand vallarins.
Flatir og teigar eru í mjög góðu ástandi miðað við árstíma. Nokkrar brautir eru enn nokkuð hólóttar og því er ekki enn búið að slá brautir.
Teigar og uppsetning vallarins.
Við byrjum sumarið með völlinn óbreyttan frá fyrri árum. Eftir nokkrar vikur verða nokkrir nýir teigar teknir í notkun og völlurinn setur upp í þremur mismunandi lengdum. Þetta verður nánar kynnt síðar.
Pokamerki.
Pokamerkin er komin og verða afhent frá og með morgundeginum.
Stjórnin
Fyrsta fréttabréf sumarsins komið á vefinn.
Kæru félagar
Rástímaskráning fyrir klúbbinn er nú virk í Golfbox.
Ræst er út á 15 mínútna fresti. Félagar geta skráð sig 2 daga fram í tímann
Við mælum með að sækja Golfbox Appið fyrir síma https://golf.is/golfapp/. Skráning á rástíma er einfaldari í Golfbox Appinu en á vefsíðu Golfbox.
Við minnum á að ennþá er verið að spila svokallað vetrargolf. Völlurinn er því eingöngu opinn fyrir félaga í klúbbnum.
Við biðjum félaga um að færa boltann af brautum áður en slegið er og ganga varlega um völlinn. Völlurinn er mjög viðkvæmur á þessum tíma árs.
Holubotnarnir standa upp úr jörðinni sbr. reglur um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns.
Í kringum holubotnana er hringur „spreyjaður“. Flestir hafa spilað leikinn þannig að ef boltinn stöðvast innan hringsins þá er næsta högg gefið. Ef boltinn fer í holubotninn og stöðvast innan hringsins þá telst hann hafa farið í „holu“.
Það væri gaman að heyra af öðrum tillögum inn á Facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/groups/AllirGSE
Kv Stjórnin
Með hækkandi sól og hlýnandi veðri er eðlilegt að félagar leiði hugann að því að fara í golf á vellinum okkar.
Nú eru aftur á móti, eins og öllum er ljóst, uppi afar óvenjulegar aðstæður.
Fyrir liggja ráðleggingar frá Landlæknisembættinu um að golfvellir verði lokaðir þar til annað hefur verið ákveðið.
Það er mikilvægt að golfhreyfingin leggist á árarnar með öðrum íþróttahreyfingum, æskulýðsstarfi og yfirvöldum við að takmarka útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Golfsambandið hvetur því kylfinga til þess að sýna samfélagslega ábyrgð og virða þessar tímabundnu reglur sem settar eru með hag okkar allra að leiðarljósi.
Stjórn klúbbsins hefur tekið þá ákvörðun að hafa völlinn lokaðan til 4. maí n.k. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og tilefni er til. Við munum því taka niður flögg, teigmerki og annað sem tengist golfleik á vellinum.
Við óskum öllum félögum velfarnaðar og góðrar heilsu á næstu vikum.
Aðalfundur GSE var haldinn þann 3. desember s.l. Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is má sjá skýrslu stjórnar fyrir 2019.
Á aðalfundinum voru ákveðin árgjöld fyrir árið 2020 sem eru svohljóðandi:
• 18 ára og yngri: kr. 24.000.
• 19 - 25 ára: kr. 48.000.
• Aðrir: kr. 72.000.
Í árgjaldinu er innifalin inneign að fjárhæð 2.000 kr. í verslun í golfskálanum.
Árgjöldin eru óbreytt frá því í fyrra.
Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:
1) Staðgreiðsla. Greiða skal inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið felagaskra@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.
2) Greiðsluseðlar. Greiðslunni skipt í þrennt og birtist í heimabanka félaga. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl. Enginn aukakostnaður bætist við ef greiðsluseðlar birtast í heimabanka. Ef félagar óska eftir því að fá heimsenda greiðsluseðla þá skulu þeir láta vita sérstaklega. Innheimtukostnaður bætist við hvern heimsendan greiðsluseðil.
3) Kreditkort. Ef greitt er með kreditkorti þá er hægt að skipta greiðslunni í 6 jafnar greiðslur frá 1. febrúar til 1. júlí. Þeir sem greiddu með korti í fyrra þurfa ekki að hafa samband, nema þeir vilji nota annað kort en það sem notað var í fyrra. Aðrir sem vilja greiða með kreditkorti hafi samband með því að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða í síma 565 3360 fyrir 20. janúar n.k. Ef greitt var með korti í fyrra en ekki er hægt að endurnýja samninginn hjá færsluhirði þá verða gefnir út greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu.
Þeir sem ætla ekki að vera áfram í klúbbnum eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagaskra@gse.is eða hringja í símanúmerið 565 3360.
Að lokum óskum við félagsmönnum gleðilegs árs.
Stjórnin.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs verður haldinn þriðjudaginn 3. desember n.k.
Fundurinn verður í golfskálanum.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
5. Stjórnarkosning.
5.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
5.2. Kosning formanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna.
7. Önnur málefni ef einhver eru.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs
Mótið er keppni á milli karla í Golfklúbbnum Setbergi og Golfklúbbi Suðurnesja.
Mótið er eingöngu fyrir félaga í GSE og GS.
Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf (hæst eru gefnir 28 punktar í forgjöf) og tíu bestu skor hvors klúbbs telja. Að auki verða veitt ýmis aukaverðlaun.
Skráning á www.golf.is. Mótsstjórn raðar niður í holl. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 13:00.
Verð kr. 3000 í mótið og innifalið er matur og lítill bjór eða gos,
Þar sem ræst verður út af öllum teigum klukkan 13:00 þá þurfa þeir sem spila fyrir klukkan 13:00 að hafa lokið leik fyrir þann tíma.
Ágætu félagar.
Við óskum ykkur gleðilegs golfsumars.
Ástand vallarins:
Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og ætti að vera í virkilega góðu ástandi í sumar.
Hreinsunardagur og opnun sumarflata.
Stefnt er að opnun sumarflata miðvikudaginn 1. maí. Skv. venju verður tiltekt á vellinum áður en opnað verður inn á flatirnar. Endanleg tímasetning og fyrirkomulag verður auglýst í byrjun næstu viku.
Vikulegt fréttabréf.
Eins og s.l. sumar þá verður sent vikulegt fréttabréf á mánudögum þar sem m.a. verður farið yfir dagskrá vikunnar framundan.
Pokamerki og kvittanir fyrir árgjöldum.
Þeir félagar, sem hafa gengið frá greiðslu árgjalds, geta nálgast pokamerki í golfskálanum frá og með miðvikudeginum 1. maí.
Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.
Nýir félagar velkomnir.
Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Stjórnin.
Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs verður haldinn þriðjudaginn 4. desember n.k.
Fundurinn verður að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.
1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
5. Stjórnarkosning.
5.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
5.2. Kosning formanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna.
7. Önnur málefni ef einhver eru.
Virðingarfyllst, stjórn Golfklúbbsins Setbergs.
Nú styttist í MUNCK Open. Veðurspáin er góð og frábærir vinningar!
Skráning í fullum gangi á www.golf.is
Ágætu félagar.
Ákveðið hefur verið að fresta opnun sumarflata til laugardags.
Hreinsunardagurinn verður því á laugardaginn. Við byrjum klukkan 12 og vinnum til klukkan 14. Eftir vinnuna verður opnað inn á sumarflatir og verður ræst út af öllum teigum samtímis. Þeir sem taka þátt í vinnunni ganga fyrir.
Helstu verkefni:
Týna rusl.
Laga göngustíga.
Jafna sand í glompum.
Boðið verður upp á pylsur og gos að vinnu lokinni.
Stjórnin
Ágætu félagar.
Við óskum félögum gleðilegs sumars.
Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og ætti að vera í góðu ástandi í sumar.
Hreinsunardagur og opnun sumarflata.
Stefnt er að opnun sumarflata laugardaginn 5. maí. Skv. venju verður tiltekt á vellinum áður en opnað verður inn á flatirnar. Endanleg tímasetning og fyrirkomulag verður auglýst í næstu viku.