Ekki verður bætt við fleiri félögum fyrir þetta ár.

Ef þú vilt vera skráð(ur) á biðlista fyrir næsta ár skaltu senda inn umsókn í klúbbinn.
Á heimasíðunni má sjá hlekk inn á umsókn fyrir aðild að klúbbnum.
Aðilar sem sækja um eru skráðir í númeraröð á biðlista fyrir inngöngu í klúbbinn fyrir næsta ár.

Leiðbeiningar um skráningu og greiðslu félagsgjalda

Leiðbeiningar um skráningu og greiðslu félagsgjalda:

Farið inn á https://www.abler.io/shop/gse

Hér má finna heimasvæði Golfklúbbsins Setbergs (GSE) inn á Sportabler.

  • Þetta er GSE vefsvæði og þarna geta allir skráð sig inn sem eru með rafræn skilríki. Forráðamenn barna 18 ára og yngri fá árgjöld barna sinna inn á sitt heimasvæði. Hægt er að skrá aðra aðila sem forráðamenn/greiðsluaðila, t.d. ömmur eða afa.
  • Smellt á innskrá efst í hægra horninu í Sportabler og svo valið nýskrá (þeir sem eru nú þegar með Sportabler skrá sig bara inn).

Þá birtist þessi síða hér:

Þarna er smellt á "þú átt ógreidda reikninga" og greiðslusíðan birtist. Veljið félagsgjaldið og smellið á "greiða".

Í boði er að dreifa greiðslu félagsgjaldsins í allt að fjórar jafnar greiðslur. Félagar geta valið hvort greitt er með greiðsluseðlum eða greiðslukorti. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist við hverja greiðslu 390 kr. seðilgjald. Ef greitt er með greiðslukorti bætast 3% við hverja greiðslu í þóknun til greiðslumiðlunar.

Ef þið viljið greiða með eingreiðslu þá veljið þið "engin skipting" í kaupferlinu.

Athugið að greiðsluseðlar í heimabanka koma frá Greiðslumiðlun Íslands.

Félagar geta enn fremur sleppt því að fara inn í kerfið og millifært á reikning klúbbsins nr. 0133-26-013522, kt. 630295-2549. Senda skal staðfestingu um greiðslu á netfangið gse@gse.is. Ef greitt er fyrir fleiri en einn félaga þá skal þess getið í staðfestingunni.

Þeir félagar sem ekki eru búnir að skrá sig og ganga frá greiðslu fyrir lok dags 25. janúar fá kröfu í heimabanka þar sem árgjaldinu verður skipt niður í þrjá greiðsluseðla á gjalddaga þann 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.

Litið er svo á að þeir sem ekki hafa greitt eða skráð greiðslu fyrir 29. febrúar séu hættir í klúbbnum og verða viðkomandi teknir af félagaskrá klúbbsins. Athugið að ekki þarf að vera búið að klára að greiða allt árgjaldið fyrir þann tíma, samanber ákvæði um greiðsludreifingu hér að framan.

Þeir félagsmenn sem hafa ákveðið að vera ekki meðlimir áfram í klúbbnum, eru vinsamlegast beðnir um að láta vita með því að senda tölvupóst á gse@gse.is. Það eru talsvert margir sem hafa sótt um inngöngu í klúbbinn og því mikilvægt að fá að vita sem fyrst hvort félagar ætli að hætta í klúbbnum.

Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband í síma 773 7993 eða 769 7993 alla virka daga frá kl. 12:00-17:00. Einnig er hægt að senda tölvupóst á gse@gse.is.

Loks er ávallt hægt að fá aðstoð í gegnum heimasíðu Sportabler þegar þið eruð þar inni. Neðst niðri hægra megin er hnappur til þess að ýta á sem gefur ykkur beint samband við Sportabler.